Fótbolti

Sarri gekkst undir hjarta­að­gerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maurizio Sarri ætlar að snúa fljótt aftur til baka í starf sitt hjá Lazio.
Maurizio Sarri ætlar að snúa fljótt aftur til baka í starf sitt hjá Lazio. Getty/Marco Iacobucci

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Lazio og fyrrum stjóri Cheslea, hefur gengist undir minni háttar hjartaaðgerð.

Sarri hafði verið greindur með gáttatif, sem hefur áhrif á hjartsláttinn, en ítalskir fjölmiðlar segja að um hefðbundna aðgerð hafi verið að ræða.

Félagið býst við að hinn 66 ára gamli stjóri snúi aftur til sinna venjulegu starfa á næstu dögum.

Sarri var ráðinn knattspyrnustjóri Lazio í annað sinn í júní 2025.

Lazio situr í áttunda sæti Serie A með sex sigra í 17 leikjum og tekur á móti Napoli á sunnudaginn.

Sarri hóf þjálfun hjá neðri deildarfélögum á Ítalíu samhliða starfi sínu sem bankamaður áður en hann sagði upp dagvinnunni snemma á 21. öldinni til að einbeita sér að stjóraferlinum.

Hann stýrði Empoli upp í efstu deild Ítalíu tímabilið 2013-14 áður en hann leiddi Napoli, félag heimabæjar síns, til tveggja annarra sæta á þremur árum.

Hann flutti til Chelsea tímabilið 2018-19, vann Evrópudeildina og komst í úrslitaleik deildabikarsins með „The Blues“.

Hann sneri aftur til Ítalíu eftir eitt tímabil og vann Serie A með Juventus tímabilið 2019-20.

Maurizio Sarri var elsti knattspyrnustjórinn til að vinna Serie A þegar Juventus vann titilinn tímabilið 2019-20.

Sarri hóf sitt fyrra tímabil hjá Lazio í júní 2021 og leiddi liðið til annars sætis tímabilið 2022-23 áður en hann sagði af sér í mars 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×