Er Miðflokkurinn hægriflokkur? Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2026 14:41 Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor eru ósammála um hvort Miðflokkurinn teljist hægriflokkur. Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. Athygli vakti fyrr í vikunni þegar Sigurður Kári Kristjánsson sagði Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn á landinu í samfélagsmiðlafærslu. Tilefnið var grein Heimildarinnar um sundung hægri manna á Íslandi þar sem haft er eftir Eiríki Bergmann prófessor í stjórnmálafræði að á Íslandi séu þrír hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn. Viðreisn ekki talin hægriflokkur Í 1.2. grein í lögum Miðflokksins segir að flokkurinn sé með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Það hefur þó ekki vafist fyrir kjörnum fulltrúum flokksins að vísa til hans sem hægriflokks, líkt og Sigríður Á. Andersen gerði til dæmis í hlaðvarpinu Þjóðmál í síðasta mánuði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur alla jafna leitast við að skilgreina flokkinn sem íhaldsflokk sem aðhyllist skynsemishyggju, síðast í Kryddsíld á gamlársdag. Hann hefur sjaldnast látið stöðu á pólitískum ás fylgja skilgreiningunni. Sigurður Kári og Ólafur Þ. Harðarson rökræddu stöðu Miðflokksins á Sprengisandi í morgun. Þeir eru sammála um að ekki sé unnt að skilgreina Viðreisn sem hægriflokk en ósammála um stöðu Miðflokksins. Ólafur segir að sé litið á stefnu og málflutning Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins séu þeir báðir til hægri. Hann vísar til stefnumála um minni ríkisútgjöld og lægri skatta. Til að nálgast vísbendingar um staðsetningu stjórnmálaflokka á pólitíska ásnum sé einnig hægt að líta á gjörðir flokkanna við stjórnvölinn. Það sé þó ekki hægt í tilviki Miðflokksins þar sem flokkurinn hefur aldrei setið í ríkisstjórn. Ef litið er á viðhorf kjósendanna sjálfra sé einnig ljóst að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi hægrisinnuðustu viðhorfin og kjósendur Miðflokksins séu ekki langt undan. Viðreisn sé þó langt undan í þeim efnum. „Kjósendur Viðreisnar eru rétt hægra megin við miðjuna þegar þeirra viðhorf eru skoðuð. Og Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, kjósendur þeirra eru á mjög svipuðum stað. Samfylkingin leitar til vinstri og svo litlu vinstri flokkarnir enn lengra til vinstri.“ Miðflokkur steli fylgi Sjalla sem eigi að sækja til hægri Sigurður Kári segist að undanförnu hafa orðið var við að skoðanasystkini hans tvístrist úr Sjálfstæðisflokknum, ýmist í Viðreisn, sem var stofnuð af fyrrverandi Sjálfstæðismönnum, eða í Miðflokkinn. Hann segir það koma honum spánskt fyrir sjónir, þar sem hann telur hvorugan flokkinn hægri flokk. „Ég er þarna að reyna að útskýra það að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn séu hægriflokkar. Þetta fólk eigi bara hreinlega ekki heima í þessum tveimur flokkum. Þess vegna sé betra að horfa eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann segir minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins skýrast af því að það skorti á tillögur sem endurspegli hægristefnu flokksins í efnahagsmálum. Þegar hann sat á þingi fyrir flokkinn hafi hann til að mynda talað fyrir því að leggja niður Ríkisútvarpið. „Ég myndi vilja sjá hérna tillögur um það að minnka efnahagsreikning ríkisins. Ég meina, af hverju er tryggingafélag hérna í eigu ríkisins? Af hverju á ríkið stóran hluta í Landsbankanum og fleiri viðskiptabönkum og ríkisreknum fyrirtækjum? Af hverju er ríkið að reka fjölmiðil? Af hverju koma ekki fram tillögur frá Sjálfstæðisflokknum í þessa veru?“ segir Sigurður. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að undanförnu misst flokksmenn, sem aðhyllast hægri hugmyndafræði, yfir til Miðflokksins vegna þess að valkostirnir séu ekki nægilega skýrir. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að færa sig lengra til hægri í þessum skilningi, sem skýr hægriflokkur sem berst fyrir atvinnulífinu, eflingu þess og verðmætasköpun og frelsi í landinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Athygli vakti fyrr í vikunni þegar Sigurður Kári Kristjánsson sagði Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn á landinu í samfélagsmiðlafærslu. Tilefnið var grein Heimildarinnar um sundung hægri manna á Íslandi þar sem haft er eftir Eiríki Bergmann prófessor í stjórnmálafræði að á Íslandi séu þrír hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn. Viðreisn ekki talin hægriflokkur Í 1.2. grein í lögum Miðflokksins segir að flokkurinn sé með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Það hefur þó ekki vafist fyrir kjörnum fulltrúum flokksins að vísa til hans sem hægriflokks, líkt og Sigríður Á. Andersen gerði til dæmis í hlaðvarpinu Þjóðmál í síðasta mánuði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur alla jafna leitast við að skilgreina flokkinn sem íhaldsflokk sem aðhyllist skynsemishyggju, síðast í Kryddsíld á gamlársdag. Hann hefur sjaldnast látið stöðu á pólitískum ás fylgja skilgreiningunni. Sigurður Kári og Ólafur Þ. Harðarson rökræddu stöðu Miðflokksins á Sprengisandi í morgun. Þeir eru sammála um að ekki sé unnt að skilgreina Viðreisn sem hægriflokk en ósammála um stöðu Miðflokksins. Ólafur segir að sé litið á stefnu og málflutning Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins séu þeir báðir til hægri. Hann vísar til stefnumála um minni ríkisútgjöld og lægri skatta. Til að nálgast vísbendingar um staðsetningu stjórnmálaflokka á pólitíska ásnum sé einnig hægt að líta á gjörðir flokkanna við stjórnvölinn. Það sé þó ekki hægt í tilviki Miðflokksins þar sem flokkurinn hefur aldrei setið í ríkisstjórn. Ef litið er á viðhorf kjósendanna sjálfra sé einnig ljóst að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi hægrisinnuðustu viðhorfin og kjósendur Miðflokksins séu ekki langt undan. Viðreisn sé þó langt undan í þeim efnum. „Kjósendur Viðreisnar eru rétt hægra megin við miðjuna þegar þeirra viðhorf eru skoðuð. Og Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, kjósendur þeirra eru á mjög svipuðum stað. Samfylkingin leitar til vinstri og svo litlu vinstri flokkarnir enn lengra til vinstri.“ Miðflokkur steli fylgi Sjalla sem eigi að sækja til hægri Sigurður Kári segist að undanförnu hafa orðið var við að skoðanasystkini hans tvístrist úr Sjálfstæðisflokknum, ýmist í Viðreisn, sem var stofnuð af fyrrverandi Sjálfstæðismönnum, eða í Miðflokkinn. Hann segir það koma honum spánskt fyrir sjónir, þar sem hann telur hvorugan flokkinn hægri flokk. „Ég er þarna að reyna að útskýra það að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn séu hægriflokkar. Þetta fólk eigi bara hreinlega ekki heima í þessum tveimur flokkum. Þess vegna sé betra að horfa eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann segir minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins skýrast af því að það skorti á tillögur sem endurspegli hægristefnu flokksins í efnahagsmálum. Þegar hann sat á þingi fyrir flokkinn hafi hann til að mynda talað fyrir því að leggja niður Ríkisútvarpið. „Ég myndi vilja sjá hérna tillögur um það að minnka efnahagsreikning ríkisins. Ég meina, af hverju er tryggingafélag hérna í eigu ríkisins? Af hverju á ríkið stóran hluta í Landsbankanum og fleiri viðskiptabönkum og ríkisreknum fyrirtækjum? Af hverju er ríkið að reka fjölmiðil? Af hverju koma ekki fram tillögur frá Sjálfstæðisflokknum í þessa veru?“ segir Sigurður. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að undanförnu misst flokksmenn, sem aðhyllast hægri hugmyndafræði, yfir til Miðflokksins vegna þess að valkostirnir séu ekki nægilega skýrir. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að færa sig lengra til hægri í þessum skilningi, sem skýr hægriflokkur sem berst fyrir atvinnulífinu, eflingu þess og verðmætasköpun og frelsi í landinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira