Óbilandi trú á eigin ágæti Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. janúar 2026 07:02 Timothee Chalamet leikur borðtenniskappann Marty Mauser í kvikmyndinni Marty Supreme og þykir líklegur til að hreppa Óskarinn fyrir frammistöðu sína. Bólugrafinn og renglulegur með samvaxnar augabrúnir og hormottu, hrokafullur, hraðlyginn og hvatvís, kjaftfor, sjálfumglaður og ódrepandi við að ná markmiði sínu: að verða sá besti í heimi, sama hvað það kostar. Þannig mætti lýsa Marty Mauser, skósala og Bandaríkjameistara í borðtennis, sem er leikinn af ungstirninu Timothee Chalamet í íþróttamyndinni Marty Supreme. Leikstjóri myndarinnar er Josh Safdie en hann skrifar handritið með Ronald Bronstein sem er einnig framleiðandi og klippari. Þeir hófu að þróa myndina eftir að Safdie fékk að gjöf ævisögu borðtennisspilarans Marty Reisman, The Money Player, en myndin er lauslega innblásin af lífi hans. Fyrir utan aðalstjörnuna Chalamet þá leika Gwyneth Paltrow, Odessa A'zion, Kevin O'Leary, Tyler „the Creator“ Okonma, Abel Ferrara, Fran Drescher, Luke Manley og Emory Cohen í myndinni. New York-búinn Marty Mauser (Chalamet) vinnur í skóbúð frænda síns og heldur við Rachel (A‘zion) sem er ástfangin af Marty en gift þursinum Ira (Cohen). Marty hefur lítið álit á bæði skósölunni og stelpunni enda með hugann við stærri hluti. Marty er ríkjandi Bandaríkjameistari í borðtennis og ætlar sér að verða besti borðtenniskappi í heimi. Fyrsta skrefið er að vinna breska meistaramótið í Lundúnum. Þar kynnist hann útbrunnu leikkonunni Kay Stone (Paltrow) sem er gift milljónarmæringnum Milton Rockwell (O‘Leary) og flækir þau inn í líf sitt. Eftir mótið snýr Marty aftur heim til New York og kemst að því að hann er í stórri skuld hjá borðtennissambandinu og hefur gert Rachel ólétta. Við tekur spennuþrungin atburðarás þar sem Marty beitir öllum brögðum til að safna pening upp í skuldina, fær þar hjálp frá vini sínum, leigubílstjóranum Wally (Okonma), Rachel og ýmissa annarra, meðvitað sem ómeðvitað. Marty Supreme var frumsýnd hérlendis 22. janúar og ég kíkti í Laugarásbíó með bróður og vini þann 25. síðastliðinn. Íkarus gefst aldrei upp Marty Supreme er fyrsta myndin sem Josh Safdie leikstýrir einn síns liðs í sautján ár. Sú síðasta var leikstjórnarfrumraun hans, The Pleasure of Being Robbed frá 2008. Í millitíðinni leikstýrði hann fimm myndum með bróður sínum, Benny Safdie og sköpuðu þeir sér nafn sem mest spennandi tvíeyki Hollywood. Fyrstu þrjár myndir þeirra, Daddy Longlegs (2009), Lenny Cooke (2013) og Heaven Can Wait (2014), vöktu athygli á kvikmyndahátíðum en þeir slógu fyrst almennilega í gegn með bankaránsmyndinni Good Time (2017) með Robert Pattinson í aðalhlutverki. Robert Pattinson í Good Time og Adam Sandler í Uncut Gems. Henni fylgdu þeir eftir með glæpatryllinum Uncut Gems (2019) með Adam Sandler, þar sem bræðurnir færðu linnulausan hasar Good Time yfir í heim skartgripabrasks veðmálasvindla. Bræðurnir voru heitustu bitarnir í bransanum en ákváðu skyndilega að slíta samstarfinu. Ástæðan var ekki ljós en nú er talið að uppákoma á tökustað Good Time hafi splundrað samstarfinu. Þar reyndist leikkona, sem átti að leika vændiskonu í kynlífssenu, vera sautján ára stúlka sem kom í ljós að senunni lokinni. Bræðurnir fóru hvor í sína áttina til að hefja sólóferla sína. Samt voru þeir áfram í takt; ákváðu báðir að gera myndir sem eiga sér stað í heimi íþrótta. Benny leikstýrði íþróttadramanu The Smashing Machine sem fjallaði um nokkur ár í lífi MMA-glímukappans Mark Kerr í kringum aldamótin. Sú mynd lofaði góðu með Dwayne Johnson í óvenjulegum ham en endaði sem hrein og klár vonbrigði. Sjá einnig: Slappur smassborgari Josh sneri sér að borðtennisheiminum í Marty Supreme sem gerist í byrjun sjötta áratugarins þegar borðtennis var enn lítið sport í Bandaríkjunum. Borðtennisíþróttin kemur töluvert við sögu, er hluti af lykilsenum og hápunkti myndarinnar en er þó í raun og veru aukaatriði. Aðalatriðið er Marty Mauser og óbilandi trú hans á honum sjálfum og draumi hans um að verða besti borðtennisspilari heims. Trúin er svo mikil að hugmyndin um að mistakast er honum fjarstæðukennd. Marty er borðtennisútgáfan af Íkarusi, maður sem blindast af eigin metnaði og þarf því að þola reiði guðanna. Hver er sá besti? Hver er sá besti? Það er hann... Stjarna myndarinnar er Timothee Chalamet sem býr til karakter sem er í senn gjörsamlega óþolandi og ótrúlega sjarmerandi. Þrátt fyrir allt ruglið, svikin og óheiðarleikann er maður alltaf með honum í liði. Þrátt fyrir alla hæfileikana, kænskuna og snillina gerir Marty sér aldrei grein fyrir því hvað hann skemmir mikið fyrir sér sjálfum. Marty Mauser er stórkostlegur sölumaður en dreymir um merkari hluti.Getty Leikaravalið á Timothee Chalamet felur í sér frumspekilegan (e. metaphysical) leik því Timmy er Hollywood-útgáfan af Marty Mauser. Chalamet vill verða bestur og stærstur, eins og sést í hlutverkunum sem hann velur sér og sást í þakkarræðu hans á SAG-verðlaununum í fyrra þar sem hann sagðist vera „í leit að mikilfengleikarnum.“ Safdie-bræðurnir lögðu mikið upp úr því í fyrri myndum sínum að ráða óreynda leikara í hlutverk til að fanga meiri „raunveruleika“. Hugmyndin er að glæpon sé betri glæpon en leikarinn. Þetta sést í ýmsum aukapersónum Marty Supreme. Þar á meðal ríkisbubbanum Rockwell sem er leikinn af kanadíska viðskiptamanninum Kevin O'Leary. Hann er þekktastur fyrir veru sína í raunveruleikaþáttunum Shark Tank og skilar sínu ágætlega - góður að leika ríkan skíthæl. Paltrow leikur Kay Stone, Hollywood-stjörnu sem hefur fallið í gleymskunnar dá. Gwyneth Paltrow er virkilega fín sem leikkonan Kay Stone sem, líkt og Paltrow sjálf, er komin yfir hæðina og hefur valið þægindi fram yfir ferilinn. Paltrow myndar góða kemistríu með Chalamet og fangar vel hina skömmustulegu og hálfbeygluðu Stone. Heilt yfir fannst mér leikhópurinn góður, Odessa A'zion gefur þunnri Rachel Mizler ágætis vídd og svo eru nokkrir frábærir aukaleikarar: Tyler the Creator sem leigubílstjórinn Wally og Abel Ferrara sem leikur skemmtilega skrúfu. Meðvitað tímamisræmi og mögnuð myndataka Marty Supreme gerist árið 1952 í New York-borg og á ferðalögum Marty um heiminn, í Lundúnum, Tókýó og á ýmsum öðrum stöðum. Staðarvalið er einkar gott auk þess sem leikmynd og búningar gera að verkum að sjötti áratugurinn lifnar algjörlega við. Hins vegar er brotið rækilega upp á samfellu þessa heims með því að láta tónlist frá níunda áratugnum óma gegnum hana alla. Kvikmyndatónlist Daniel Lopatin einkennist af draumkenndum, glansandi synþum og hröðum takti auk þess sem myndin er uppfull af 80s-slögurum: „Forever Young“ með Alphaville og bæði „Change“ og „Everybody Wants to Rule the World“ með Tears For Fears. Marty Supreme gerist árið 1952 í New York-borg.Getty Períódumynd með tónlist frá allt öðru tímabili hljómar bjánalega en passar samt fullkomlega við söguhetjuna – Marty er kannski staddur árið 1952 en hann er í takt við framtíðina. Tónlistarnotkunin er afbragð en einna best á lykilpunkti myndarinnar þegar „This Is What You Want... This is What You Get...“ úr „The Order of Death“ með Public Image dynur á áhorfendum. Tónlist, klipping og myndataka magna upp ákafan hraða myndarinnar og tökumaðurinn Darius Khondji fer áreynslulaust úr þröngum skotum í víðari, leikur sér með að draga áhorfendur inn og búa til hreyfingu. Marty Supreme er náttúrulegt framhald af Good Time og Uncut Gems: spennuþrungið ævintýri um andhetju sem þeysist gengum steinsteypufrumskóg, sekur sífellt dýpra í fen vanhugsaðra ákvarðana en neitar að gefast upp. Marty Supreme er epísk saga um mann sem er þjakaður af draumi sínum um að verða bestur. Uncut Gems magnaði upp kvíðvænlegan hasar með óþægilegum kringumstæðum, hávaðasömum persónum og miklum atgangi. Saga Marty Supreme er á mun stærri skala með dýpri persónusköpun en Safdie gerir líka vel í að fínstilla stressið og velja réttu augnablikin til að skrúfa upp hitann. Ef kvarta á yfir einhverju þá er það hugsanlega að Safdie er ekki alveg nógu grimmur í að skera niður efnið. Myndin er tæpur tveir og hálfur klukkutími að lengd sem er töluvert fyrir mynd sem er frekar hefðbundin í byggingu. Ýmsar útúrdúrar og krúsídúllur (sem eru mjög skemmtileg) spila sinn þátt í því. Hápunktur myndarinnar er í senn týpískur og óvæntur, allavega átti ég von á öðru niðurlagi, en í kjölfarið lendir okkar maður á ókunnugum stað (og sitt sýnist hverjum um það). Niðurstaða Marty Supreme er án efa ein af myndum ársins (og síðasta árs erlendis) og mér þykir líklegt að hún festi sig í sessi sem klassík þegar fram líða stundir. Chalamet er frábær sem andhetjan Marty Mauser, sem er í senn óþolandi gerpi og sjarmerandi sigurvegari en auk hans er leikhópurinn býsna sterkur. Sjötti áratugurinn lifnar við með frábærri leikmyndahönnun, búningum og staðarvali. Ákvörðunin um að láta tónlist níunda áratugarins óma gegnum myndina er virkilega snjöll og passar söguhetjunni vel. Myndataka og klipping hjálpa til við að magna upp spennu á leið Marty upp á toppinn. Íkarus flýgur of nálægt sólinni en gefst ekki, flýgur aftur og aftur af stað á ný. Í hverju tapi liggja sóknarfæri og engin niðurlæging er of mikil. Raunverulegur sigur fæst þegar maður uppgötvar að það eru ákveðnir hlutir sem eru miklu stærri og meiri en að verða sá besti. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Fjölskyldufaðir sem missir vinnuna hjá pappírsfyrirtæki eftir áratuga starfsferil grípur til blóðugra örþrifaráða. Ungur drengur lendir í félagsskap satanísks gengis sem ráfar um uppvakningahrjáð England. Mennirnir tveir glíma við ólíka djöfla en lenda báðir í kröppum dansi. 23. janúar 2026 07:01 Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. 6. janúar 2026 07:00 Úr öskunni í eldinn James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. 19. desember 2025 07:02 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Óbilandi trú á eigin ágæti Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Rasistar í sumarbústað Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Þannig mætti lýsa Marty Mauser, skósala og Bandaríkjameistara í borðtennis, sem er leikinn af ungstirninu Timothee Chalamet í íþróttamyndinni Marty Supreme. Leikstjóri myndarinnar er Josh Safdie en hann skrifar handritið með Ronald Bronstein sem er einnig framleiðandi og klippari. Þeir hófu að þróa myndina eftir að Safdie fékk að gjöf ævisögu borðtennisspilarans Marty Reisman, The Money Player, en myndin er lauslega innblásin af lífi hans. Fyrir utan aðalstjörnuna Chalamet þá leika Gwyneth Paltrow, Odessa A'zion, Kevin O'Leary, Tyler „the Creator“ Okonma, Abel Ferrara, Fran Drescher, Luke Manley og Emory Cohen í myndinni. New York-búinn Marty Mauser (Chalamet) vinnur í skóbúð frænda síns og heldur við Rachel (A‘zion) sem er ástfangin af Marty en gift þursinum Ira (Cohen). Marty hefur lítið álit á bæði skósölunni og stelpunni enda með hugann við stærri hluti. Marty er ríkjandi Bandaríkjameistari í borðtennis og ætlar sér að verða besti borðtenniskappi í heimi. Fyrsta skrefið er að vinna breska meistaramótið í Lundúnum. Þar kynnist hann útbrunnu leikkonunni Kay Stone (Paltrow) sem er gift milljónarmæringnum Milton Rockwell (O‘Leary) og flækir þau inn í líf sitt. Eftir mótið snýr Marty aftur heim til New York og kemst að því að hann er í stórri skuld hjá borðtennissambandinu og hefur gert Rachel ólétta. Við tekur spennuþrungin atburðarás þar sem Marty beitir öllum brögðum til að safna pening upp í skuldina, fær þar hjálp frá vini sínum, leigubílstjóranum Wally (Okonma), Rachel og ýmissa annarra, meðvitað sem ómeðvitað. Marty Supreme var frumsýnd hérlendis 22. janúar og ég kíkti í Laugarásbíó með bróður og vini þann 25. síðastliðinn. Íkarus gefst aldrei upp Marty Supreme er fyrsta myndin sem Josh Safdie leikstýrir einn síns liðs í sautján ár. Sú síðasta var leikstjórnarfrumraun hans, The Pleasure of Being Robbed frá 2008. Í millitíðinni leikstýrði hann fimm myndum með bróður sínum, Benny Safdie og sköpuðu þeir sér nafn sem mest spennandi tvíeyki Hollywood. Fyrstu þrjár myndir þeirra, Daddy Longlegs (2009), Lenny Cooke (2013) og Heaven Can Wait (2014), vöktu athygli á kvikmyndahátíðum en þeir slógu fyrst almennilega í gegn með bankaránsmyndinni Good Time (2017) með Robert Pattinson í aðalhlutverki. Robert Pattinson í Good Time og Adam Sandler í Uncut Gems. Henni fylgdu þeir eftir með glæpatryllinum Uncut Gems (2019) með Adam Sandler, þar sem bræðurnir færðu linnulausan hasar Good Time yfir í heim skartgripabrasks veðmálasvindla. Bræðurnir voru heitustu bitarnir í bransanum en ákváðu skyndilega að slíta samstarfinu. Ástæðan var ekki ljós en nú er talið að uppákoma á tökustað Good Time hafi splundrað samstarfinu. Þar reyndist leikkona, sem átti að leika vændiskonu í kynlífssenu, vera sautján ára stúlka sem kom í ljós að senunni lokinni. Bræðurnir fóru hvor í sína áttina til að hefja sólóferla sína. Samt voru þeir áfram í takt; ákváðu báðir að gera myndir sem eiga sér stað í heimi íþrótta. Benny leikstýrði íþróttadramanu The Smashing Machine sem fjallaði um nokkur ár í lífi MMA-glímukappans Mark Kerr í kringum aldamótin. Sú mynd lofaði góðu með Dwayne Johnson í óvenjulegum ham en endaði sem hrein og klár vonbrigði. Sjá einnig: Slappur smassborgari Josh sneri sér að borðtennisheiminum í Marty Supreme sem gerist í byrjun sjötta áratugarins þegar borðtennis var enn lítið sport í Bandaríkjunum. Borðtennisíþróttin kemur töluvert við sögu, er hluti af lykilsenum og hápunkti myndarinnar en er þó í raun og veru aukaatriði. Aðalatriðið er Marty Mauser og óbilandi trú hans á honum sjálfum og draumi hans um að verða besti borðtennisspilari heims. Trúin er svo mikil að hugmyndin um að mistakast er honum fjarstæðukennd. Marty er borðtennisútgáfan af Íkarusi, maður sem blindast af eigin metnaði og þarf því að þola reiði guðanna. Hver er sá besti? Hver er sá besti? Það er hann... Stjarna myndarinnar er Timothee Chalamet sem býr til karakter sem er í senn gjörsamlega óþolandi og ótrúlega sjarmerandi. Þrátt fyrir allt ruglið, svikin og óheiðarleikann er maður alltaf með honum í liði. Þrátt fyrir alla hæfileikana, kænskuna og snillina gerir Marty sér aldrei grein fyrir því hvað hann skemmir mikið fyrir sér sjálfum. Marty Mauser er stórkostlegur sölumaður en dreymir um merkari hluti.Getty Leikaravalið á Timothee Chalamet felur í sér frumspekilegan (e. metaphysical) leik því Timmy er Hollywood-útgáfan af Marty Mauser. Chalamet vill verða bestur og stærstur, eins og sést í hlutverkunum sem hann velur sér og sást í þakkarræðu hans á SAG-verðlaununum í fyrra þar sem hann sagðist vera „í leit að mikilfengleikarnum.“ Safdie-bræðurnir lögðu mikið upp úr því í fyrri myndum sínum að ráða óreynda leikara í hlutverk til að fanga meiri „raunveruleika“. Hugmyndin er að glæpon sé betri glæpon en leikarinn. Þetta sést í ýmsum aukapersónum Marty Supreme. Þar á meðal ríkisbubbanum Rockwell sem er leikinn af kanadíska viðskiptamanninum Kevin O'Leary. Hann er þekktastur fyrir veru sína í raunveruleikaþáttunum Shark Tank og skilar sínu ágætlega - góður að leika ríkan skíthæl. Paltrow leikur Kay Stone, Hollywood-stjörnu sem hefur fallið í gleymskunnar dá. Gwyneth Paltrow er virkilega fín sem leikkonan Kay Stone sem, líkt og Paltrow sjálf, er komin yfir hæðina og hefur valið þægindi fram yfir ferilinn. Paltrow myndar góða kemistríu með Chalamet og fangar vel hina skömmustulegu og hálfbeygluðu Stone. Heilt yfir fannst mér leikhópurinn góður, Odessa A'zion gefur þunnri Rachel Mizler ágætis vídd og svo eru nokkrir frábærir aukaleikarar: Tyler the Creator sem leigubílstjórinn Wally og Abel Ferrara sem leikur skemmtilega skrúfu. Meðvitað tímamisræmi og mögnuð myndataka Marty Supreme gerist árið 1952 í New York-borg og á ferðalögum Marty um heiminn, í Lundúnum, Tókýó og á ýmsum öðrum stöðum. Staðarvalið er einkar gott auk þess sem leikmynd og búningar gera að verkum að sjötti áratugurinn lifnar algjörlega við. Hins vegar er brotið rækilega upp á samfellu þessa heims með því að láta tónlist frá níunda áratugnum óma gegnum hana alla. Kvikmyndatónlist Daniel Lopatin einkennist af draumkenndum, glansandi synþum og hröðum takti auk þess sem myndin er uppfull af 80s-slögurum: „Forever Young“ með Alphaville og bæði „Change“ og „Everybody Wants to Rule the World“ með Tears For Fears. Marty Supreme gerist árið 1952 í New York-borg.Getty Períódumynd með tónlist frá allt öðru tímabili hljómar bjánalega en passar samt fullkomlega við söguhetjuna – Marty er kannski staddur árið 1952 en hann er í takt við framtíðina. Tónlistarnotkunin er afbragð en einna best á lykilpunkti myndarinnar þegar „This Is What You Want... This is What You Get...“ úr „The Order of Death“ með Public Image dynur á áhorfendum. Tónlist, klipping og myndataka magna upp ákafan hraða myndarinnar og tökumaðurinn Darius Khondji fer áreynslulaust úr þröngum skotum í víðari, leikur sér með að draga áhorfendur inn og búa til hreyfingu. Marty Supreme er náttúrulegt framhald af Good Time og Uncut Gems: spennuþrungið ævintýri um andhetju sem þeysist gengum steinsteypufrumskóg, sekur sífellt dýpra í fen vanhugsaðra ákvarðana en neitar að gefast upp. Marty Supreme er epísk saga um mann sem er þjakaður af draumi sínum um að verða bestur. Uncut Gems magnaði upp kvíðvænlegan hasar með óþægilegum kringumstæðum, hávaðasömum persónum og miklum atgangi. Saga Marty Supreme er á mun stærri skala með dýpri persónusköpun en Safdie gerir líka vel í að fínstilla stressið og velja réttu augnablikin til að skrúfa upp hitann. Ef kvarta á yfir einhverju þá er það hugsanlega að Safdie er ekki alveg nógu grimmur í að skera niður efnið. Myndin er tæpur tveir og hálfur klukkutími að lengd sem er töluvert fyrir mynd sem er frekar hefðbundin í byggingu. Ýmsar útúrdúrar og krúsídúllur (sem eru mjög skemmtileg) spila sinn þátt í því. Hápunktur myndarinnar er í senn týpískur og óvæntur, allavega átti ég von á öðru niðurlagi, en í kjölfarið lendir okkar maður á ókunnugum stað (og sitt sýnist hverjum um það). Niðurstaða Marty Supreme er án efa ein af myndum ársins (og síðasta árs erlendis) og mér þykir líklegt að hún festi sig í sessi sem klassík þegar fram líða stundir. Chalamet er frábær sem andhetjan Marty Mauser, sem er í senn óþolandi gerpi og sjarmerandi sigurvegari en auk hans er leikhópurinn býsna sterkur. Sjötti áratugurinn lifnar við með frábærri leikmyndahönnun, búningum og staðarvali. Ákvörðunin um að láta tónlist níunda áratugarins óma gegnum myndina er virkilega snjöll og passar söguhetjunni vel. Myndataka og klipping hjálpa til við að magna upp spennu á leið Marty upp á toppinn. Íkarus flýgur of nálægt sólinni en gefst ekki, flýgur aftur og aftur af stað á ný. Í hverju tapi liggja sóknarfæri og engin niðurlæging er of mikil. Raunverulegur sigur fæst þegar maður uppgötvar að það eru ákveðnir hlutir sem eru miklu stærri og meiri en að verða sá besti.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Fjölskyldufaðir sem missir vinnuna hjá pappírsfyrirtæki eftir áratuga starfsferil grípur til blóðugra örþrifaráða. Ungur drengur lendir í félagsskap satanísks gengis sem ráfar um uppvakningahrjáð England. Mennirnir tveir glíma við ólíka djöfla en lenda báðir í kröppum dansi. 23. janúar 2026 07:01 Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. 6. janúar 2026 07:00 Úr öskunni í eldinn James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. 19. desember 2025 07:02 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Óbilandi trú á eigin ágæti Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Rasistar í sumarbústað Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Fjölskyldufaðir sem missir vinnuna hjá pappírsfyrirtæki eftir áratuga starfsferil grípur til blóðugra örþrifaráða. Ungur drengur lendir í félagsskap satanísks gengis sem ráfar um uppvakningahrjáð England. Mennirnir tveir glíma við ólíka djöfla en lenda báðir í kröppum dansi. 23. janúar 2026 07:01
Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. 6. janúar 2026 07:00
Úr öskunni í eldinn James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. 19. desember 2025 07:02