Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2026 18:24 Danny Welbeck skoraði afar laglegt mark gegn sínu gamla liði í dag. Getty/Robbie Jay Barratt Darren Fletcher horfði upp á lið sitt Manchester United tapa 2-1 fyrir Brighton í kvöld, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta, í öðrum leik sínum sem bráðabirgðastjóri United. Óljóst er hvað tekur við í stjóramálum United en líklegast þykir að Ole Gunnar Solskjær eða Michael Carrick taki við til bráðabirgða út tímabilið, og verði þá líklega við stjórnvölinn í grannaslagnum gegn Manchester City um næstu helgi. Ljóst er hins vegar að veik von United um titil á þessari leiktíð fauk endanlega út um gluggann með tapinu í dag. Liðið er ekki í neinni Evrópukeppni, féll snemma út úr deildabikarnum og er heilum sautján stigum frá toppi úrvalsdeildarinnar. Brighton var 1-0 yfir í hálfleik í dag með marki frá Brajan Gruda og Danny Welbeck tvöfaldaði forskotið um miðjan seinni hálfleik, með laglegu skoti af vítateigslínu gegn sínu gamla félagi. Benjamin Sesko gaf United von undir lokin með skallamarki, eftir hornspyrnu Bruno Fernandes, en það dugði skammt. Ekki bætti úr skák að hinn ungi Shea Lacey fékk tvö gul spjöld og þar með rautt, svo United lék manni færra á síðustu mínútunum. Brighton verður hins vegar í hattinum þegar dregið verður í 4. umferð bikarsins á morgun. Enski boltinn Brighton & Hove Albion Manchester United
Darren Fletcher horfði upp á lið sitt Manchester United tapa 2-1 fyrir Brighton í kvöld, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta, í öðrum leik sínum sem bráðabirgðastjóri United. Óljóst er hvað tekur við í stjóramálum United en líklegast þykir að Ole Gunnar Solskjær eða Michael Carrick taki við til bráðabirgða út tímabilið, og verði þá líklega við stjórnvölinn í grannaslagnum gegn Manchester City um næstu helgi. Ljóst er hins vegar að veik von United um titil á þessari leiktíð fauk endanlega út um gluggann með tapinu í dag. Liðið er ekki í neinni Evrópukeppni, féll snemma út úr deildabikarnum og er heilum sautján stigum frá toppi úrvalsdeildarinnar. Brighton var 1-0 yfir í hálfleik í dag með marki frá Brajan Gruda og Danny Welbeck tvöfaldaði forskotið um miðjan seinni hálfleik, með laglegu skoti af vítateigslínu gegn sínu gamla félagi. Benjamin Sesko gaf United von undir lokin með skallamarki, eftir hornspyrnu Bruno Fernandes, en það dugði skammt. Ekki bætti úr skák að hinn ungi Shea Lacey fékk tvö gul spjöld og þar með rautt, svo United lék manni færra á síðustu mínútunum. Brighton verður hins vegar í hattinum þegar dregið verður í 4. umferð bikarsins á morgun.