Handbolti

„Eru ekki öll lið bananahýði?“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki Már léttur, ljúfur og kátur fyrir æfingu í gær.
Bjarki Már léttur, ljúfur og kátur fyrir æfingu í gær. vísir/vilhelm

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson var í banastuði fyrir æfingu landsliðsins í Malmö í gær en baðst reyndar afsökunar á húfunni. Þetta var einn af þessum erfiðu hárdögum.

„Stemningin var mjög góð hjá okkur um leið og við vöknuðum. Við vorum eðlilega hátt uppi eftir leikinn en svo þegar maður loksins að sofna vaknaði maður með bros á vör,“ sagði Bjarki kátur en hann átti frábæran leik gegn Svíþjóð og spilaði allan leikinn.

Klippa: Bjarki bjartsýnn fyrir leikinn gegn Sviss

Strákarnir gera sér grein fyrir því að það þýðir ekkert að vanmeta Sviss sem margir kalla bananahýði. Ef þú passar þig ekki þá geturðu dottið.

„Eru ekki öll lið bananahýði? Þetta er bara gott lið með góða leikmenn. Það hefur aldrei gengið vel hjá okkur að fara of góðir með okkur inn í leikina. Við tökum þá mjög alvarlega og ætlum að undirbúa okkur vel. Þetta er bara úrslitaleikur.“

Það var sami tónn í Bjarka og öðrum leikmönnum liðsins að fókusinn væri í lagi og orkustigið líka það sama og gegn Svíum.

„Nú er það trixið. Þetta vantaði gegn Króatíu en kom gegn Svíum. Baráttan og samheldnin. Það er undir okkur komið að halda þessu út mótið. Við gerum eitthvað gott trix til að ná því fram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×