Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Skömm að Piquet fær friðhelgi

Dæmt verður í svindlmáli Renault hjá FIA í dag, en liðið lét Nelson Piquet vísvitandi keyra á vegg í Singapúr í fyrr til að Fernando Alonso ynni mótið. Piquet fékk friðhelgi gegn því að leggja fram skriflegan vitnisburð, en forseti spænska akstursíþróttasambandsins finnst það fásinna.

Formúla 1
Fréttamynd

Brösótt gengi Kristjáns Einars

Kristján Einar Kristjánsson keppti í tveimur umferðum í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3 um helgina. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á mót á Magny Cours í Frakklandi.

Formúla 1
Fréttamynd

Mengurský gæti stöðvað Singapúr kappaksturinn

Stjórnendur mótshaldsins í Singapúr um aðra helgi hafa litlar áhyggjur af Renault svikamálinu frá í fyrra sem er mikið í umræðinni, en hafa meiri áhyggjur af mengunarskýi vegna skógarelda í nágrannahéruðum sem liggur yfir borginni og gæti stöðvað framgang mótsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Niki Lauda: Refsa á Renault fyrir svindl

Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Renault rak framkvæmdarstjórann vegna svindlmáls

Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Arabísk fjölskylda kaupir BMW F1

Fyrirtæki sem spáði lengi í að kaupa Notts County knattspyrnufélagið hefur söðlað um og keypti í dag búnað Formúlu 1 liðs BMW, sem hefur verið til sölu síðustu vikurnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Sögufrægt lið aftur í Formúlu 1

FIA er að kanna hvort leyft verði að 28 ökumenn keppi í Formúlu 1 árið 2010, en nýtt lið var samþykkt af sambandinu í dag á formlegan hátt. Það er lið sem ekur undir merkjum Lotus, sem er frægur bílaframleiðandi sem vann 13 meistaratitla í Formúlu 1 á síðustu öld.

Formúla 1
Fréttamynd

Titilvonir Red Bull endanlega brostnar

Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull liðsins telur að titilvonir liðsins séu fyrir bí eftir mót helgarinnar á Monza brautinni á Ítalíu. Mark Webber féll úr leik og Sebastian Vettel náði aðeins einu stigi úr mótinu á meðan Rubens Barrichell og Jenson Button urðu í fyrsta og öðru sæti og juku forskot sitt í stigakeppni ökumanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Barrichello sótti á Button með sigri

Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur.

Formúla 1
Fréttamynd

Sutil slæst við stórlaxanna í rásmarkinu

Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær á Formúlu 1 brautinni í Monza á Ítalíu. Sutil keppir við Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen um að komast fyrstur að fyrstu beygjum en Sutil er í öðru sæti á ráslínu en Hamilton fyrstur.

Formúla 1
Fréttamynd

Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu

Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton stefnir á sigur á Monza

Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fremstur á ráslínu á Monza

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður fremsttur á ráslínu á Monza brautinni á morgun, eftir að hann náði besta tíma í tímatökum í dag. Hann varð á undan Adrian Sutil á Force India, en báðir bílar eru með Mercedes vél.

Formúla 1
Fréttamynd

Sutil sneggstur á lokaæfingunni

Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var sneggstur á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna sem verður í hádeginu í dag á Monza brautinni á Ítalíu. Hann var þó aðeins 68/1000 á undan Jenson Button á Brawn.

Formúla 1
Fréttamynd

Máttur Indlands trónir á toppnum

Máttur Indlands, eða Force India liðið var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Adrian Sutil var sneggstur um brautina og hlýtur að fara um Giancarlo Fisichella sem ekur nú Ferrari. Hann var í tuttugasta sæti á æfingunni og fyrrum liðsmaður Force India.

Formúla 1
Fréttamynd

Renault stjóri segir Piquet feðga fjárkúgara

Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Fisichella sló Raikkönen við á fyrstu æfingu

ÍÍtalinn Giancarlo Fisichella hóf leika vel með Ferrari á heimavelli liðsins í Monza á Ítalíu í dag. Hann var 0.1 sekúndu fljótari en Kimi Raikkönen, en allra fljótastur í brautinni var Lewis Hamilton á McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Fisichella mun standast álagið hjá Ferrari

Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti.

Formúla 1
Fréttamynd

Reynt að sanna að Renault hafi svindlað

FIA, alþjóðbílasambandið hefur kallað til fjölmörg vitni til að reyna sanna að Renault hafi látið Nelson Piquet keyra viljandi á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Fernando Alonso er meðal þeirra sem hefur mætt í vitnaleiðsur.

Formúla 1
Fréttamynd

Titanium plata grædd í höfuð Massa

Læknar settu sérstaka titanum plötu í höfuð Formúlu 1 ökumannsins Felipe Massa svo hann eigi möguleika á að keppa í Formúlu 1 í framtíðinni. Þetta var gert með liðlega 4 tíma skurðaðgerð á spítala í Florida. Þetta kom fram í viðtali við Massa í The Guardian í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Liuzzi tekur við sæti Fisichella

Ítalinn Viantonuo Liuzzi var í morgun staðfestur sem ökumaður Force India í stað Giancarlo Fisichella sem var leystur undan samningi svo hann gæti ekið með Ferrari í síðustu fimm mótum ársins. Liuzzi hefur verið varaökumaður liðsins, en var áður hjá Torro Rosso.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari hrifsaði Fisichella frá Force India

Ferrari í krafti merkisins og þeirrar tignar sem fylgir því að keyra bíla liðsins hefur lokkað Giancarlo Fisichella frá Ítalíu til sín, en hann hefur síðustu misseri ekið með Force India. Hann náði öðru sæti á eftir Kimi Raikkönen í síðustu keppni, sem vakti verðskuldaða athygli.

Formúla 1
Fréttamynd

Gengi Buttons hefur hríðfallið

Bretinn Jenson Button hefur ekki komist á verðlaunapall í fimm síðustu Formúlu 1 mótum og féll úr leik á sunnudaginn, þegar ekið var aftan á hann. Hann vann fyrstu sex mót ársins og er enn fyrstur í stigamótinu þrátt fyri slakt gengi að undanförnu.

Formúla 1
Fréttamynd

Læknar banna Massa að keppa

Felipe Massa fær ekki að keppa í Formúlu 1 á þessu ári, en hann var til skoðunar hjá sérfræðingum á spítala í Florida í Bandaríkjunum í gær.

Formúla 1