Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Innlent 10. janúar 2025 18:12
„Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni. Innlent 10. janúar 2025 14:17
Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Innlent 9. janúar 2025 23:07
Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Kona sem var á síðasta ári ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi þegar hún var skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn er grunuð um að hafa notað peninginn til einkanota, aðallega í greiðslur sem fóru inn á veðmálasíður. Innlent 9. janúar 2025 19:01
Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri, Pétur Atla Árnason, í fimm ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir tilraun til manndráps og hótanir. Um tvö aðskilin mál er að ræða, en hnífur kom við sögu í báðum þeirra. Innlent 8. janúar 2025 19:08
Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Foreldrar Ibrahims Shah, átta ára drengs sem lést þegar ekið var á hann á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, krefja ökumann steypubíls um samtals tuttugu milljónir króna í miskabætur, að viðbættum lögmanns- og útfararkostnaði. Innlent 8. janúar 2025 16:03
Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bílstjóri steypubíls, sem ók á dreng á Ásvöllum í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8. janúar 2025 13:24
Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum. Innlent 7. janúar 2025 21:16
Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Lögmaður Eddu Falak segir fyrrverandi samstarfsfólk Eddu í hlaðvarpinu Eigin konur fara fram á tugi milljóna króna frá henni, þegar tekjur hlaðvarpsins á samstarfstímanum hafi verið um tvær og hálf milljón. Fólkið hafi enga fjármuni lagt í hlaðvarpið, aðeins vinnu sína. Innlent 7. janúar 2025 14:59
Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð. Innlent 6. janúar 2025 20:38
Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands. Innlent 6. janúar 2025 16:00
Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Fyrrverandi samstarfsmenn Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konum hafa stefnt henni fyrir héraðsdóm vegna uppgjörs í tengslum við þættina. Þeir vöktu mikla athygli árið 2021 þar sem hver konan á fætur annarri steig fram og sagði sögu sína. Innlent 6. janúar 2025 14:45
Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg mun taka fyrir kæru Gráa hersins og þriggja ellilífeyristaka vegna dóms Hæstaréttar í máli sem snerist um skerðingu ellilífeyris almannatrygginga. Innlent 6. janúar 2025 12:15
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Í þessu gengur dómari fyrir mér of langt. Mildi og fyrirgefning á við og er af hinu góða í almennum við- og samskiptum manna. Í refsi og dómsmálum verða hins vegar lög og reglur og tilgangur þeirra að gilda. Skoðun 5. janúar 2025 06:02
Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Ólafsfjarðarmálið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti. Í málinu var Steinþór Einarsson, karlmaður á fertugsaldri, ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. Innlent 3. janúar 2025 12:46
Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Innlent 2. janúar 2025 12:19
Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Kona á áttræðisaldri sem er íslamstrúar sakar Vestmannaeyjabæ um ólögmæta mismunun á grundvelli kynþáttar og trúar og um að hafa sent sér svínakjöt vísvitandi. Málið er nú komið fyrir kærunefnd jafnréttismála. Vestmannaeyjabær hafnar öllum ásökunum og segir engan fót fyrir málflutningnum. Innlent 31. desember 2024 07:00
Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Karlmaður var á dögunum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og gripdeild. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru sem varðaði heimilisofbeldi þar sem brotið sem málið varðaði var fyrnt, en atvikið sem það mál varðaði átti sér stað í mars 2022. Innlent 28. desember 2024 11:01
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28. desember 2024 07:15
Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Hjálmar Friðriksson blaðamaður á Samstöðinni hefur verið sýknaður af stefnu þriggja fjárfesta og félags þeirra vegna ummæla í fréttum í tengslum við andlát sextugs Pólverja í bruna á Funahöfða í október 2023. Innlent 27. desember 2024 15:07
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. Innlent 27. desember 2024 12:06
Brást of harkalega við dyraati Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. Innlent 23. desember 2024 11:27
Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu. Innlent 19. desember 2024 23:19
Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. Innlent 19. desember 2024 13:14
Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Heitar umræður hafa nú sprottið á síðu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins eftir að hann birti þar grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið og birti í morgun. Jóhannes Þór Skúlason hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun á skrifunum. Innlent 19. desember 2024 12:12
Brjálaðist út í barn í bíó Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks sem átti sér stað í bíósal í júlí á þessu ári, nánar tiltekið í Sambíóunum í Kringlunni. Innlent 19. desember 2024 11:50
Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. Innlent 19. desember 2024 08:56
TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. Viðskipti erlent 18. desember 2024 21:14
Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. Innlent 18. desember 2024 17:47
Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Ríkið hafði betur gegn sex lykilstjórnendum Kviku banka fyrir héraðsdómi í dag, í deilu sem snerist um skattlagningu hagnaðar af áskriftarréttindum sem nam á bilinu 30 til 95 milljónum króna. Viðskipti innlent 18. desember 2024 17:44