Fjölmiðlamenn á meðal látinna í loftárás Ísraela
Fimm fjölmiðlamenn sem störfuðu fyrir miðla á borð við Reuters og Al Jazeera voru í hópi tuttugu sem létust í loftárás Ísraela við Nassar spítalann á suðurhluta Gaza í morgun. Um tvær sprengingar var að ræða og náðist sú seinni á myndband.