Handbolti

EM í dag: EHF ekki í neinu upp­á­haldi hjá Degi Sig og öðrum Ís­lendingum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll á hinu glæsilega Fan Zone í Herning.
Henry Birgir og Valur Páll á hinu glæsilega Fan Zone í Herning. vísir/vilhelm

Eftir mikinn ferðadag er EM í dag komið til Herning. Bæjarins sem allir Íslendingar vildu vera í núna.

Þökk sé glæpsamlegu skipulagi EHF verða aftur á móti aðeins örfáir Íslendingar á leiknum gegn Dönum á morgun. Það er í raun skammarlegt hvernig er staðið að þessu.

Hér í Herning fóru strákarnir einnig á blaðamannafund Þýskalands og Króatíu þar sem Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króatíu, stal senunni með eldræðu sinni.

Það var því ansi margt að fara yfir og það var gert á stórkostlegu Fan Zone í Jyske Ban Boxen. Sorglegt að Íslendingar fái ekki að njóta þess um helgina.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag 29. janúar 2026: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×