Sport

Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hring­borðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einn besti handboltamaður sögunnar, Ólafur Stefánsson, sest við hringborðið í Big Ben í kvöld.
Einn besti handboltamaður sögunnar, Ólafur Stefánsson, sest við hringborðið í Big Ben í kvöld. vísir/vilhelm

Góðir gestir mæta í Big Ben í kvöld, þeir Ólafur Stefánsson og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi.

Guðmundur Benediktsson, Hjálmar Örn Jóhannesson og Kjartan Henry Finnbogason verða á sínum stað við hringborðið og ræða málin við þá Óla og Sveppa.

Gera má ráð fyrir því að Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu og framganga þeirra á EM verði talsvert til umræðu. Óli hefur fylgst grannt með mótinu en hann er einn sérfræðinga EM-stofunnar á RÚV.

Annars verður komið víða við í þætti kvöldsins enda af nægu að taka í heimi íþróttanna þessa dagana.

Big Ben hefst klukkan 22:10 á Sýn Sport í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×