Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.

Innlent
Fréttamynd

Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli.

Viðskipti innlent