Sport

Bein út­sending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vignir Vatnar Stefánsson, skákmeistari.
Vignir Vatnar Stefánsson, skákmeistari. Vísir/Sigurjón

Lokamót Le Kock mótaraðarinnar í hraðskák fer fram í dag. Þar munu tólf skákmenn tefla í ellefu umferðir þar sem allir mæta öllum en sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu.

Skákmennirnir sem unnu sér rétt til að tefla á lokamótinu gerðu það eftir átta móta seríu sem fór fram á veitingastaðnum Le Kock. Að loknum áðurnefndum ellefu umferðum munu fjórir efstu skákmennirnir vinna sér sæti í undanúrslitum og tefla um sæti í úrslitunum.

Í undanúrslitum er teflt tveggja skáka einvígi og svo bráðabanaskák verðir jafnt að leik loknum, sama fyrirkomulag í úrslitum.

Mótið hefst klukkan 15:00 og eru það Chess After Dark sem sjá um lýsingu frá því.

Skákmennirnir tólf sem hafa unnið sér rétt til þess að tefla á lokamótinu eru eftirfarandi (í réttri röð miðað við lokasæti á mótaröðinni):

  1. Vignir Vatnar Stefánsson.
  2. Helgi Áss Grétarsson.
  3. Björn Þorfinnsson
  4. Dagur Ragnarsson
  5. Örn Leó Jóhannsson
  6. Bragi Þorfinnsson
  7. Ingvar Wu Skarphéðinsson
  8. Sigurbjörn J. Björnsson
  9. Róbert Lagerman
  10. Hilmir Freyr Heimisson
  11. Stefán Steingrímur Bergsson
  12. Gauti Páll Jónsson

 Mótið er haldið í samvinnu við VignirVatnar.is, Le Kock, Innnes og Ölvisholts og fer fram á Exeter hotel. Þá verður hægt að fylgjast með því á Le Kock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×