Sport

Sló eitt elsta heims­metið í frjálsum í­þróttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josh Hoey náði frábæru 800 metra hlaupi i Boston í dag.
Josh Hoey náði frábæru 800 metra hlaupi i Boston í dag. Getty/Cameron Spencer

Bandaríkjamaðurinn Josh Hoey sem sló heimsmet Wilsons Kipketers í dag.

Wilson Kipketer hafði verið heimsmethafinn í 800 metra hlaupi innanhúss í heil 28 ár.

Hinn 26 ára gamli Hoey sló þetta næstu því þriggja áratuga gamla met þegar hann hljóp vegalengdina á einni mínútu og 42,50 sekúndum á fyrsta móti tímabilsins í World Athletics Indoor Tour Gold en mótið fór fram í Boston.

Heimsmet Kipketers var frá heimsmeistaramótinu innanhúss árið 1997 en Hoey bætti það um 0,17 sekúndur.

Wilson Kipketer átti einnig áður heimsmetið í 800 metra hlaupi utanhúss – þar sem hlaupabrautin er 400 metrar og því tvöfalt lengri en innanhúss – en það var slegið árið 2012 af David Rudisha.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×