Býst núna við því versta frá áhorfendum Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 08:28 „Og hvað?“ kallaði Luke Littler til áhorfenda sem voru ekki á hans bandi í Alexandra Palace í gærkvöld. Getty/James Fearn Heimsmeistarinn Luke Littler viðurkennir að hafa misst stjórn á sér á sviðinu í Alexandra Palace í gærkvöld, eftir stöðugt baul frá áhorfendum á meðan að hann vann Rob Cross 4-2 á HM í pílukasti. Littler var greinilega undrandi á viðtökum áhorfenda í gær og virðist ekki lengur njóta sömu vinsælda í höllinni. Hann segir þó eðlilegt að fólk haldi frekar með þeim sem séu síður sigurstranglegir. Littler er nú í þeirri stöðu að vera sá besti í heimi og líklegur til að verja titilinn eftir að hafa orðið heimsmeistari í byrjun þessa árs, rétt áður en hann varð 18 ára. Littler hafði verið með mikið látbragð á sviðinu þegar hann náði góðum útskotum í leiknum í gær. „Og hvað?!“ mátti sjá hann kalla til áhorfenda og þegar leiknum lauk fór hann mikinn í viðtali við Sky Sports uppi á sviðinu. Luke Littler's response to those in Ally Pally booing him 👀 pic.twitter.com/QHszE1z4ua— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 29, 2025 „Mér er alveg sama. Virkilega alveg sama,“ sagði Luke Littler um baulið og sneri sér síðan að áhorfendum: „Þið borgið fyrir miðana og þið borgið fyrir verðlaunaféð mitt þannig að takk fyrir að púa á mig.“ Littler hafði róast þegar hann mætti svo á blaðamannafund eftir leikinn en þar var hann meðal annars spurður, í ljósi þess hve ótrúlega vel hann spilaði og það undir stöðugu bauli, hvað þyrfti eiginlega til þess að hann missti stjórn á sér á sviðinu: „Ég missti hana. Ég held að hún sé enn uppi á sviðinu,“ sagði Littler léttur í bragði. En hann var ánægður með hvernig hann tókst á við aðstæðurnar: „Fyrir tveimur árum held ég hreinlega að ég hefði byrjað að kasta líkt og með vinstri hönd. Svona hef ég nú þroskast mikið. Fólk gæti sagt að ég sé ekki þroskaður en reynið að setja ykkur í mín spor,“ sagði Littler. "I think I lost it"Luke Littler reacts after beating Rob Cross and overcoming crowd jeers to book a quarter-final spot at Alexandra Palace. 🎙️ pic.twitter.com/GNo9RSl8fJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 30, 2025 Hann á fyrir höndum leik við Luke Woodhouse eða Krysztof Ratajski í átta manna úrslitunum, á nýársdag, og gæti svo mögulega mætt Ryan Searle eða Jonny Clayton í undanúrslitum. Það er ekki fyrr en í úrslitum sem Littler gæti mögulega mætt nafna sínum Luke Humphries. Það verður svo að koma í ljós hver viðbrögð áhorfenda verða næst þegar Littler mætir á sviðið en þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn ýmsu vanur: „Ég býst við hinu versta á nýársdag, sama hverjum ég mæti. Það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Ég verð tilbúinn,“ sagði Littler. HM í pílukasti heldur áfram í dag með beinum útsendingum á Sýn Sport Viaplay klukkan 12:30 og 19. Pílukast Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira
Littler var greinilega undrandi á viðtökum áhorfenda í gær og virðist ekki lengur njóta sömu vinsælda í höllinni. Hann segir þó eðlilegt að fólk haldi frekar með þeim sem séu síður sigurstranglegir. Littler er nú í þeirri stöðu að vera sá besti í heimi og líklegur til að verja titilinn eftir að hafa orðið heimsmeistari í byrjun þessa árs, rétt áður en hann varð 18 ára. Littler hafði verið með mikið látbragð á sviðinu þegar hann náði góðum útskotum í leiknum í gær. „Og hvað?!“ mátti sjá hann kalla til áhorfenda og þegar leiknum lauk fór hann mikinn í viðtali við Sky Sports uppi á sviðinu. Luke Littler's response to those in Ally Pally booing him 👀 pic.twitter.com/QHszE1z4ua— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 29, 2025 „Mér er alveg sama. Virkilega alveg sama,“ sagði Luke Littler um baulið og sneri sér síðan að áhorfendum: „Þið borgið fyrir miðana og þið borgið fyrir verðlaunaféð mitt þannig að takk fyrir að púa á mig.“ Littler hafði róast þegar hann mætti svo á blaðamannafund eftir leikinn en þar var hann meðal annars spurður, í ljósi þess hve ótrúlega vel hann spilaði og það undir stöðugu bauli, hvað þyrfti eiginlega til þess að hann missti stjórn á sér á sviðinu: „Ég missti hana. Ég held að hún sé enn uppi á sviðinu,“ sagði Littler léttur í bragði. En hann var ánægður með hvernig hann tókst á við aðstæðurnar: „Fyrir tveimur árum held ég hreinlega að ég hefði byrjað að kasta líkt og með vinstri hönd. Svona hef ég nú þroskast mikið. Fólk gæti sagt að ég sé ekki þroskaður en reynið að setja ykkur í mín spor,“ sagði Littler. "I think I lost it"Luke Littler reacts after beating Rob Cross and overcoming crowd jeers to book a quarter-final spot at Alexandra Palace. 🎙️ pic.twitter.com/GNo9RSl8fJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 30, 2025 Hann á fyrir höndum leik við Luke Woodhouse eða Krysztof Ratajski í átta manna úrslitunum, á nýársdag, og gæti svo mögulega mætt Ryan Searle eða Jonny Clayton í undanúrslitum. Það er ekki fyrr en í úrslitum sem Littler gæti mögulega mætt nafna sínum Luke Humphries. Það verður svo að koma í ljós hver viðbrögð áhorfenda verða næst þegar Littler mætir á sviðið en þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn ýmsu vanur: „Ég býst við hinu versta á nýársdag, sama hverjum ég mæti. Það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Ég verð tilbúinn,“ sagði Littler. HM í pílukasti heldur áfram í dag með beinum útsendingum á Sýn Sport Viaplay klukkan 12:30 og 19.
Pílukast Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira