Býst núna við því versta frá áhorfendum Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 08:28 „Og hvað?“ kallaði Luke Littler til áhorfenda sem voru ekki á hans bandi í Alexandra Palace í gærkvöld. Getty/James Fearn Heimsmeistarinn Luke Littler viðurkennir að hafa misst stjórn á sér á sviðinu í Alexandra Palace í gærkvöld, eftir stöðugt baul frá áhorfendum á meðan að hann vann Rob Cross 4-2 á HM í pílukasti. Littler var greinilega undrandi á viðtökum áhorfenda í gær og virðist ekki lengur njóta sömu vinsælda í höllinni. Hann segir þó eðlilegt að fólk haldi frekar með þeim sem séu síður sigurstranglegir. Littler er nú í þeirri stöðu að vera sá besti í heimi og líklegur til að verja titilinn eftir að hafa orðið heimsmeistari í byrjun þessa árs, rétt áður en hann varð 18 ára. Littler hafði verið með mikið látbragð á sviðinu þegar hann náði góðum útskotum í leiknum í gær. „Og hvað?!“ mátti sjá hann kalla til áhorfenda og þegar leiknum lauk fór hann mikinn í viðtali við Sky Sports uppi á sviðinu. Luke Littler's response to those in Ally Pally booing him 👀 pic.twitter.com/QHszE1z4ua— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 29, 2025 „Mér er alveg sama. Virkilega alveg sama,“ sagði Luke Littler um baulið og sneri sér síðan að áhorfendum: „Þið borgið fyrir miðana og þið borgið fyrir verðlaunaféð mitt þannig að takk fyrir að púa á mig.“ Littler hafði róast þegar hann mætti svo á blaðamannafund eftir leikinn en þar var hann meðal annars spurður, í ljósi þess hve ótrúlega vel hann spilaði og það undir stöðugu bauli, hvað þyrfti eiginlega til þess að hann missti stjórn á sér á sviðinu: „Ég missti hana. Ég held að hún sé enn uppi á sviðinu,“ sagði Littler léttur í bragði. En hann var ánægður með hvernig hann tókst á við aðstæðurnar: „Fyrir tveimur árum held ég hreinlega að ég hefði byrjað að kasta líkt og með vinstri hönd. Svona hef ég nú þroskast mikið. Fólk gæti sagt að ég sé ekki þroskaður en reynið að setja ykkur í mín spor,“ sagði Littler. "I think I lost it"Luke Littler reacts after beating Rob Cross and overcoming crowd jeers to book a quarter-final spot at Alexandra Palace. 🎙️ pic.twitter.com/GNo9RSl8fJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 30, 2025 Hann á fyrir höndum leik við Luke Woodhouse eða Krysztof Ratajski í átta manna úrslitunum, á nýársdag, og gæti svo mögulega mætt Ryan Searle eða Jonny Clayton í undanúrslitum. Það er ekki fyrr en í úrslitum sem Littler gæti mögulega mætt nafna sínum Luke Humphries. Það verður svo að koma í ljós hver viðbrögð áhorfenda verða næst þegar Littler mætir á sviðið en þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn ýmsu vanur: „Ég býst við hinu versta á nýársdag, sama hverjum ég mæti. Það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Ég verð tilbúinn,“ sagði Littler. HM í pílukasti heldur áfram í dag með beinum útsendingum á Sýn Sport Viaplay klukkan 12:30 og 19. Pílukast Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sjá meira
Littler var greinilega undrandi á viðtökum áhorfenda í gær og virðist ekki lengur njóta sömu vinsælda í höllinni. Hann segir þó eðlilegt að fólk haldi frekar með þeim sem séu síður sigurstranglegir. Littler er nú í þeirri stöðu að vera sá besti í heimi og líklegur til að verja titilinn eftir að hafa orðið heimsmeistari í byrjun þessa árs, rétt áður en hann varð 18 ára. Littler hafði verið með mikið látbragð á sviðinu þegar hann náði góðum útskotum í leiknum í gær. „Og hvað?!“ mátti sjá hann kalla til áhorfenda og þegar leiknum lauk fór hann mikinn í viðtali við Sky Sports uppi á sviðinu. Luke Littler's response to those in Ally Pally booing him 👀 pic.twitter.com/QHszE1z4ua— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 29, 2025 „Mér er alveg sama. Virkilega alveg sama,“ sagði Luke Littler um baulið og sneri sér síðan að áhorfendum: „Þið borgið fyrir miðana og þið borgið fyrir verðlaunaféð mitt þannig að takk fyrir að púa á mig.“ Littler hafði róast þegar hann mætti svo á blaðamannafund eftir leikinn en þar var hann meðal annars spurður, í ljósi þess hve ótrúlega vel hann spilaði og það undir stöðugu bauli, hvað þyrfti eiginlega til þess að hann missti stjórn á sér á sviðinu: „Ég missti hana. Ég held að hún sé enn uppi á sviðinu,“ sagði Littler léttur í bragði. En hann var ánægður með hvernig hann tókst á við aðstæðurnar: „Fyrir tveimur árum held ég hreinlega að ég hefði byrjað að kasta líkt og með vinstri hönd. Svona hef ég nú þroskast mikið. Fólk gæti sagt að ég sé ekki þroskaður en reynið að setja ykkur í mín spor,“ sagði Littler. "I think I lost it"Luke Littler reacts after beating Rob Cross and overcoming crowd jeers to book a quarter-final spot at Alexandra Palace. 🎙️ pic.twitter.com/GNo9RSl8fJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 30, 2025 Hann á fyrir höndum leik við Luke Woodhouse eða Krysztof Ratajski í átta manna úrslitunum, á nýársdag, og gæti svo mögulega mætt Ryan Searle eða Jonny Clayton í undanúrslitum. Það er ekki fyrr en í úrslitum sem Littler gæti mögulega mætt nafna sínum Luke Humphries. Það verður svo að koma í ljós hver viðbrögð áhorfenda verða næst þegar Littler mætir á sviðið en þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn ýmsu vanur: „Ég býst við hinu versta á nýársdag, sama hverjum ég mæti. Það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Ég verð tilbúinn,“ sagði Littler. HM í pílukasti heldur áfram í dag með beinum útsendingum á Sýn Sport Viaplay klukkan 12:30 og 19.
Pílukast Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sjá meira