Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2026 17:02 Vinicius Jr. var allt annað en sáttur við að vera margoft tekinn af velli í leikjum Real Madrid undir stjórn Xabi Alonso. Getty/Guille Martinez Brotthvarf Xabi Alonso sem þjálfara spænska stórliðsins Real Madrid hefur breytt stöðunni varðandi hugsanlega endurnýjun samnings Brasilíumannsins Vinícius Júnior en Alonso var talinn ein helsta hindrunin í vegi fyrir nýjum samningi. Núverandi samningur stjörnuframherjans Vinícius við Madrid rennur út í júní 2027 og hafa samningaviðræður verið í biðstöðu síðan í maí síðastliðnum. Alonso yfirgaf félagið á mánudag og Álvaro Arbeloa tók við af honum eftir margra mánaða óróa sem náði hámarki með tapi Madrid gegn Barcelona í úrslitaleik spænska ofurbikarsins um síðustu helgi. Heimildarfólk ESPN segir að möguleikinn á endurnýjun hafi verið talinn „enginn“ ef Alonso hefði haldið áfram sem þjálfari. Nýi þjálfarinn Arbeloa hefur hrósað Vinícius og fagnað vilja hans til að spila – á meðan aðrir lykilmenn voru hvíldir – í tapi í Konungsbikarnum gegn Albacete á miðvikudag. Hins vegar, þrátt fyrir brotthvarf Alonso, er önnur veruleg hindrun í vegi fyrir nýjum samningi. Munurinn á launapakkanum sem Brasilíumaðurinn krefst og því sem félagið er tilbúið að bjóða er enn talinn umtalsverður. Vinícius þénar nú um sautján milljónir evra (2,5 milljarða króna) á ári. Heimildir sögðu ESPN að á síðustu fundum sem haldnir voru í maí 2025 hafi Madrid boðið leikmanninum tuttugu milljónir evra. Samningaviðræður stöðvuðust eftir það, þar sem Vinícius krafðist tíu milljóna evra til viðbótar í bónusgreiðslur til að undirrita samninginn. ESPN hefur áður greint frá því að þeir sem standa Vinícius nærri hafi talið að samningaviðræður myndu ekki hefjast aftur fyrr en eftir HM 2026 í sumar, sem þýddi að hann færi inn á síðasta ár núverandi samnings síns. Hins vegar hefur brotthvarf Xabi Alonso breytt stöðunni, að sögn heimildarmanna, og er nú búist við því að LaLiga-félagið muni reyna að hefja viðræður að nýju. Vinícius var óumdeildur byrjunarliðsmaður hjá forvera Alonso, Carlo Ancelotti, en samband hans við Alonso var stirt strax í upphafi stjórnartíðar hans síðasta sumar. Vinícius spilaði 33 leiki undir stjórn Alonso en kláraði aðeins níu, og í fjórum þeirra kom hann inn á sem varamaður. Eftir að þjálfarinn var rekinn var Vinícius einn af fáum leikmönnum í hópnum sem ekki birti kveðjuskilaboð á samfélagsmiðlum. Framherjinn hefur annars átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili, með sex mörk og sjö stoðsendingar fyrir félagið sitt. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Núverandi samningur stjörnuframherjans Vinícius við Madrid rennur út í júní 2027 og hafa samningaviðræður verið í biðstöðu síðan í maí síðastliðnum. Alonso yfirgaf félagið á mánudag og Álvaro Arbeloa tók við af honum eftir margra mánaða óróa sem náði hámarki með tapi Madrid gegn Barcelona í úrslitaleik spænska ofurbikarsins um síðustu helgi. Heimildarfólk ESPN segir að möguleikinn á endurnýjun hafi verið talinn „enginn“ ef Alonso hefði haldið áfram sem þjálfari. Nýi þjálfarinn Arbeloa hefur hrósað Vinícius og fagnað vilja hans til að spila – á meðan aðrir lykilmenn voru hvíldir – í tapi í Konungsbikarnum gegn Albacete á miðvikudag. Hins vegar, þrátt fyrir brotthvarf Alonso, er önnur veruleg hindrun í vegi fyrir nýjum samningi. Munurinn á launapakkanum sem Brasilíumaðurinn krefst og því sem félagið er tilbúið að bjóða er enn talinn umtalsverður. Vinícius þénar nú um sautján milljónir evra (2,5 milljarða króna) á ári. Heimildir sögðu ESPN að á síðustu fundum sem haldnir voru í maí 2025 hafi Madrid boðið leikmanninum tuttugu milljónir evra. Samningaviðræður stöðvuðust eftir það, þar sem Vinícius krafðist tíu milljóna evra til viðbótar í bónusgreiðslur til að undirrita samninginn. ESPN hefur áður greint frá því að þeir sem standa Vinícius nærri hafi talið að samningaviðræður myndu ekki hefjast aftur fyrr en eftir HM 2026 í sumar, sem þýddi að hann færi inn á síðasta ár núverandi samnings síns. Hins vegar hefur brotthvarf Xabi Alonso breytt stöðunni, að sögn heimildarmanna, og er nú búist við því að LaLiga-félagið muni reyna að hefja viðræður að nýju. Vinícius var óumdeildur byrjunarliðsmaður hjá forvera Alonso, Carlo Ancelotti, en samband hans við Alonso var stirt strax í upphafi stjórnartíðar hans síðasta sumar. Vinícius spilaði 33 leiki undir stjórn Alonso en kláraði aðeins níu, og í fjórum þeirra kom hann inn á sem varamaður. Eftir að þjálfarinn var rekinn var Vinícius einn af fáum leikmönnum í hópnum sem ekki birti kveðjuskilaboð á samfélagsmiðlum. Framherjinn hefur annars átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili, með sex mörk og sjö stoðsendingar fyrir félagið sitt.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira