Vopnahlé þurfi að leiða til langvarandi friðar
Vlaldimír Pútín, Rússlandsforseti, segir að vopnahlé í Úkraínu þurfi að leiða til langvarandi friðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans með Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands í dag. Pútín hafnaði tillögu sem Úkraínumenn höfðu samþykkt um þrjátíu daga vopnahlé og sagði að slíkt myndi veita þeim færi á að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita.