Aldrei upplifað aðra eins óvissu
Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í því ástandi hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma.