Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Jarð­skjálfta­virkni heldur á­fram

Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Þorbjörn og Svartsengi á Reykjanesskaga. Rúmlega tvö hundruð skjálftar hafa mælst frá miðnætti en engar stórar breytingar eru á virkninni síðan í gær. Síðasta sólarhring hafa aðalega smáskjálftar mælst á svæðinu en enn má gera ráð fyrir stærri skjálftum. 

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig

Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Vel undir­búin fari að gjósa

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Innlent
Fréttamynd

Tveir stórir skjálftar norður af Grindavík

Laust fyrir klukkan níu í morgun reið yfir skjálfti sem mældist 3,1 að stærð um 3,6 km norður af Grindavík en litlu seinna reið annar og stærri yfir á sama stað en sá mældist 3,4 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Með á­ætlanir gjósi í Svarts­engi

Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Lang­varandi land­ris gæti þýtt kröftugra eld­gos

Eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir ört landris við Svartsengi og Þorbjörn ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar. Langvarandi landris sé til marks um að töluvert hafi safnast af kviku á svæðinu og því ætti eldgos þar að vera aðeins kraftmeira en síðustu tvö. Hann segir farsælla að viðbragðsaðilar geri í undirbúningi sínum ráð fyrir slæmri útkomu til að þeir séu betur í stakk búnir að leysa málin skjótt og örugglega.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram­haldandi þensla við Þor­björn

Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Staðan skýrist betur á morgun

Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekkert eld­gos að byrja en hrinan haldi á­fram

Jarð­eðlis­fræðingur segir að skjálfta­hrinan á Reykja­nesi muni að öllum líkindum halda á­fram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eld­gos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðar­bungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast vel með en ó­víst hvort kvika færist nær yfir­borðinu

Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­skjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grinda­vík

Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosin upp­haf elda á Reykja­nes­skaganum

Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. 

Innlent
Fréttamynd

„Það styttist í gos“

Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sér­fræðing­s í jarðskorpu­hreyf­ing­um er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti upp á 2,9 í gær­kvöldi

Jarðskjálfti að stærðinni 2,9 mældist norður af Keili klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöldi. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega, þann 15. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Náðu aftur ekki að rann­saka á­hrif hrauns á inn­viði

Hraun rann ekki yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrúti, þar sem rannsaka átti hvaða áhrif hraunið hefði á innviði, áður en hlé varð á eldgosinu. Rannsóknarprófessor segi greinilegt að bregðast þurfi fyrr við þegar næsta eldgos hefst til þess að hægt sé að ljúka þessu stigi rannsóknarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Við­bragðs­aðilar taka gos­hléi fagnandi

Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 

Innlent