Innlent

Elds­voði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar drápust í brunanum. Við verðum í beinni frá Reykjanesbæ í kvöldfréttum og ræðum við slökkviliðsstjóra.

Tilkynningum um barnaníð fjölgaði umtalsvert á síðasta ári. Við ræðum við yfirmann kynferðisbrotadeildar sem segir óvenjumörg stór mál hafa komið upp á síðustu mánuðum.

Þá sjáum við myndir frá Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem mikil reiði ríkir eftir að mótmælandi var skotinn til bana.

Við hittum einnig Bjarna Benediktsson, nýjan framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og heyrum í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem á eflaust eftir að mæta honum við samningaborðið. Hún segir ráðninguna hafa komið verulega á óvart.

Deilur í Beckham-fjölskyldunni hafa vakið heimsathygli. Við fáum botn í málið og ræðum við sérfræðing í fjölskyldutengslum sem segir að fólk sé í auknum mæli að útskúfa fjölskyldumeðlimum.

Auk þess hittum við einn öflugasta plokkara landsins, kíkjum í Réttarholtsskóla þar sem sannkallað handboltaæði ríkir og förum yfir stöðu mála í Malmö en strákarnir okkar geta stigið stórt skref í átt að undanúrslitum á morgun.

Í Íslandi í dag hittum við fjármálaráðgjafa sem segir foreldrum að hætta að tuða yfir skorti á kennslu í fjármálalæsi og taka málin í eigin hendur.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×