Íslendingar létust í bílslysi í Suður-Afríku
Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Íslenskur karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. Um er að ræða einstaklinga sem eru skyldir og voru á ferðalagi í landinu.