Stórbæta réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi
Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri en síðustu mánaðarmót. Félags-og húsnæðismálaráðherra segir að fólk sem hafi verið fast í fátæktargildru fái flestar krónur í umslagið.