Innlent

Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Atvinnuvegaráðherra hefur boðað aðgerðir til að koma skikki á það sem hún lýsir sem gjaldskyldufrumskógi.

Í hádegisfréttum fjöllum við um fund sem var haldinn um þessi mál í morgun þar sem ráðherra lofaði úrbótum á gjaldskyldum bílastæðum.

Þá  fjöllum við áfram um málefni Grænlands og ásælni Bandaríkjanna í landið, sem er Dönum mikill þyrnir í augum. 

Að auki segjum við frá hækkandi meðaladri hjá heilbrigðisstarfsfólki hér á landi sem formaður Sjúkraliða segir áhyggjuefni.

Í sportinu verður farið yfir körfuboltann hér heima og rýnt í stórleik Arsenal og Liverpool í kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 8. janúar 2026



Fleiri fréttir

Sjá meira


×