Kristófer Ingi Kristinsson: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“
Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga Kristinssonar, leikmanns Breiðabliks, yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Lífsreynslan opnaði augu hans og nú er Kristófer mættur aftur inn á völlinn og það með miklu látum en hann skoraði dramatískt jöfnunarmark Breiðabliks í uppbótartíma í 3-3 jafntefli gegn KR í 5.umferð Bestu deildarinnar á dögunum. Í þessu viðtali fer Kristófer yfir erfiðleika síðustu mánaða, hvernig þeir breyttu lífssýn hans og hversu nálægt hann var því að sjá knattspyrnuferilinn hverfa fyrir augum sér.