Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Keppni um að minnka flokk

Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Neyðarkall frá neytanda

Yarisinn skrikaði til í hausthálkunni þar sem ég lagði fyrir utan Ríkið á fimmtudag. Sumardekkin eru ennþá undir, en ég hef litlar áhyggjur. Þetta er enginn vetur núorðið. Í þann mund sem ég ætla að vippa mér innfyrir bíður mín fyrirsát: rauðklæddur björgunarsveitarmaður með hjálm á höfði. Rétt eins og á sama tíma í fyrra reynir hann að pranga inn á mig Neyðarkalli. Ég fer undan í flæmingi en segi honum að lokum að ég sé búinn að kaupa. (Í hitt í fyrra en hvít lygi hefur aldrei skaðað neinn). 1-0 fyrir mér. En Það er eins og við manninn mælt og síðustu dagar hafa verið nákvæmlega eins.

Bakþankar
Fréttamynd

Kynlíf með ofurhetjum

Hrekkjavakan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Undirrituð lætur þetta tilefni til hlutverkaleiks ekki fram hjá sér fara enda er þetta einstakt tækifæri til þess að uppfylla „fantasíur“ um annan veruleika. Það er mín skoðun að það að klæða sig í búning leyfi manni að vera önnur útgáfa af sjálfum sér. Það opnar fyrir einhvern leynilegan hluta af manni sem liggur í dvala alla hina dagana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenski hrokinn

Ísland er eins og hverfi í Berlín, að því leyti að við erum svo fá. Við eigum til að gleyma þessu. Í því ljósi er frjór jarðvegur fyrir hjarðhugsun hér á landi. Það þarf ekki nema nokkra spekinga til að lýsa skoðun sinni og þjóðin tekur undir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lambið hinsta fylgist með þér

Ég var í sveit sem barn. Ég fór í sauðburð á hverju vori, dró að mér anganina af lífinu að kvikna, lék við litlu lömbin smá... og át þau síðan með uppstúf og rauðkáli á jólunum. Afi minn gerði heimsins besta hangikjöt og honum þótti sjálfsagt að láta uppruna þess getið, enda stoltur af sínu fé og sínu kjöti þannig að ég þekkti jólamatinn alltaf persónulega.

Bakþankar
Fréttamynd

Við gerum of lítið

Fréttablaðið segir frá því í dag að formaður flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, Íris Björg Kristjánsdóttir, vonist til að hægt verði að taka á móti flóttafólki á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, á næsta ári. Þó sé óvíst að fjárveitingar fáist til þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagsmunaráðuneyti

Ríkisendurskoðun gerði fyrr á þessu ári úttekt á útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna. Niðurstöðurnar voru þær að samtökunum væri falið opinbert vald meðan fjárhagslegt og faglegt eftirlit á eftirfylgni samninga við þau skorti. Einnig var mælst til að stjórnvöld söfnuðu sínum eigin tölfræðiupplýsingum um landbúnað í stað þess að reiða sig á gögn hagsmunasamtaka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gósentíð og kreppa

Hefur á nýlegum tíma verið annar eins jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir um efnahagslíf og stjórnmál? Og það á heimsvísu. Vestan megin á jörðinni ríkir efnahagskreppa vegna bankaheims sem gekk af göflunum og ærði fólk með sér. Henni fylgir djúpt og almennt vantraust á allar aðferðir síðustu ára við efnahagslegan rekstur og pólitíska stjórn þjóðfélaga. Og algert virðingarleysi fyrir kennivaldi þeirra sem sitja í háum söðlum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Peningar í vinnu

Skráning smásölufyrirtækisins Haga í Kauphöllina – og fleiri fyrirtækja sem stefna á að sigla í kjölfarið eins og sagt var frá í fréttum Fréttablaðsins í gær – er mikilvægt skref í endurreisn íslenzks efnahagslífs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég drep þig eftir þrjá daga

Hvernig gerist það að maður er á flótta og fer á milli landa á fölsuðum skilríkjum? Til dæmis svona: Það geisar stríð, ringulreiðin er algjör, hættur allt í kring. Hér getið hvorki þið né börnin ykkar verið. En úps, skilríkin ykkar hafa glatast í öllu saman. Varasamt getur líka verið að segja rétt nafn, auk þess sem þjóðerni ykkar gæti orðið til þess að þið yrðuð stoppuð samstundis á landamærum.

Bakþankar
Fréttamynd

Frjáls för, fáfræði og fordómar

Sú staðreynd að pólskir ríkisborgarar rændu skartgripabúð hefur komið af stað einkennilegri umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem kveður á um afnám vegabréfaeftirlits og frjálsa för milli aðildarríkjanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar standa sig

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í gær aðild Palestínu að stofnuninni. Fjöldi ríkja, þar með talið Ísland, lét hótanir Bandaríkjanna um að hætta fjárstuðningi við stofnunina ekki á sig fá og samþykkti aðild Palestínu. Vonandi slær þetta tóninn fyrir afgreiðslu á umsókn Palestínu um aðild að sjálfum Sameinuðu þjóðunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Er lögreglu heimilt að hlera samtöl fólks án vitundar þess?

Í nýlegu svari innanríkisráðherra á Alþingi kom fram að á árinu 2009 hefðu 173 úrskurðir til símhlerana verið kveðnir upp, einum færri á síðasta ári og 73 úrskurðir það sem af er þessu ári. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Ekki lægi fyrir á þessu stigi í hversu mörgum tilvikum kröfum lögreglu um símhleranir hefði verið hafnað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tiltektariðnaður

Eftir bankahrun þurfti að ráðast í stórkostlega tiltekt á Íslandi. Það þurfti að endurskipuleggja efnahagsstjórnina, fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin. Margir hafa unnið við þessa tiltekt. Til varð nokkurs konar tiltektariðnaður. Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að koma föllnu kerfi aftur á fætur. Margir hafa hins vegar efast um að þeir sem sinna endurskipulagningunni hafi einhvern hvata til að ljúka henni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eigi skal höggva

Í síðustu viku voru haldnir í Hörpu heimsleikarnir í hagfræði. AGS kvaddi hingað alls kyns heimsfræga hagfræðinga til að leggja mat á það hvernig til hefur tekist við endurreisn Íslands. Stjórnmálamenn og aðrir gæslumenn hagsmuna eru náttúrlega þegar í óða önn að vinsa úr það sem hentar hverjum og einum að halda á lofti en stinga hinu undir stól. Þannig gengur það - en almennt talað var sláandi hversu ánægðir þessir hagfræðingar voru upp til hópa með árangur Íslendinga eftir hrun: þeir voru hrifnir af krónunni og ómældum möguleikum til að fella hana og skerða þannig kjör almennings án þess að þurfa beinlínis að lækka launin; þeir voru hrifnir af niðurskurðinum á fjárlögunum og þeir voru hrifnir af því hversu atvinnuleysistölur hafa staðið í stað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þór er skip nýrra tíma

Óhætt er að segja að tilkoma nýja varðskipsins Þórs marki kaflaskil hjá Landhelgisgæzlunni. Íslendingar eiga nú loksins gæzlu- og björgunarskip sem stenzt allar nútímakröfur, en Gæzlan fékk síðast splunkuný skip um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Enda segja forsvarsmenn Landhelgisgæzlunnar skipið koma þeim inn í 21. öldina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jarðarför íslenskrar ólundar

Ég held við séum bara tveir í bænum Priego de Córdoba sem eigum það til að flýta okkur. Það er að segja ég og katalónski markaðsstjórinn sem arkar eftir götunum eins og byssubrandur. Allir aðrir virðast sífellt fara fetið á leið sinni um bæinn og stoppa annan hvern mann sem þeir hitta og spyrja út í hagi hans. Er fólki þetta svo tamt að bílstjórar hika ekki við að stoppa þegar þeir aka eftir þröngum einstefnugötunum, skrúfa niður rúðuna og hefja spjall við kunningja á vegkantinum og láta ólund þeirra sem fyrir aftan eru sér í léttu rúmi liggja.

Bakþankar
Fréttamynd

Unaðsstundin lengd

Mig langaði til að spyrja þig út í endingu karlmanna í rúminu. Kærastinn minn og ég stundum frábært kynlíf en vandamálið er að hann endist mjög stutt í samförum. Í staðinn höfum við oft langan forleik en það þýðir yfirleitt að hann er orðinn mjög spenntur þegar kemur að samförum. Getur þú gefið einhver ráð um að auka endinguna?

Fastir pennar
Fréttamynd

Atvinnulausir þurfa skýringar

Hvarvetna sem farið er kalla menn eftir aukinni fjárfestingu. Ekki skrýtið enda voru tíu þúsund manns atvinnulausir í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlustar enginn?

Enn bætast við hrollvekjandi upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra breytinga ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu á afkomu sjávarútvegsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þversögnin í sigri Jóhönnu

Nýleg fylgiskönnun gaf til kynna að nærri tveir þriðju hlutar kjósenda Samfylkingarinnar gætu hugsað sér að kjósa framboð Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar. Þetta er vísbending um þverrandi traust Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Ástæðan er ugglaust óánægja með stjórnarstefnuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilgangur og meðal

Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp.

Bakþankar
Fréttamynd

Píkan sem varð útundan

Það vantar eitthvað. Píkan er ekki eins og hún á sér að vera. Hún undirbjó sig í níu mánuði undir átök sem aldrei komu. Eins og hlauparinn sem var settur á hliðarlínuna þegar hann var við það að klára maraþonið og fékk svo verðlaunapening sendan í pósti. Píkan undirbjó sig andlega undir útvíkkun, rembing, þrýsting og strekkingu. Hún lærði haföndun, styrkti grindarbotnsvöðvana og æfði stellingar sem opnuðu grindina. Allt kom fyrir ekki. Þessi nýja kunnátta píkunnar fékk ekki að njóta sín og hún er svekkt. Því það vantar eitthvað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Apple-guðfræðin

Steve Jobs, hugmaðurinn á bak við Apple, er nýlátinn. Hann var snjall og þorði að hugsa. Hann kom tækjum í hendur á fólki, sem hafa gagnast vel og eigendurnir telja þau falleg líka. Á heimilum margra okkur eru einhver I-tæki frá Apple. Þessir bakþankar eru skrifaðir á Apple-tölvu og kannski lestu þá á I-pöddu.

Bakþankar
Fréttamynd

Starfstilboð frá einræðisherra

Sama dag og heiminum birtust myndir af blóði drifnu líki fallins einræðisherra Líbíu barst mér starfstilboð úr herbúðum annars ónefnds einræðisherra. Við leigupennar erum vanir verkefnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. En hvort sem verklýsingin kveður á um fágað auglýsingaslagorð fyrir hægðalyf eða innblásinn bæklingatexta fyrir bókhaldsfyrirtæki eiga þessi verkefni ávallt eitt sameiginlegt:

Bakþankar
Fréttamynd

Búskapur í stað veiðimennsku

Umgengni Íslendinga við auðlindir hefur fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap. Ef ekki væri fyrir stórhug og einurð fólks eins og Sigríðar Tómasdóttur frá Brattholti og bænda í Mývatnssveit hefði virkjanagleði framkvæmdaglaðra manna á öldinni sem leið líkast til misþyrmt eða gert að engu sumar af stærstu náttúruperlum landsins og þannig hefðu langtímahagsmunir orðið skammtímahagsmunum að bráð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnsýsluafrek

Staðan sem búið er að koma Bankasýslunni í er ekta íslenzkt stjórnsýsluafrek. Stofnunin hefur enga stjórn, engan forstjóra (nema þennan sem sagði upp í sumar og er á förum), nýtur einskis trúverðugleika lengur og virðist ekki í stakk búin að sinna sínum lögbundnu verkefnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spurning um pólitískan vilja

Við þekkjum orðið vel talið um að allt sé að fara til andskotans á evrusvæðinu, evran muni líða undir lok og allt það. Sumir tala eins og þeir hlakki beinlínis til. Það getur verið gagnlegt að bregða upp samanburði við önnur öflug gjaldmiðilssvæði. Það gerði Tristan Garel-Jones, fyrrverandi Evrópumálaráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, í grein í Financial Times í fyrradag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjóleiðis skal það vera

Nokkur ár eru síðan strandflutningar voru lagðir af á Íslandi og vöruflutningar landshluta á milli fara nú landleiðina með bíl. Tröllvaxnir vöruflutningabílar æða því um þjóðvegina og mylja undan sér malbikið, stundum með tengivagn í eftirdragi, svo það er eins og að mæta járnbrautarlest þegar þeir koma brunandi á móti manni.

Bakþankar
Fréttamynd

Óviss vorkoma

Víg Muammars Gaddafí, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, í síðustu viku batt enda á fjörutíu og tveggja ára blóðuga harðstjórn í landinu. Að því leyti markar það kaflaskil og hefur orðið mörgum tilefni til að fagna.

Fastir pennar