„Inn í miðjum storminum sér maður ekki neitt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2023 15:48 Konráð Guðjónsson hagfræðingur fór yfir stöðu mála í Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir að óvissan í Grindavík muni ekki hafa góð áhrif á verðbólguna. Þó séu þau háð því hvernig mál þróast á Reykjanesi. Gríðarleg óvissa Þetta segir hann í Sprengisandi í dag. Hann segist ekki sjá fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu öllu en að það sé engin leið að vita eins og staðan er. Hann segir að krónan sé búin að veikjast og að halli ríkissjóðs sé að aukast. Hlusta má á viðtalið í heild sinni ásamt viðtali við Arnar Má Ólafsson um ferðamál í ljósi mögulegs eldgoss í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er náttúrlega gríðarleg óvissa og við vitum ekki hvernig hlutirnir fara. Við gerum ráð fyrir að það svartasta rætist ekki og það verði ekki mjög alvarlegt tjón í Svartsengi. Þá held ég að við séum ekki að horfa á mikinn samdrátt fyrir hagkerfið í heild sinni. Þannig þetta breytir stóru myndinni þar ekkert endilega, en það er algjörlega háð því hvernig þetta þróast náttúrlega,“ segir Konráð. Vondar fréttir Hann segir jafnframt að aðstæður á Reykjanesi séu að hafa slæm áhrif á verðbólguna en að ekkert sé hægt að fullyrða eins og er. „Varðandi verðbólguna, það sem er komið fram núna eru vondar fréttir fyrir hana. Krónan er búin að veikjast við erum að sjá fram á að skortur á húsnæði hefur aukist, mögulega bara tímabundið, það fer eftir því hversu mörg hús eru skemmd í grindavík og hvenær verður hægt að fara þangað aftur. “ Konráð segir að staðan sé ekki góð en að þó sé ekki hægt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verði. „Svo talaði forsætisráðherra um það í gær að þetta myndi vera mjög dýrt fyrir ríkissjóð sem að óbreyttu eykur halla ríkissjóðs. Allt þetta er ekki gott fyrir verðbólguna. Við erum í ekkert sérstakri stöðu en þetta eru smámunir miðað við það sem Grindvíkingar eru að hugsa um núna.“ Hefur fulla trú á því að takist vel Hann segir óvissuna um þróun mála og hættuna við að eitthvað gerist munu hafa víðtækari efnahagslegar afleiðingar. „Inn í miðjum storminum sér maður yfirleitt ekki neitt um hver áhrifin eru og hvernig þetta fer allt saman. Hvað verður og hvað þarf að gera er eitthvað sem við verðum einfaldlega bara að læra smátt og smátt. Þannig er einfaldlega staðan, því miður. En ég hef fulla trú á því að það muni takast vel,“ bætir hann við. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Gríðarleg óvissa Þetta segir hann í Sprengisandi í dag. Hann segist ekki sjá fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu öllu en að það sé engin leið að vita eins og staðan er. Hann segir að krónan sé búin að veikjast og að halli ríkissjóðs sé að aukast. Hlusta má á viðtalið í heild sinni ásamt viðtali við Arnar Má Ólafsson um ferðamál í ljósi mögulegs eldgoss í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er náttúrlega gríðarleg óvissa og við vitum ekki hvernig hlutirnir fara. Við gerum ráð fyrir að það svartasta rætist ekki og það verði ekki mjög alvarlegt tjón í Svartsengi. Þá held ég að við séum ekki að horfa á mikinn samdrátt fyrir hagkerfið í heild sinni. Þannig þetta breytir stóru myndinni þar ekkert endilega, en það er algjörlega háð því hvernig þetta þróast náttúrlega,“ segir Konráð. Vondar fréttir Hann segir jafnframt að aðstæður á Reykjanesi séu að hafa slæm áhrif á verðbólguna en að ekkert sé hægt að fullyrða eins og er. „Varðandi verðbólguna, það sem er komið fram núna eru vondar fréttir fyrir hana. Krónan er búin að veikjast við erum að sjá fram á að skortur á húsnæði hefur aukist, mögulega bara tímabundið, það fer eftir því hversu mörg hús eru skemmd í grindavík og hvenær verður hægt að fara þangað aftur. “ Konráð segir að staðan sé ekki góð en að þó sé ekki hægt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verði. „Svo talaði forsætisráðherra um það í gær að þetta myndi vera mjög dýrt fyrir ríkissjóð sem að óbreyttu eykur halla ríkissjóðs. Allt þetta er ekki gott fyrir verðbólguna. Við erum í ekkert sérstakri stöðu en þetta eru smámunir miðað við það sem Grindvíkingar eru að hugsa um núna.“ Hefur fulla trú á því að takist vel Hann segir óvissuna um þróun mála og hættuna við að eitthvað gerist munu hafa víðtækari efnahagslegar afleiðingar. „Inn í miðjum storminum sér maður yfirleitt ekki neitt um hver áhrifin eru og hvernig þetta fer allt saman. Hvað verður og hvað þarf að gera er eitthvað sem við verðum einfaldlega bara að læra smátt og smátt. Þannig er einfaldlega staðan, því miður. En ég hef fulla trú á því að það muni takast vel,“ bætir hann við.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira