Bestu mörkin gagnrýna Þrótt og þjálfarann Óla Kristjáns
Þróttur fór stórkostlega af stað í Bestu deild kvenna en hefur dregist verulega aftur úr toppbaráttunni. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, er gagnrýndur af sérfræðingum Bestu markanna fyrir að bregðast ekki nógu vel við þeim aðstæðum sem komu upp.