Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Innlent 26. júní 2025 15:33
Þyngdi dóm fyrir tilraun til manndráps Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni úr fimm árum í sex fyrir skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld 2023. Ásgeir og annar maður brutust grímuklæddir inn á heimili í Hvaleyrarholti og skaut Ásgeir sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. Innlent 26. júní 2025 15:17
Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Innlent 24. júní 2025 12:09
Gert að greiða fyrrverandi manni sínum bætur vegna dreifingar á nektarmynd Kona sem var dæmd fyrir afla sér og dreifa nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu var í dag gert að greiða honum 486.500 krónur í miskabætur að viðbættum vöxtum. Henni var einnig gert að greiða 669.600 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Innlent 23. júní 2025 16:50
Sextán ár fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri. Þá var hann einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot. Innlent 23. júní 2025 16:31
Lætur reyna á hvort samræði við þrettán ára sé nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti, meðal annars fyrir að nauðga þrettán ára stúlku, hefur áfrýjað dómnum. Hann byggir áfrýjun sína meðal annars á því að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hvort barn undir fimmtán ára aldri geti gefið samþykki fyrir samræði. Innlent 23. júní 2025 11:41
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Innlent 23. júní 2025 11:09
Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Starfsmaður leikskóla hefur verið sýknaður af ákæru fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot gegn barni á leikskólanum. Barnið hlaut sýnilega áverka á öxl eftir að starfsmaðurinn þreif í það en ekki var talið sannað að starfsmaðurinn hefði haft ásetning til að meiða barnið. Innlent 20. júní 2025 14:27
Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. Innlent 20. júní 2025 13:18
Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Nálægt hundrað íslensk hótel og gistiheimili taka þátt í hópmálsókn gegn Booking.com vegna misnotkunar þess á markaðsráðandi stöðu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunar á ekki á von á að Booking refsi fyrirtækjunum fyrir það sækja rétt sinn. Viðskipti innlent 20. júní 2025 12:49
Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. Innlent 19. júní 2025 22:58
Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Innlent 19. júní 2025 19:10
Féll í hálku í sundi og fær bætur Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. Innlent 19. júní 2025 18:23
Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari. Innlent 18. júní 2025 20:53
Steinþór sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir Steinþóri Einarssyni, sem var ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. Innlent 18. júní 2025 14:04
Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi. Innlent 18. júní 2025 09:44
Ísland, þvert á flokka kærir þrjú fyrir hatursorðræðu Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, samtök sem hafa nú í tvígang komið saman og mótmælt stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum, segir að tekin hafi verði ákvörðun um að kæra þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði eða hatursorðræðu. Innlent 16. júní 2025 12:28
„Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“ Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur. Innlent 15. júní 2025 20:59
Sofnaði undir stýri og svipt bílprófinu í hálft ár Bandarísk kona, sem sofnaði undir stýri og olli alvarlegu umferðarslysi í Borgarfirði árið 2023, var dæmd í þrjátíu daga fangelsi auk þess að vera svipt ökuréttidum í sex mánuði í Héraðsdómi Vesturlands. Var það mat dómara að konan hefði gerst sek um stórkostlegt gáleysi við akstur bifreiðarinnar. Innlent 13. júní 2025 22:59
Þórdís kemur Þorgerði til varnar: „Birtingarmynd pólitískra öfga“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra. Innlent 13. júní 2025 17:12
Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins. Innlent 13. júní 2025 14:15
Kæra utanríkisráðherra fyrir landráð Samtökin Þjóðfrelsi, sem telja að sögn Arnars Þórs Jónssonar forsvarsmanns þverpólitískan og fjölbreyttan hóp, hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Innlent 13. júní 2025 13:04
Kínverskur dómur um banaslys skipti engu máli og TM slapp Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kínversk ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á bótum úr hendi TM vegna banaslyss sem varð árið 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt aðstandendum þeirra tveggja sem létust bætur og taldi sig því hafa eignast kröfu þeirra á hendur TM. Landsréttur hélt nú ekki. Innlent 13. júní 2025 10:50
Fær þyngri dóm fyrir að nauðga fjórtán ára tálbeitu Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Gunnari Magnússyni fyrir að nauðga pilti undir lögaldri úr átján mánaða í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. Innlent 12. júní 2025 18:16
Sakhæfi og refsing móður sem myrti eigið barn staðfest Landsréttur hefur staðfest átján ára fangelsisrefsingu móður, sem sakfelld var fyrir að ráða syni sínum bana og að reyna að ráða öðrum syni sínum bana. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að konan væri sakhæf en lögmaður hennar taldi að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Innlent 12. júní 2025 16:46
Skúli og félagar aftur sýknaðir af milljarðakröfum Skúli Mogensen og aðrir stjórnarmenn Wow air hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þátttakenda í skuldafjárútboði Wow air rétt fyrir fall félagsins. Þátttakendurnir kröfust ríflega 2,6 milljarða króna í skaðabætur. Viðskipti innlent 12. júní 2025 16:05
Krefjast tveggja milljarða króna vegna vatnsleiðslunnar Vestmannaeyjabær hefur krafist tæpra tveggja milljarða króna í bætur af hálfu Vinnslustöðvarinnar, Huginn og VÍS. Þetta er fyrir það tjón sem skip þessara félaga, Huginn VE-55, olli á vatnsleiðslu í eigu bæjarins 17. nóvember 2023. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Innlent 12. júní 2025 15:23
Sigurður Fannar játar að hafa banað dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson játar að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana í Krýsuvík í fyrra. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag í Héraðsdómi Reykjaness fyrir luktum dyrum. Innlent 11. júní 2025 18:12
Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Innlent 11. júní 2025 16:57
Olíudreifing sýknuð af tug milljóna króna bótakröfu Costco Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Olíudreifingu af rúmlega sjötíu milljóna króna bótakröfu Costco vegna olíuleka á bensínstöð verslunarrisans í Garðabæ árið 2022. Meira en hundrað þúsund lítrar af olíu láku út í fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Ekkert stöðugt eftirlit með stöðinni var tryggt. Innlent 11. júní 2025 10:44