Langþreyttir íbúar á landsbyggðinni
Pólitíkina vantar skilning á mikilvægi góðra samgönguinnviða, sem séu æðakerfi landsins, að sögn umferðaröryggissérfræðings. Umferðaröryggi og ástand samgönguinnviða voru til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar var meðal annars rætt um langþreytu íbúa á landsbyggðinni á vanefndum loforðum, bikblæðingum og holóttum vegum. Gestirnir voru sammála um að til að ráða bót á vandanum þurfi meira fjármagn, og vilja pólitíkunnar til að veita fjármagninu í þetta verkefni.