Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 11:47 Það var nóg að gera hjá áhöfninni á TF-GRÓ, þyrlu Landhelgisgæslunnar síðastliðinn sólarhring. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti alls fjórum útköllum á sunnudaginn, en það gerist sjaldan að sveitin sé kölluð svo oft til innan sama sólarhringsins. Þyrla sveitarinnar var send á vettvang í kjölfar umferðarslys, til að sækja slasaðan skipverja og í tvígang vegna veikinda. Landhelgisgæslan greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en þar segir að það gerist nokkrum sinnum á ári að þyrlusveitin sinni fjórum útköllum sama daginn. Fyrsta útkallið barst á fjórða tímanum, aðfararnótt sunnudags, eftir bílveltu á Svínadal í Dölum. Gró þyrla gæslunnar lenti á Kambsnesi, skammt sunnan við Búðardal, þar sem hún sótti tvo unga menn sem hafði verið ekið þangað til móts við þyrluna eftir slysið. Þeir voru báðir fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi, en sá þriðji sem var einnig í bílnum hafði verið keyrður til Reykjavíkur með sjúkrabíl. „Um leið og þyrlan lenti í Reykjavík, laust eftir klukkan fimm um morguninn, hófst undirbúningur fyrir næsta útkall. Skipstjóri íslensks fiskiskips, sem statt var um 75 sjómílur vestur af Garðskaga, hafði óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna skipverja um borð sem hafði slasast á hendi,“ segir um næsta verkefni í færslu Landhelgisgæslunnar. „Áhöfn þyrlunnar skipti því yfir í sjógalla og tók eldsneyti áður en tekið var á loft að nýju. Sigmaður þyrlunnar fór um borð í skipið og undirbjó manninn fyrir hífingu, sem gekk vel. Flogið var með hann á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið og flutti á Landspítalann.“ Það var svo síðdegis í gær og í gærkvöld sem þyrlusveitin var kölluð út í tvígang vegna bráðra veikinda á Snæfellsnesi. Fyrra útkallið barst á sjötta tímanum í gær og það síðara laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. „Í bæði skiptin flaug þyrlan að Vegamótum þar sem sjúkrabíll beið á planinu austan Vatnaleiðarvegar og var sjúklingunum komið undir læknishendur í Reykjavík.“ Landhelgisgæslan Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Landhelgisgæslan greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en þar segir að það gerist nokkrum sinnum á ári að þyrlusveitin sinni fjórum útköllum sama daginn. Fyrsta útkallið barst á fjórða tímanum, aðfararnótt sunnudags, eftir bílveltu á Svínadal í Dölum. Gró þyrla gæslunnar lenti á Kambsnesi, skammt sunnan við Búðardal, þar sem hún sótti tvo unga menn sem hafði verið ekið þangað til móts við þyrluna eftir slysið. Þeir voru báðir fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi, en sá þriðji sem var einnig í bílnum hafði verið keyrður til Reykjavíkur með sjúkrabíl. „Um leið og þyrlan lenti í Reykjavík, laust eftir klukkan fimm um morguninn, hófst undirbúningur fyrir næsta útkall. Skipstjóri íslensks fiskiskips, sem statt var um 75 sjómílur vestur af Garðskaga, hafði óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna skipverja um borð sem hafði slasast á hendi,“ segir um næsta verkefni í færslu Landhelgisgæslunnar. „Áhöfn þyrlunnar skipti því yfir í sjógalla og tók eldsneyti áður en tekið var á loft að nýju. Sigmaður þyrlunnar fór um borð í skipið og undirbjó manninn fyrir hífingu, sem gekk vel. Flogið var með hann á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið og flutti á Landspítalann.“ Það var svo síðdegis í gær og í gærkvöld sem þyrlusveitin var kölluð út í tvígang vegna bráðra veikinda á Snæfellsnesi. Fyrra útkallið barst á sjötta tímanum í gær og það síðara laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. „Í bæði skiptin flaug þyrlan að Vegamótum þar sem sjúkrabíll beið á planinu austan Vatnaleiðarvegar og var sjúklingunum komið undir læknishendur í Reykjavík.“
Landhelgisgæslan Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira