Mikilvægir viðskiptavinir Sex ára gömul vinkona mín hóf skólagöngu sína á dögunum. Hún var ansi roggin með sig og þóttu þetta stór tímamót. Það þótti líka ýmsum fyrirtækjum úti í bæ, sem sáu sér leik á borði og hófu að senda barninu alls kyns glaðning í tilefni áfangans. Litla skólastelpan fékk dýrindis pennaveski frá ónefndum banka sem að sjálfsögðu var merkt bankanum í bak og fyrir. Bakþankar 14. september 2007 00:01
Þjóð í rugli Sumir vinir mínir eru stundum í tómu rugli, eins og það er kallað. Þeim líður illa, missa fótana og hrynja íða. Maður heyrir af þeim á þrautagöngunni, sem oftar en ekki endar með meðferð. Bakþankar 13. september 2007 00:01
Sökudólgar miðbæjarvandans Fáir hrekkir eru fyndnari í fertugsafmælum en að sýna hallærislega myndaseríu af afmælisbarninu frá æskuárum. Á þeim sjást ómótstæðilegar hárgreiðslur og glæsilegir herðapúðar að ógleymdri sífelldri sígarettu á milli fingra. Við vorum ekkert smá töff í menntó og strompreyktum við öll tækifæri. Bakþankar 12. september 2007 00:01
Litaður þvottur Persónur sem hafa öðlast annað líf í tölvuveröldinni Second Life eru orðnar um níu og hálf milljón. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessa handanheims gengur leikurinn út á það að venjulegt fólk af holdi og blóði getur búið sér til veru eftir eigin höfði og stýrt lífi hennar í tölvunni. Bakþankar 11. september 2007 00:01
Ég er frjálsborinn Íslendingur Í vísindaskáldsögum og kvikmyndum er það alþekkt þema að vélmenni með margfalda mannlega krafta snúast gegn skapara sínum, mannkyninu - og enginn nema Bruce Willis getur bjargað framtíð okkar á jörðu. Bakþankar 10. september 2007 05:30
Billjónsdagbók 9.9.2007 OMXI15 var 8.278,50, þegar ég sá í Mogganum að topparnir hjá Þeirrabanka voru með 797 milljónir hvor í árstekjur í fyrra, og Nasdaq var 2.605,95 þegar ég hafði sagt „sjö hundruð..." og rúnnstykki með kavíar sat fast í kverkunum á mér. Ég var helblár þegar Elzbieta heyrði loks í mér hryglurnar og æddi inn með skelfingarsvip. Bakþankar 9. september 2007 00:01
Gaur Maður mér nákominn, sem er búsettur erlendis, hefur verið að dunda við það undanfarin ár að endurnýja kynni sín af íslensku, en tungumálið talaði hann sem krakki. Þetta hefur gengið með afbrigðum vel, svo að nú talar hann hið ástkæra ylhýra með miklum glæsibrag. Bakþankar 8. september 2007 00:01
Mitt framlag Mér er stundum legið á hálsi fyrir að sjá ekki heildarmyndina. Og það réttilega. Gefum okkur að ég kæmist í tæri við óskabrunn. Áður en ég myndi eftir vágestum á borð við örbirgð, sjúkdóma og styrjaldir væri ég líklega búinn að sólunda óskunum í eitthvað fáfengilegt á borð við að fólk hætti að kalla kjúkling kjúlla eða að plebbadrykkjum á borð við Pepsi Max yrði útrýmt. Bakþankar 7. september 2007 00:01
Ný frík Ég var í heita pottinum með huggulegri konu um daginn. Ég gat ekki haft augun af henni, ekki vegna þess að hún var svo hugguleg, heldur af því að á hökunni var hún með stóran og loðinn fæðingarblett. Ég skipaði sjálfum mér í huganum að hætta að stara, en það þýddi ekkert. Um leið og færi gafst glápti ég á hökuna jafn dáleiddur og kanína í bílljósum. Bakþankar 6. september 2007 00:01
Jag och min kändis Ég var að bíða eftir flugi frá Gotlandi þegar ég kom auga á hann. Fyrst horfði ég bara og velti því fyrir mér hvort þetta væri örugglega hann. Ég lét augun hvarfla yfir á aðra farþega og leit svo aftur á hann. Jú, í samanburði við hina var þetta Nikolaj Lie Kaas, fyrsti leikarinn til að fá þrenn Bodil-verðlaun fyrir þrítugt og lék m.a. í Idioterne. Bakþankar 5. september 2007 00:01
Ómerkingar Haft er fyrir satt að áreiðanlegt merki um að stjórnmálaafl sé komið á villigötur sé þegar listafólk fer að láta mjög að sér kveða innan þess. Líkast til byggist þessi skoðun á þeirri trú fólks að listamenn séu ekki alveg í takt við raunveruleikann. Þeir séu hálf vafasamt fólk sem ekki þekki raunverulega atvinnuvegi landsins og því stórvarasamir í umræðu um stjórnmál og framkvæmdir. Bakþankar 4. september 2007 00:01
Rammigaldur í Borgarnesi Hundrað áhorfendur sem margir eru komnir langan veg sitja undir súð á háaloftinu í gömlu húsi. Kvöldskemmtunin sem fólkið bíður eftir er sú að maður birtist og segir þeim sögu. Söguna kunna flestir gestanna fyrir, hafa lesið hana í skóla eða að eigin frumkvæði. Bakþankar 3. september 2007 06:00
Góðir stakkfirðingar Örnefni eru vandmeðfarin því fólk tekur við þau ástfóstri, eins og dæmin sanna. Ekki er langt síðan lá við borgarastyrjöld norður í landi vegna ágreinings um heiti á fjalli. Við sameiningu íslenskra sveitarfélaga komu upp svipuð vandamál. Sumir Keflvíkingar harðneituðu að vera annað en Keflvíkingar áfram og Njarðvíkingar tóku í svipaðan streng. Niðurstaðan var hið afleita nafn Reykjanesbær. Bakþankar 1. september 2007 06:00
Lifi Sparisjóður Dalvíkur Þetta gæti verið upphaf á gömlu lagi með Megasi: Það eru allir svo brjálaðir út í bankana. Svo gætu erindin tuttugu og sjö öll hafist á svipuðum nótum. Það eru allir svo bitrir út í bankana, það blæs ekki byrlega fyrir bönkunum... Bakþankar 31. ágúst 2007 00:01
Þakklæti Fyrirbærið þakklæti er ekki hátt skrifað í nútímanum. Flestum finnst álíka fáránlegt að vera þakklátur og að safna sér fyrir einhverju. Til hvers að safna sér fyrir einhverju þegar maður fær lánað fyrir því á þremur mínútum? Til hvers að vera þakklátur fyrst allt kemur hvort sem er upp í hendurnar á manni? Bakþankar 30. ágúst 2007 00:01
Marktæku krúttin Fyrir allra fyrsta skiptið sem ég hitti bankastjóra var auðmýkt mín gagnvart valdhafanum slík að ég undirbjó fundinn af kostgæfni. Andlega fyrst og fremst, því erindið var að sækja náðarsamlegast um dálítið lán. Því ákvað ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja og rökin fyrir frekjunni. Jafnframt taldi ég rétt að vanda útlitið, fór í huggulegt pils, háa hæla og eyddi umtalsverðri stund í snyrtingu. Bakþankar 29. ágúst 2007 06:00
Deyfingar fyrir aumingja Meðganga og fæðing er ekki sjúkdómur heldur eðlilegur hluti af lífinu, það er óeðlilegt að sjúkdómsvæða þetta ferli. Þessa klisju heyra líklega flestar barnshafandi konur og stilltar kinka þær flestar kolli til samþykkis. Bakþankar 28. ágúst 2007 06:00
Hinir vammlausu Fyrir um það bil ári fékk fólk sem býr í eldgömlu fjölbýlishúsi í 101-hverfinu óvænt símtal frá manni sem kynnti sig sem fasteignasala. Erindið var að spyrja hvað íbúð fjölskyldunnar ætti að kosta. Svarið var að íbúðin væri alls ekki til sölu. Bakþankar 27. ágúst 2007 05:30
Billjónsdagbók 26.8 Þegar ég hafði fullvissað mig um að var enginn í móttökunni, leyfði ég mér að dansa eins og indjánahöfðinginn „Óstöðugur vindur" hring eftir hring í kringum 12 fermetra fundarborðið, fórna höndum og hrópa í sífellu af léttgeggjaðri hrifningu: Djíníuss! Djíníuss! Bakþankar 26. ágúst 2007 00:01
Ástandið Með reglulegu millibili blossar upp á Íslandi umræða um hið svokallaða ástand í miðbænum, en "ástandið í miðbænum" er eiginlega orðið sérstakt hugtak í íslenskri umræðu, notað af þeim sem telja miðbæinn vera gróðrastíu ofbeldis, óláta og óhreininda. Alla mína hundstíð hef ég hlýtt með litlu millibili á bölv og ragn í fjölmiðlum út af miðbænum. Bakþankar 25. ágúst 2007 00:01
Mér til málsvarnar Góðir fundarmenn. Ég vil byrja á að biðjast forláts á þeirri töf sem orðið hefur á boðun til þessa húsfundar. Ég taldi hins vegar rétt að veita forvera mínum í formannsembætti svigrúm til að útskýra sinn þátt í málinu enda ljóst að ákvörðun um kaup og uppsetningu gervihnattadisks var tekin í hans stjórnartíð. Bakþankar 24. ágúst 2007 06:00
Mika Á ísskápnum hanga Geðorðin 10 sem Lýðheilsustöð var svo elskuleg að senda mér um árið. Ég les sjaldnast lengur en fyrsta geðorðið þegar ég fer í skápinn, enda á það kannski best við mig: Hugsaðu jákvætt, það er léttara. Bakþankar 23. ágúst 2007 06:00
Englar eru bestu skinn Norska prinsessan Marta Lovísa kom þjóð sinni heldur betur á óvart í sumar þegar hún sagðist geta séð engla. Hún hafði gert það gott sem knapi, sjúkraþjálfari og barnabókahöfundur en þessu áttu Norðmenn ekki von á frá henni. Þegar Marta Lovísa opnaði síðan skóla til að kenna öðrum að sjá engla, þessar tindilfættu verur, var Norðmönnum nóg boðið. Bakþankar 22. ágúst 2007 00:01
Raup dagsins Menningarnóttin með Glitnishlaupinu innanborðs nálgaðist óþægilega hratt þetta sumarið. Vegna heitstrenginga frá í fyrra hefur það verið undirlagt af hlaupatilraunum þeirrar sem áður var þekktari af værukærri heimasetu og þrátt fyrir ríflegan undirbúningstíma hefðu reyndar tvær, þrjár vikur í viðbót verið vel þegnar. Bakþankar 21. ágúst 2007 00:01
Færanleg lögreglustöð Sá sem býr í miðborg veit að þar er ýmislegt öðruvísi en í úthverfum. Sumt betra. Annað verra. Aðeins eitt er óþolandi og það er að búa á svæði þar sem löggan hefur gefist upp á að framfylgja landslögum. Með lögum skal land byggja – nema miðborg Reykjavíkur. Bakþankar 20. ágúst 2007 07:00
Hugleiðing um háðung Nýlega var kvikmyndin um Simpson fjölskylduna talsett á íslensku. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þeirrar ráðstöfunar. Bakþankar 19. ágúst 2007 06:15
Maraþon Á hverju ári, yfirleitt um vorið eða í upphafi sumars, hvarflar að mér að það gæti verið sniðugt að stefna að því að hlaupa maraþon. Bakþankar 18. ágúst 2007 09:00
Illt í maganum Litríkasta helgi sumarsins er yfirstaðin. Allt frá prestum yfir í teknótæfur flykktust niður í miðbæ til að veifa fánum til stuðnings samkynhneigðum. Allt var blessað í bak og fyrir og bólaði ekki á Gunnari í Krossinum, sem fjölmiðlar eru vanir að draga fram í sviðsljósið í hvert sinn sem minnst er á réttindabaráttu samkynhneigðra. Til þess að spyrja hvað honum finnist nú um þetta. Bakþankar 17. ágúst 2007 00:01
Pönkhagfræði Eftir því sem ég kemst næst er gott að græða, en slæmt að tapa. Þessa þulu tuldrar nútímamaðurinn fyrir munni sér. Samt tapa allir á endanum í gröfinni, en það er víst önnur saga. Þangað til er hámarksgróði eina markmiðið og skiptir þá litlu hvort þrælahald komi við sögu eða ekki. Bakþankar 16. ágúst 2007 00:01
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun