Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2026 10:35 Ólafur Ragnar Grímsson í pontu á Hrinborði norðurslóða. Hann segist ekki átta sig á áhuga Bandaríkjastjórnar á að eignast Grænland. Vísir/Vilhelm Vestræn samvinna og heimsskipanin sjálf yrði fyrir gífurlegum áhrifum ef Bandaríkjamenn tækju Grænland með hervaldi, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta. Hann gerir lítið úr mögulegri ógn af Kína og Rússlandi á norðurslóðum í viðtali við bandarískan fjölmiðil. Grænland er í hringiðu heimsmálanna vegna ítrekaðra hótana Bandaríkjastjórnar um að hún ætli sér að slá eign sinni á eyjuna sem er hluti af Danaveldi. Fulltrúar danskra stjórnvalda funduðu með bandarískum ráðamönnum til þess að reyna að lægja öldurnar í Washington-borg í gær. Danir og bandamenn þeirra segjast ætla að senda herlið til Grænlands á næstunni. Ólafur Ragnar sagði í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í gær að það væri auðvitað mögulegt að Bandaríkjastjórn gripi til valdbeitingar í ljósi aflmunar og fámennis á Grænlandi. „En spurningin er, hvað ætla þau að gera með það, fyrir utan að setja bandaríska fánann þar og eignast svæðið,“ sagði forsetinn sem er stjórnarformaður Hringborðs norðurslóða, stærstu ráðstefnu um norðurslóðamál í heimi. Þá væri ekki búið að taka tillit til pólitískra áhrifa þess ef Bandaríkjmenn beittu bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu slíku ofríki. „Afleiðingarnar væru af stærðargráðu sem við höfum ekki séð svo lengi sem elstu menn muna,“ sagði Ólafur Ragnar. Engin ógn af Rússlandi og Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars vísað til þess að Kínverjar eða Rússar gætu reynt að taka yfir Grænland ef Bandaríkin gerðu það ekki. Ólafur Ragnar gerði lítið úr þessum áhyggjum bandaríska forsetans. „Eins og stendur er engin bein, skýr, augljós ógn frá Rússlandi og Kína á norðurheimskautinu,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem hefur meðal annars ausið lofið á Xi Jinping, forseta Kína, á undanförnum árum. Áhrif Kínverja á norðurslóðum væru mest innan rússneskrar lögsögu þar sem þeir hefðu stundað námavinnslu og jarðefnaeldsneytisvinnslu. Ekkert í vegi aukinnar viðveru Bandaríkjamanna á Grænlandi nú þegar Ráðlagði Ólafur Ragnar Bandaríkjamönnum að líta frekar inn á við en að reyna að sölsa undir sig Grænland. „Ef þið viljið aukna viðveru á norðurslóðum byrjið þá heima hjá ykkur,“ sagði fyrrverandi forsetinn og benti á að norðurslóðasvæði Bandaríkjanna væri stærri en Texas-ríki en þar væri til dæmis engin stór höfn. Sagðist hann heldur ekki sjá hverju Bandaríkin væru bætt með því að slá eign sinni á Grænland þar sem þau nytu nú þegar aðgangs að eyjunni og hefðu gert um áratugaskeið. „Það eru engar hindranir fyrir aukinni viðveru Bandaríkjanna í öryggismálum eða viðskiptum á Grænlandi eins og er. Þar sem við höfum ekki heyrt neinar frekari skýringar á þessari þrá er mjög erfitt að skilja um hvað hún snýst í reynd.“ Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Grænland Forseti Íslands Utanríkismál Bandaríkin Donald Trump NATO Danmörk Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Grænland er í hringiðu heimsmálanna vegna ítrekaðra hótana Bandaríkjastjórnar um að hún ætli sér að slá eign sinni á eyjuna sem er hluti af Danaveldi. Fulltrúar danskra stjórnvalda funduðu með bandarískum ráðamönnum til þess að reyna að lægja öldurnar í Washington-borg í gær. Danir og bandamenn þeirra segjast ætla að senda herlið til Grænlands á næstunni. Ólafur Ragnar sagði í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í gær að það væri auðvitað mögulegt að Bandaríkjastjórn gripi til valdbeitingar í ljósi aflmunar og fámennis á Grænlandi. „En spurningin er, hvað ætla þau að gera með það, fyrir utan að setja bandaríska fánann þar og eignast svæðið,“ sagði forsetinn sem er stjórnarformaður Hringborðs norðurslóða, stærstu ráðstefnu um norðurslóðamál í heimi. Þá væri ekki búið að taka tillit til pólitískra áhrifa þess ef Bandaríkjmenn beittu bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu slíku ofríki. „Afleiðingarnar væru af stærðargráðu sem við höfum ekki séð svo lengi sem elstu menn muna,“ sagði Ólafur Ragnar. Engin ógn af Rússlandi og Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars vísað til þess að Kínverjar eða Rússar gætu reynt að taka yfir Grænland ef Bandaríkin gerðu það ekki. Ólafur Ragnar gerði lítið úr þessum áhyggjum bandaríska forsetans. „Eins og stendur er engin bein, skýr, augljós ógn frá Rússlandi og Kína á norðurheimskautinu,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem hefur meðal annars ausið lofið á Xi Jinping, forseta Kína, á undanförnum árum. Áhrif Kínverja á norðurslóðum væru mest innan rússneskrar lögsögu þar sem þeir hefðu stundað námavinnslu og jarðefnaeldsneytisvinnslu. Ekkert í vegi aukinnar viðveru Bandaríkjamanna á Grænlandi nú þegar Ráðlagði Ólafur Ragnar Bandaríkjamönnum að líta frekar inn á við en að reyna að sölsa undir sig Grænland. „Ef þið viljið aukna viðveru á norðurslóðum byrjið þá heima hjá ykkur,“ sagði fyrrverandi forsetinn og benti á að norðurslóðasvæði Bandaríkjanna væri stærri en Texas-ríki en þar væri til dæmis engin stór höfn. Sagðist hann heldur ekki sjá hverju Bandaríkin væru bætt með því að slá eign sinni á Grænland þar sem þau nytu nú þegar aðgangs að eyjunni og hefðu gert um áratugaskeið. „Það eru engar hindranir fyrir aukinni viðveru Bandaríkjanna í öryggismálum eða viðskiptum á Grænlandi eins og er. Þar sem við höfum ekki heyrt neinar frekari skýringar á þessari þrá er mjög erfitt að skilja um hvað hún snýst í reynd.“
Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Grænland Forseti Íslands Utanríkismál Bandaríkin Donald Trump NATO Danmörk Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent