Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2026 14:30 Englandsmeistararnir eru efstir af ensku liðunum í peningadeild Deloitte. getty Manchester United hefur aldrei verið lægra á listanum í peningadeild Deloitte og í fyrsta sinn í 29 ára sögu listans er Liverpool ofar rauðu djöflunum. Fjármálafyrirtækið Deloitte heldur úti svokallaðri „peningadeild“ í fótboltanum, sem er árlegur listi yfir tekjuhæstu félög síðasta tímabils (2024-25 að þessu sinni). Manchester United er það félag sem hefur oftast verið í efsta sæti en það gerðist síðast árið 2017 og United er fallið niður í áttunda sæti listans, sem kom út í gær. Tekjur Manchester United skertust verulega vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðasta tímabili og búast má við svipuðum tölum á næsta ári því United er ekki í neinni Evrópukeppni þetta árið. Þá er liðið líka fallið úr báðum bikarkeppnunum og mun því aðeins spila tuttugu heimaleiki á öllu tímabilinu, sem drýgir leikdagstekjur verulega. „Ef þú horfir tíu eða fimmtán ár aftur í tímann þá var Manchester United fyrirmynd allra annarra félaga. Þeir voru félagið sem allir aðrir miðuðu sig við en ég held að það sé ekki staðan lengur“ sagði Tim Bridge, forsvarsmaður Deloitte, við Sky Sports. The Athletic útbjó lista þar sem tekjunum er skipt í flokka; Leikdags- sjónvarps- og auglýsingatekjur. The Athletic Hærri toppar en enski boltinn trónir heilt yfir Real Madrid, Barcelona, Bayern Munchen og PSG skipa efstu fjögur sæti listans en þau fóru öll langt í Meistaradeildinni og á HM félagsliða á síðasta tímabili. Liverpool er svo í fimmta sæti, með Manchester City, Arsenal, Manchester United, Tottenham og Chelsea í sætunum fyrir neðan. Stærstu liðin á Spáni, í Þýskalandi og í Frakklandi eru því að þéna meira en stærstu liðin á Englandi, en samanlagt eru ensku liðin að þéna langmest því þau eiga níu fulltrúa á tuttugu liða listanum. Ensku félögin munu síðan vera með hærri sjónvarpstekjur á næsta lista því nýr samningur um sýningarrétt tók gildi á þessu tímabili. Ekki gefið að félögin græði Þessi listi frá Deloitte tekur bara fyrir tekjuöflun liðanna en háar tekjur setja ekki samasemmerki við mikinn gróða. Þvert á móti þá voru fjögur af efstu tíu liðum listans rekin með tapi á síðasta tímabili. Svo er líka hægt að blása tekjutölurnar vel upp, eins og Barcelona gerði á síðasta tímabili með því að selja VIP ársmiða sem gilda næstu þrjátíu árin. Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Deloitte heldur úti svokallaðri „peningadeild“ í fótboltanum, sem er árlegur listi yfir tekjuhæstu félög síðasta tímabils (2024-25 að þessu sinni). Manchester United er það félag sem hefur oftast verið í efsta sæti en það gerðist síðast árið 2017 og United er fallið niður í áttunda sæti listans, sem kom út í gær. Tekjur Manchester United skertust verulega vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðasta tímabili og búast má við svipuðum tölum á næsta ári því United er ekki í neinni Evrópukeppni þetta árið. Þá er liðið líka fallið úr báðum bikarkeppnunum og mun því aðeins spila tuttugu heimaleiki á öllu tímabilinu, sem drýgir leikdagstekjur verulega. „Ef þú horfir tíu eða fimmtán ár aftur í tímann þá var Manchester United fyrirmynd allra annarra félaga. Þeir voru félagið sem allir aðrir miðuðu sig við en ég held að það sé ekki staðan lengur“ sagði Tim Bridge, forsvarsmaður Deloitte, við Sky Sports. The Athletic útbjó lista þar sem tekjunum er skipt í flokka; Leikdags- sjónvarps- og auglýsingatekjur. The Athletic Hærri toppar en enski boltinn trónir heilt yfir Real Madrid, Barcelona, Bayern Munchen og PSG skipa efstu fjögur sæti listans en þau fóru öll langt í Meistaradeildinni og á HM félagsliða á síðasta tímabili. Liverpool er svo í fimmta sæti, með Manchester City, Arsenal, Manchester United, Tottenham og Chelsea í sætunum fyrir neðan. Stærstu liðin á Spáni, í Þýskalandi og í Frakklandi eru því að þéna meira en stærstu liðin á Englandi, en samanlagt eru ensku liðin að þéna langmest því þau eiga níu fulltrúa á tuttugu liða listanum. Ensku félögin munu síðan vera með hærri sjónvarpstekjur á næsta lista því nýr samningur um sýningarrétt tók gildi á þessu tímabili. Ekki gefið að félögin græði Þessi listi frá Deloitte tekur bara fyrir tekjuöflun liðanna en háar tekjur setja ekki samasemmerki við mikinn gróða. Þvert á móti þá voru fjögur af efstu tíu liðum listans rekin með tapi á síðasta tímabili. Svo er líka hægt að blása tekjutölurnar vel upp, eins og Barcelona gerði á síðasta tímabili með því að selja VIP ársmiða sem gilda næstu þrjátíu árin.
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu