Innlent

Bein út­sending: Ráðherraskipti á ríkis­ráðs­fundi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Á myndina vantar Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Á myndina vantar Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm

Ríkisráðsfundur var haldinn á Bessastöðum í dag. Þar samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, breytingar í ráðherrahópi ríkisstjórnar Kristrúnar Forstadóttur.

Fundurinn hófst klukkan þrjú. Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Sýnar, var á staðnum og ræddi við ráðherrana sem lögðu leið sína á fundinn. Lesa má hvernig fundinum vatt fram í vaktinni hér fyrir neðan.

Fyrir þremur dögum tilkynnti Guðmundur Ingi Kristinsson að hann myndi segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Guðmundur gekkst undir hjartaskurðaðgerð fyrir áramót. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur tekið við embætti Guðmundar og hefur Ragnar Þór Ingólfsson tekið við embætti Ingu sem félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Að fundi loknum fóru fram lyklaskipti í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×