Bað fjölskylduna afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 08:31 Dave Castro ræður miklu hjá CrossFit samtökunum og hefur mikið á sinni samsvisku eftir síðustu heimsleika. @thedavecastro Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna í CrossFit, hefur nú svarað sláandi bréfi bróður Lazars heitins Dukic með því að biðjast afsökunar. Luka Dukic skrifaði um það sem var í gangi á bak við tjöldin þessa afdrifaríku daga þegar bróðir hans drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Meðal annars nefndi Luka samskipti sínu við umræddan Dave Castro. Castro hafi komið upp á hótelherbergi til hans ásamt öðrum yfirmanni CrossFit samtakanna og tilkynnt Dukic það að þau myndu klára heimsleikanna en jafnframt tileinka þá látnum bróður hans. Sagði ekki satt Samkvæmt því sem hann hefur eftir Castro þá var Dukic og fjölskyldu hans tilkynnt um það að þau hefðu ekkert með það að segja hvaða ákvörðun yrði tekin. Luka sagðist ekki hafa verið sammála því og hvað þá þegar CrossFit samtökin tilkynntu að þau væru að klára keppnina með samþykki fjölskyldunnar. Það var ekki satt. Castro segist hafa lesið færslu Luka og ákvað eftir það að biðjast opinberlega afsökunar. Castro baðst afsökunar á því hvernig hann talaði um Dukic fjölskylduna þegar hann tilkynnti heiminum að þau ætluðu að klára heimsleikana. Engin blessun frá fjölskyldunni „Ég las pistil Luka og ég vil biðja hann og alla Dukic fjölskylduna afsökunar,“ skrifaði Castro. „Ég hefði aldrei átt að segja að ákvörðunin um að halda heimsleikunum áfram hefði fengið blessun frá fjölskyldu þeirra,“ skrifaði Castro. „Á þessum tímapunkti var búið að taka ákvörðun um að halda heimsleikunum áfram og leyfa okkar fólki að keppa. Við bárum jafnframt virðingu fyrir því íþróttafólki sem ákvað að hætta keppni,“ skrifaði Castro. Aldrei lent í svona aðstöðu áður „Þessi ákvörðun var tekin af CrossFit og ég ætlaði mér aldrei að setja þungan af þessari ákvörðun á herðar Luka, Dukic fjölskyldunnar eða CrossFit íþróttafólksins,“ skrifaði Castro. „Ég hef aldrei lent í svona aðstöðu áður og ég gerði algjörlega mistök. Ég sé mikið eftir því og þeim sársauka sem ég hef valdið,“ skrifaði Castro. View this post on Instagram A post shared by Dave Castro (@thedavecastro) CrossFit Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Luka Dukic skrifaði um það sem var í gangi á bak við tjöldin þessa afdrifaríku daga þegar bróðir hans drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Meðal annars nefndi Luka samskipti sínu við umræddan Dave Castro. Castro hafi komið upp á hótelherbergi til hans ásamt öðrum yfirmanni CrossFit samtakanna og tilkynnt Dukic það að þau myndu klára heimsleikanna en jafnframt tileinka þá látnum bróður hans. Sagði ekki satt Samkvæmt því sem hann hefur eftir Castro þá var Dukic og fjölskyldu hans tilkynnt um það að þau hefðu ekkert með það að segja hvaða ákvörðun yrði tekin. Luka sagðist ekki hafa verið sammála því og hvað þá þegar CrossFit samtökin tilkynntu að þau væru að klára keppnina með samþykki fjölskyldunnar. Það var ekki satt. Castro segist hafa lesið færslu Luka og ákvað eftir það að biðjast opinberlega afsökunar. Castro baðst afsökunar á því hvernig hann talaði um Dukic fjölskylduna þegar hann tilkynnti heiminum að þau ætluðu að klára heimsleikana. Engin blessun frá fjölskyldunni „Ég las pistil Luka og ég vil biðja hann og alla Dukic fjölskylduna afsökunar,“ skrifaði Castro. „Ég hefði aldrei átt að segja að ákvörðunin um að halda heimsleikunum áfram hefði fengið blessun frá fjölskyldu þeirra,“ skrifaði Castro. „Á þessum tímapunkti var búið að taka ákvörðun um að halda heimsleikunum áfram og leyfa okkar fólki að keppa. Við bárum jafnframt virðingu fyrir því íþróttafólki sem ákvað að hætta keppni,“ skrifaði Castro. Aldrei lent í svona aðstöðu áður „Þessi ákvörðun var tekin af CrossFit og ég ætlaði mér aldrei að setja þungan af þessari ákvörðun á herðar Luka, Dukic fjölskyldunnar eða CrossFit íþróttafólksins,“ skrifaði Castro. „Ég hef aldrei lent í svona aðstöðu áður og ég gerði algjörlega mistök. Ég sé mikið eftir því og þeim sársauka sem ég hef valdið,“ skrifaði Castro. View this post on Instagram A post shared by Dave Castro (@thedavecastro)
CrossFit Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira