

CrossFit
Fréttir af keppendum og mótum í CrossFit.

Keppandi á heimsleikunum í CrossFit drukknaði í keppni
Forsvarsmenn heimsleikana í CrossFit hafa staðfest að keppandi hafi fundist látinn eftir að hafa drukknað í einni af greinum dagsins. Leit hafði staðið yfir eftir að keppandinn skilaði sér ekki yfir endalínuna í sundhluta greinarinnar.

Ætla að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum
Það styttist í heimsleikana í CrossFit og að venju hafa lekið út upplýsingar um hvaða og hvernig greinar bíða besta CrossFit fólks heims í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í ár.

Má ekki koma til Bandaríkjanna og missir því af heimsleikunum
Rússinn Ilya Makarov fékk óvænt keppnisrétt á heimsleikunum í CrossFit á dögunum vegna lyfjahneykslis mótherja hans en ekkert verður þó að því að hann keppi á leikunum.

Snorri um upphaf sitt og Söru: „Væflaðist inn á skrifstofu hjá mér“
Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson er gríðarlega þekktur innan CrossFit-heimsins, allavega hér á landi. Hann segir upphafið að því ævintýri megi rekja til ársins 2016 þegar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir „væflaðist inn á skrifstofu“ hjá honum.

Guðbjörgu boðið á CrossFit mót í Egyptalandi
Íslenska CrossFit konan Guðbjörg Valdimarsdóttir fékk boð um að keppa á CrossFit mótinu Combat Games sem verður haldið í Egyptalandi í september.

Heimsleikarnir gætu byrjað klukkan sex um morguninn
Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem að þessu sinni fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum.

Féll á lyfjaprófi og lið hennar fær ekki að keppa á heimsleikunum
Carla Cornejo, fyrirliði CrossFit Complex Wodex liðsins, gerði liðsfélögum sínum mikinn óleik og sá til þess að hún og liðsfélagarnir fá ekki að upplifa drauminn sinn að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár.

Var kominn inn á heimsleikana í CrossFit en féll á lyfjaprófi
Það eru ekki góðar fréttir af undanúrslitamóti Asíu fyrir heimsleikanna í CrossFit því í ljós kom að þrír höfðu svindlað í keppninni.

Rödd CrossFit fær ekki lengur að lýsa heimsleikunum
CrossFit samtökin tóku stóra ákvörðun á dögunum þegar ákveðið var að reka frægasta lýsanda íþróttarinnar.

„Finnst ég geta afkastað mun meira yfir daginn“
Harpa Lind átti við mikla þreytu að stríða ásamt því að hún fór í liðþófa aðgerð árið 2021 en með tilkomu Natures Aid hefur líðan í líkamanum verið betri til muna.

„Markmiðið klárlega að vinna heimsleikana“
Bergrós Björnsdóttir stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands í CrossFit. Hún stefnir langt, ætlar sér að verða atvinnumaður í íþróttinni, og hefur gengið í gegnum viðburðaríka mánuði upp á síðkastið.

Engin dóttir í fyrsta sinn í sextán ár
CrossFit staðreyndasíðan Known & Knowable vekur á athygli á fjarveru íslenskra CrossFit kvenna á heimsleikunum í haust.

Vinalegi risinn í CrossFit heiminum er frá Íslandi
Íslendingar munu aðeins eiga einn keppanda í meistaraflokki á heimsleikunum í CrossFit í ár sem er Björgvin Karl Guðmundsson en það verður samt annar Íslendingur með mikið undir á leikunum.

Katrín Tanja á skurðarborðið: Ég er svo stressuð
Katrín Tanja Davíðsdóttir varð að hætta keppni á miðju CrossFit tímabili vegna meiðsla og nú er ljóst að hvíldin er ekki nóg.

Gat ekki gengið fyrir nokkrum dögum en vann síðan sögulegt silfur á HM
Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir varð um helgina fyrst Íslendinga til að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum og það þrátt fyrir að vera á hækjum aðeins nokkrum dögum fyrr.

Tileinkar látnum vini sínum sögulegan árangur: „Bjarki, þetta var fyrir þig“
Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson varð á dögunum fyrsti maðurinn í sögu CrossFit íþróttarinnar sem nær að tryggja sig inn á ellefu heimsleika í röð.

Anníe Mist: Hver veit hvar ég verð eftir eitt ár
Anníe Mist Þórisdóttur verður sárt saknað á heimsleikunum í ár enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Fáum við aðra endurkomu hjá goðsögninni eftir barneignarfrí?

Endurkoma í lagi hjá BKG og elleftu heimsleikarnir í röð
Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í CrossFit en hann var að ná þessum frábæra árangri ellefta árið í röð. Hann verður eini Íslendingurinn þetta árið sem keppir um heimsmeistaratitil karla eða kvenna.

Snorri Barón um Söru: „Ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum“
Sara Sigmundsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili og missir því af fjórðu heimsleikunum í röð. Umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson sendir sinni konu stuðning og segir nánar frá því sem ein besta CrossFit kona Íslands hefur þurft að ganga í gegnum síðustu árin.

Slys á æfingu fyrir fjórum árum er enn að eyðileggja fyrir Söru
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttirer hætt keppni á þessu CrossFit tímabili. Sara verður því ekki með á undanúrslitamóti heimsleikanna í Frakklandi um komandi helgi en hún tilkynnti þetta á miðlum sínum.

Sara upp um tíu sæti á heimslistanum en tvær íslenskar fyrir ofan hana
Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað bestu í heimi á nýjum heimslista CrossFit samtakanna en hann var gefinn út áður en undanúrslitamótin fara fram.

Sá besti í heimi á þessu CrossFit tímabili kom til Íslands til að æfa með BKG
Finninn Jonne Koski hefur verið að gera frábæra hluti á þessu CrossFit tímabili og í raun hefur enginn staðist honum snúninginn hingað til nú þegar tveir fyrstu hlutar undankeppni heimsleikanna eru að baki.

Anníe Mist fór í keisaraskurð
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist dreng í síðustu viku en hún tók þá ákvörðun að fara frekar í keisaraskurð en að fara í gegnum náttúrulega fæðingu.

Annie Mist og Frederik eignuðust dreng
Crossfit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aegidius eignuðust dreng í gær. Annie Mist greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum.

Síðasta æfingin hjá Anníe Mist með bumbubúann
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur æft af miklum krafti alla meðgönguna en núna eru liðnir næstum því níu mánuðir og því að koma að stóru stundinni.

Sara hrundi niður listann eftir leiðréttingar
Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur sú íslenska kona sem náði bestum árangri í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna í CrossFit.

Bergrós aftur best í heimi og fjögur frá Íslandi í undanúrslitum
Fjórðungsúrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki og Ísland mun eiga fjóra keppendur á undanúrslitamótinu, einn karl og þrjá konur.

Katrín Tanja missir af heimsleikunum
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf það út í nótt að hún muni ekki taka frekar þátt í undankeppni heimsleikana. Hún missir því af heimsleikunum í ár.

Anníe Mist kallar eftir tillögum á nafni á soninn
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir á von á sínu öðru barni eftir aðeins tvær vikur.

Kærastinn hefur séð meira af Íslandi en Katrín Tanja
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur gert mikið fyrir Ísland með því að auglýsa land og þjóð með frábærum árangri sínum í CrossFit íþróttinni. Kærasti hennar er líka mikill Íslandsvinur.