Erlent

Funda um frið í skugga ban­vænna á­rása næturinnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Russia Ukraine War A resident leaves her home in a damaged building following a Russian drone attack in Kharkiv, Ukraine, Saturday, Jan. 24, 2026. (AP Photo/Andrii Marienko)
Russia Ukraine War A resident leaves her home in a damaged building following a Russian drone attack in Kharkiv, Ukraine, Saturday, Jan. 24, 2026. (AP Photo/Andrii Marienko)

Einn er látinn og að minnsta kosti 23 eru særðir eftir umfangsmiklar flugskeyta- og drónaárásir Rússa á Karkív og Kænugarð sem stóðu fram á morgun en borgirnar eru þær tvær stærstu í Úkraínu.

Úkraínumenn glíma þá við víðtækt rafmagns- vatns- og hitaveituleysi eftir árásir Rússa á innviði í Úkraínu.

Dagur tvö í fyrstu þríhliða friðarviðræðum frá upphafi innrásar Rússa er nú runninn upp. Samningamenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og Rússlandi reyna að ná saman um frið á fundum sínum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og það gera þeir í skugga árása næturinnar.

Rússar halda því til streitu í viðræðunum að þeir verði að hafa yfirráð yfir Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu.

Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, greindi frá því á samfélagsmiðlum snemma í morgun að eldur hafi kviknað í nokkrum byggingum sem urðu fyrir braki úr drónum.

Slökkviliðsmaður að störfum í Kænugarði en eldur kviknaði í nokkrum byggingum út frá braki árásardrónanna frá Rússum.AP/Andrii Marienko

Sagði hann árásirnar koma í miðri versnandi orkukreppu og það um miðjan vetur. Staðan sé afar þung í höfuðborginni þar sem margir hafi verið án hita og rafmagns nú í langan tíma.


Tengdar fréttir

Selenskí undir miklum þrýstingi

Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa.

Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna

„Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×