Innlent

Fjórir slást um oddvitasæti Við­reisnar

Agnar Már Másson skrifar
Þessi fjögur sækjast eftir oddvitasætinu,
Þessi fjögur sækjast eftir oddvitasætinu, Samsett Mynd

Fjórir gefa kost á sér í oddvitasæti Viðreinsar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri.

Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Róbert Ragnarsson og Signý Sigurðardóttir bjóða sig öll fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í höfuðborginni, samkvæmt tilkynningu frá Viðreisn.

Aðalsteinn Leifsson er aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra úr röðum Viðreisnar, en auk þess er hann varaþingmaður Viðreisnar. Hann var einnig stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins eftir efnahagshrunið.

Björg Magnúsdóttir er fyrrverandi fjölmiðla kona og kemur úr fremur óvæntri átt þar sem hún var fyrrum aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarstjóra úr Framsóknarflokki.

Róbert Ragnarsson er sérfræðingur í stjórnsýslu en fyrrum var hann bæjarstjóri Grindavíkur þar til hann flutti til Reykjavíkur 2016. Um svipað leyti gekk hann til liðs við Viðreisn.

Signý Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstöðumaður flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Hún greindi frá framboði sínu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×