Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. Erlent 21. janúar 2025 16:19
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. Erlent 21. janúar 2025 13:59
Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Stjórnvöld í Gvatemala búa sig nú undir að taka á móti þúsundum einstaklinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda úr landi. Stefnt er að því að reyna að virkja fólkið og nýta reynslu þess í þágu efnahagslífsins. Innlent 21. janúar 2025 12:57
Segir Hitler-samanburð þreyttan Elon Musk, auðugasti maður heims, segir árásir Demókrata gegn sér vera orðnar þreyttar. Þeir þurfi að finna ný „óþrifabrögð“ því að það sé orðið þreytt að kalla fólk nasista eða Adolf Hitler. Erlent 21. janúar 2025 10:43
Trumpaður heimur Ákvarðanir Trumps geta haft veruleg áhrif á daglegt líf Íslendinga og viðskiptaumhverfi. Þetta eru viðmiðaumskipti sem við neyðumst til að taka með í reikninginn í framtíðinni. Þetta er kannski ekki súrnun hafsins en það getur fleira súrnað hratt ef við erum ekki vakandi. Það styttist í krísufund. Umræðan 21. janúar 2025 09:04
Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. Erlent 21. janúar 2025 07:07
Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. Erlent 20. janúar 2025 23:56
Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. Erlent 20. janúar 2025 19:21
Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur stofnað sína eigin rafmynt. Hún fetar í fótspor Donalds Trump, eiginmanns hennar. Erlent 20. janúar 2025 16:41
Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli. Erlent 20. janúar 2025 13:16
Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gripið til fordæmalausra aðgerða til að náða fyrirfram einstaklinga sem Donald Trump, verðandi forseti, hefur beint reiði sinni gegn. Erlent 20. janúar 2025 13:04
Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Washington, verður viðstödd innsetningarathöfn Donald Trump í dag, sem hefst klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Innlent 20. janúar 2025 12:41
Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur sent Donald Trump heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni. Trump sver embættiseið í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Innlent 20. janúar 2025 11:05
Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. Skoðun 20. janúar 2025 10:00
Bein útsending: Trump sver embættiseið Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Erlent 20. janúar 2025 08:48
Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Umfangsmiklar brottvísanir útlendinga, stórfelldur niðurskurður umhverfisreglugerða, stórsókn í gervigreindarmálum, og stofnun hagræðingarráðuneytis eru meðal áforma sem Donald Trump útlistaði í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína í kvöld. Hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Erlent 19. janúar 2025 23:54
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. Erlent 19. janúar 2025 19:02
Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. Erlent 19. janúar 2025 17:16
Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, stofnaði í gær eigin rafmynt. Virði rafmyntarinnar hefur aukist mjög en hún hefur þó orðið fyrir töluverðri gagnrýni. Erlent 19. janúar 2025 10:42
TikTok bann í Bandaríkjunum TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. Erlent 19. janúar 2025 10:03
Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir. Erlent 18. janúar 2025 19:44
Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag verður haldin innandyra í hringhvelfingu þinghússins í Washington vegna slæmrar veðurspár. Fjörutíu ár eru síðan athöfnin var síðast haldin innandyra þegar Ronald Reagan var svarinn í embættið 1985, þá einnig vegna veðurs. Erlent 17. janúar 2025 18:24
Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hefur heitið umfangsmiklum aðgerðum á sínum fyrsta degi í embætti. Sjálfur sagðist hann hafa undirbúið um hundrað forsetatilskipanir sem hann mun geta skrifað undir þegar hann tekur embætti. Erlent 17. janúar 2025 13:19
Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. Erlent 17. janúar 2025 07:08
Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Erlent 16. janúar 2025 12:01
Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. Erlent 16. janúar 2025 06:47
Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. Erlent 15. janúar 2025 13:37
Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Pete Hegseth, sjónvarpsmaður og tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hann var meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Erlent 14. janúar 2025 22:40
Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. Erlent 14. janúar 2025 09:57
Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Erlent 14. janúar 2025 09:02