Leita fulltingis forseta til að fá upplýsingar um veiðigjöld Þingmenn stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum við upphaf þingfundar í dag, til þess að freista þess að fá forseta þingsins til að aðstoða þá við að kría nákvæmari upplýsingar um veiðigjaldafrumvarpið út úr ríkisstjórninni. Innlent 23. júní 2025 16:24
Fimm staðreyndir fyrir Gunnþór Ingvason Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Skoðun 23. júní 2025 16:00
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. Innlent 23. júní 2025 13:41
Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga. Innlent 23. júní 2025 12:46
Þingkonur hlutu blessun Leós páfa Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona Flokks fólksins hlutu blessun Leós fjórtánda páfa í Páfagarði í dag. Lífið 21. júní 2025 13:30
Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. Innlent 21. júní 2025 11:14
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. Innlent 20. júní 2025 22:02
„Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það heilaga skyldu þingflokksins að standa gegn „dellumálum“ eins og veiðigjaldafrumvarpinu. Hann muni gera það í allt sumar ef þörf er á. Innlent 20. júní 2025 13:08
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. Innlent 20. júní 2025 11:26
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Viðskipti innlent 20. júní 2025 11:20
Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Skoðun 20. júní 2025 08:02
Gerir ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir mánaðamót Forseti Alþingis gerir ráð fyrir að þingstörfum ljúki fyrir mánaðarmót. Hún segir þó stefna í langa umræðu um veiðigjöldin sem verði afgreidd fyrir sumarhlé Innlent 19. júní 2025 12:59
Blaður 35 Þegar líður að lokum Alþingi á hverju ári, að hausti og vori, fer fyrir því eins og aðalpersónunni í Umskiptunum eftir Franz Kafka. Það verða s.s. alger umskipti á Alþingi og starfsemi þess. Að minnsta kosti þeim hluta sem við sjáum í útsendingum þess og í fréttatímum fjölmiðla. Að sumu leyti umbreytist Alþingi á þessum tíma yfir í einskonar sandkassa, þar sem gusurnar ganga á víxl. Skoðun 19. júní 2025 12:30
Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Innlent 18. júní 2025 20:03
Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Frá löggjafarsamkundunni við Austurvöll berast þær fregnir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps atvinnuvegaráðherra um að afnema þær breytingar, sem gerðar voru á búvörulögum í fyrravor. Skoðun 18. júní 2025 14:30
Þingmenn stjórnarandstöðu sagðir barnalegir Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól. Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttir 18. júní 2025 13:24
Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Snorri Másson Miðflokki velti fyrir sér þeirri hefð sem myndast hefur í þingsal, þegar heyrist „Heyr, heyr!“ Hann taldi það misvísandi, þar lægi fiskur undir steini. Innlent 18. júní 2025 11:24
Þjórsárver ekki þess virði? Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli. Skoðun 17. júní 2025 14:02
Tíu staðreyndir um íslenskt samfélag Á þjóðhátíðardaginn er viðeigandi að við sameinumst um þá ágætu hugmynd okkar að vera Íslendingar. Til þess að svo megi verða, er ábyrgð okkar stjórnmálamanna mikil. Skoðun 17. júní 2025 10:02
Þorbjörg Sigríður biður Ingibjörgu Isaksen afsökunar Í dagskrárliðinum Fundarstjórn forseta á þinginu nú rétt í þessu bað Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra Ingibjörgu Isaksen þingflokksformann Framsóknarflokks afsökunar á orðum sínum. Innlent 16. júní 2025 15:17
Sóun á Alþingi Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. Skoðun 16. júní 2025 14:02
Hvorki bókun 35 né veiðigjöld á dagskrá í dag Formenn þingflokka náðu samkomulagi í gær um að hafa hvorki bókun 35 né frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á þingfundi sem fram fer í dag. Innlent 16. júní 2025 08:29
Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. Innlent 15. júní 2025 23:03
„Stjórnlaus“ ríkistjórnin beiti rökum úr verkfærakistu Trumps Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp. Innlent 15. júní 2025 16:50
Hver er í raun í fýlu? Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Skoðun 15. júní 2025 16:00
Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. Innlent 15. júní 2025 15:36
Handhafar sannleikans og hið gagnslausa væl Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Skoðun 15. júní 2025 14:03
Flokkarnir sem raunverulega öttu viðkvæmum hópum saman og þeir sem þrífa upp eftir þá Nýtt örorkulífeyriskerfi á að taka gildi 1. september næstkomandi. Um er að ræða kerfi sem varð að lögum fyrir um ári síðan, þegar báðir gömlu valdaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sátu í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum, sem eru ekki lengur á meðal þingflokka eftir að hafa verið hafnað af kjósendum. Skoðun 15. júní 2025 09:02
Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Innlent 15. júní 2025 08:08
Fékk hláturskast í ræðustól Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins sprakk úr hlátri í ræðupúlti Alþingis á tíunda tímanum í kvöld og í kjölfarið brutust hlátrasköll út í þingsal. Umræður standa yfir um bókun 35. Innlent 14. júní 2025 22:33