„Mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti“ Það var ýmislegt sem Ómar Ingi Guðmundsson gat verið ósáttur við í kvöld þegar HK tapaði fyrir Breiðablik 0-2 í Kórnum. Leikið var í 9. umferð Bestu deildar karla og náðu HK-ingar því ekki að fjarlægjast fall svæðið í þetta sinn. Fótbolti 2. júní 2024 22:10
„Skiptir ekki máli hvort ég sé þungur eða léttur, ég skora alltaf“ Annar markaskorara Breiðabliks var að vonum sáttur með leik liðsins í kvöld og eigin frammistöðu. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði seinna mark gestanna í byrjun seinni hálfleiks til að tryggja öll stigin fyri Breiðablik í 2-0 sigri þeirra í Kórnum í kvöld. Fótbolti 2. júní 2024 21:30
„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, þurfti að játa sig sigraðan á móti Íslandsmeisturum Víkings í kvöld. Leikurinn var fjörugur en Árbæingar komust yfir á fyrstu mínútu en þurftu á endanum að sætta sig við 5-2 tap. Íslenski boltinn 2. júní 2024 20:37
Bjarki Steinn og Mikael Egill upp í Serie A með Venezia Venezia sem Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson leika með tryggði sér sæti í Serie A deildinni á Ítalíu á næstu leiktíð eftir 1-0 sigur á Cremonese í seinni umspilsleik liðanna. Fótbolti 2. júní 2024 20:29
„Það bara fauk út í veður og vind í þessu roki“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stýrði sínum mönnum til sigurs í miklum markaleik í Víkinni í kvöld á móti Fylki. Hann var þó langt frá því að vera hæstánægður með 5-2 sigur. Íslenski boltinn 2. júní 2024 20:14
Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 5-2 | Öruggt hjá meisturunum eftir erfiða byrjun Úrslitin voru eftir bókinni í Víkinni í kvöld þegar efsta lið Bestu deildar karla mætti því neðsta. Víkingur tók á móti Fylki og sigruðu heimamenn 5-2 í ansi fjörugum leik. Íslenski boltinn 2. júní 2024 18:56
Uppgjör, viðtöl og myndir: HK - Breiðablik 0-2 | Blikar lönduðu þremur stigum í Kórnum Tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn dugði Breiðablik til að landa öllum stigunum í Kópavogsslagnum í 9. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Blikar hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en tvö dugðu í þetta sinn. Blikar halda því í við Víking í topp baráttunni. Íslenski boltinn 2. júní 2024 18:30
Elías Már og félagar upp í efstu deild eftir ótrúlega dramatík Elías Már Ómarsson og liðsfélagar hans í NAC Breda tryggðu sér í dag sæti í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-1 tap gegn Excelsior í seinni umspilsleik liðanna um sæti í efstu deild. Fótbolti 2. júní 2024 17:59
Hilmir skoraði fyrir Kristiansund í langþráðum sigri Hilmir Mikaelsson skoraði fyrir Kristiansund þegar lið hans Kristiansund vann sinn fyrsta sigur í norsku deildinni síðan í apríl. Logi Tómasson og Strömgodset töpuðu hins vegar stigum á heimavelli. Fótbolti 2. júní 2024 17:29
Valgeir Lunddal á skotskónum í öðrum leiknum í röð Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn á fullt eftir meiðsli og er líka búinn að klæða sig í skotskóna. Fótbolti 2. júní 2024 16:24
Uppgjör og viðtöl: Vestri-Stjarnan 4-2 | Vestramenn með stjörnuleik Vestramenn hoppuðu upp fyrir HK og upp í níunda sæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 heimasigur á Stjörnunni en leikurinn var spilaður í Laugardalnum. Stjörnuliðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum. Íslenski boltinn 2. júní 2024 15:55
Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. Fótbolti 2. júní 2024 14:36
Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. Fótbolti 2. júní 2024 14:27
Mjög ósáttur við rasisma meðal þýsku þjóðarinnar Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich er allt annað en sáttur við bæði spurninguna og svörin í nýrri skoðunakönnum meðal þýsku þjóðarinnar þar sem spurt var út í þýska fótboltalandsliðið. Fótbolti 2. júní 2024 13:31
Sjáðu Valgeir opna markareikninginn sinn í sumar Valgeir Valgeirsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í dag þegar Örebro gerði 2-2 jafntefli við Oddevold á heimavelli í sænsku b-deildinni í fótbolta. Fótbolti 2. júní 2024 12:56
Emma Hayes vann fyrsta leikinn og Cloé Eyja skoraði Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar vel undir stjórn Emmu Hayes og Cloé Eyja Lacasse var á skotskónum með kanadíska landsliðinu. Fótbolti 2. júní 2024 12:41
Tvítugur norskur strákur vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili í Erling Haaland því annar ungur Norðmaður vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 2. júní 2024 11:31
Sjáðu markasúpu fyrri hálfleiksins á Akureyri í gær Skagamenn sóttu þrjú stig norður á Akureyri í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á KA í öðrum leik níundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 2. júní 2024 10:31
Nökkvi mætti Messi í markaleik í nótt Nökkvi Þeyr Þórisson lék með St. Louis City í nótt þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. Fótbolti 2. júní 2024 09:00
Fimmtíu og þrír handteknir á Wembley í tengslum við úrslitaleikinn Töluverð læti voru bæði á Wembley-leikvanginum og fyrir utan í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Fimmtíu og þrír voru handteknir vegna atburðanna. Fótbolti 2. júní 2024 07:01
„Við erum allavega ekki að fara að sofa“ Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti vann í kvöld sinn fimmta Meistaradeildartitil þegar hann stýrði Real Madrid í 2-0 sigri gegn Dortmund. Fótbolti 1. júní 2024 23:15
Slakur árangur og samskiptaleysi ástæðan fyrir brottvikningu Brynjars Björns Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brottvikningar þjálfarans Brynjars Björns Gunnarssonar. Grindvíkingar segja að slakur árangur og samskiptaleysi sé ástæðan fyrir brottvikningunni. Fótbolti 1. júní 2024 22:30
Sjáðu mörkin þegar Real tryggði sér Evrópubikarinn Real Madrid tryggði sér í kvöld sinn fimmtánda Evrópubikar með 2-0 sigri á Dortmund í úrslitaleik. Dani Carvajal og Vinicius Jr. skoruðu mörk Real í leiknum sem fram fór í Lundúnum. Fótbolti 1. júní 2024 22:00
„Besta kvöld lífs míns“ Jude Bellingham varð í kvöld Evrópumeistari með Real Madrid eftir sigur á fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund. Hann sagði kvöldið vera besta kvöld lífs síns. Fótbolti 1. júní 2024 21:16
Real Madrid Evrópumeistari í fimmtánda sinn Real Madrid varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu í fimmtánda sinn eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Dortmund fór illa með mörg góð færi í fyrri hálfleiknum en reynsla leikmanna Real gerði gæfumuninn í síðari hálfleik. Fótbolti 1. júní 2024 20:58
Markavélin spennt fyrir skiptum til Arsenal Arsenal er á höttunum á eftir leikmanni til að bæta í framherjasveit sína. Einn markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar síðustu árin er sagður spenntur fyrir skiptum til enska stórliðsins. Enski boltinn 1. júní 2024 20:31
„Menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með lið sitt eftir 3-2 tap gegn ÍA en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en KA hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 23 talsins. Fótbolti 1. júní 2024 20:01
Tekur við Napoli og verður sá launahæsti í sögunni Antonio Conte verður næsti þjálfari Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu en Sky Italia greinir frá málinu. Conte hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Tottenham í mars á síðasta ári. Fótbolti 1. júní 2024 19:45
„Erum á ákveðinni vegferð” Arnór Smárason, hinn þaulreyndi fyrirliði ÍA, var kampakátur í viðtali eftir 3-2 útisigur gegn KA í 9. umferð bestu deildarinnar þar sem öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Arnór skoraði þriðja mark leiksins af vítapunktinum. Fótbolti 1. júní 2024 19:30
Jafntefli í báðum leikjunum í Lengjudeildinni Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Fjölnismenn sóttu stig til Vestmannaeyja og á Dalvík mættust heimamenn og Grótta. Fótbolti 1. júní 2024 18:26