Innlent

Sögu­legur fundur um fram­tíð Græn­lands

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna auk varaforseta Bandaríkjanna funduðu í Washington í dag um framtíð Grænlands. Fundinum lauk síðdegis og í kvöldfréttum verður farið yfir allt það helsta. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem fólk hefur mótmælt hótunum Bandaríkjamanna við bandaríska sendiráðið.

Við fjöllum einnig um ólgu í skólasamfélaginu en kennarar hafa gagnrýnt nýjan menntamálaráðherra fyrir rangfærslur. Ráðherra fundaði með fulltrúum kennara í dag.

Þá hittum við fyrrverandi ráðherrann Guðna Ágústsson og barnabarn hans en þeir hafa skráð sig saman í nám og hlakka til að takast saman á við lærdóminn.

Við kíkjum auk þess á áhugaverða sýningu í Las Vegas þar sem allt það nýjasta úr heimi tækni og vísinda var til sýnis. Þar sjáum við meðal annars þvottavélmenni og gervigreindarhund. 

Í Sportpakkanum verðum við í Svíþjóð þar sem styttist óðum í fyrsta leik okkar á EM í handbolta og í Íslandi í dag hittum við tónlistarkonuna Dagmar sem missti pabba sín ung að aldri og nýtir sorgina til sköpunar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×