Erlent

Sex særðir eftir hnífaárás á mót­mælum í Antwerpen

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mótmælin voru til stuðnings Kúrdum í norðurhluta Sýrlands, þar sem bardagasveitir þeirra hafa barist við stjórnarherinn.
Mótmælin voru til stuðnings Kúrdum í norðurhluta Sýrlands, þar sem bardagasveitir þeirra hafa barist við stjórnarherinn. Getty/Michael Nguyen

Sex særðust, þar af tveir alvarlega, í hnífaárás á mótmælum í Antwerpen í Belgíu í gærkvöldi. Lögregla handtók tvo einstaklinga í tengslum við árásina en segir ekki um hryðjuverk að ræða.

Svo virðist sem árásarmennirnir hafi farið um og stungið fólk af handahófi. Fjórir fundust særðir á svokölluðu Óperutorgi og tveir aðrir skammt frá. Unnið er að því að fara yfir efni úr öryggismyndavélum til að útiloka að árásarmennirnir hafi verið fleiri.

Um var að ræða móttmæli Kúrda og voru fjölskyldur viðstaddar; menn, konur og börn. Að sögn vitna létu árásarmennirnir til skarar skríða þegar mótmælunum var að ljúka.

Lögregla hefur hvatt fólk til að halda sig frá vettvangi, þar sem rannsókn stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×