Flugfarþegum fækkar í Svíþjóð Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 17:55 Fækkunin hefur verið sett í samhengi við aukna umhverfismeðvitund. Vísir/Getty Rúmlega fjörutíu milljón manns fóru í gegnum flugvelli Svíþjóðar á síðasta ári samanborið við 42 milljónir árið áður. Því hefur ferðalöngum um flugvellina fækkað um fjögur prósent milli ára. Á vef BBC segir að slík fækkun sé afar sjaldgæf miðað við undanfarin hjá Evrópuþjóðum og er hún sett í samhengi við svokallaða „flugskömmun“ eða flugviskubit sem vísar til kolefnisfótspors slíkra ferða, sem fólk verður æ meðvitaðra um. Talsmaður Swedavia, rekstraraðila flugvallarins, segir þó fleiri ástæður liggja að baki þróuninni. Nefnir hann til að mynda hærri flugskatta í Svíþjóð og veikingu sænsku krónunnar en segir þó loftslagsbreytingar og aukna umræðu um mengun einnig geta haft áhrif. Sífellt fleiri hafa ákveðið að ferðast án þess að fljúga og má þar nefna loftslagsaðgerðarsinnan Gretu Thunberg sem vakti mikla athygli þegar hún ferðaðist yfir Atlantshafið með skútu til þess að mæta á lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Fleiri hafa ákveðið að taka Gretu sér til fyrirmyndar og hafa tæplega 23 þúsund manns skrifað undir áskorun um að fljúga ekkert árið 2020. Sérfræðingar hjá fjárfestingabankanum Citigroup sagði áhrif aukinnar umræðu um loftslagsmál og breyttar neysluvenjur vera áþreifanleg í Svíþjóð. Þá gæti slíkt haft veruleg áhrif á framtíðarhorfur flugiðnaðarins. Þrátt fyrir fækkun flugfarþega í Svíþjóð virðist þróunin vera önnur í öðrum Evrópuríkjum. Ferðamönnum fjölgaði um hundrað milljónir innan Evrópusambandsins milli áranna 2017 og 2018 og um átta milljónir í Bretlandi á sama tímabili. Fréttir af flugi Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Rúmlega fjörutíu milljón manns fóru í gegnum flugvelli Svíþjóðar á síðasta ári samanborið við 42 milljónir árið áður. Því hefur ferðalöngum um flugvellina fækkað um fjögur prósent milli ára. Á vef BBC segir að slík fækkun sé afar sjaldgæf miðað við undanfarin hjá Evrópuþjóðum og er hún sett í samhengi við svokallaða „flugskömmun“ eða flugviskubit sem vísar til kolefnisfótspors slíkra ferða, sem fólk verður æ meðvitaðra um. Talsmaður Swedavia, rekstraraðila flugvallarins, segir þó fleiri ástæður liggja að baki þróuninni. Nefnir hann til að mynda hærri flugskatta í Svíþjóð og veikingu sænsku krónunnar en segir þó loftslagsbreytingar og aukna umræðu um mengun einnig geta haft áhrif. Sífellt fleiri hafa ákveðið að ferðast án þess að fljúga og má þar nefna loftslagsaðgerðarsinnan Gretu Thunberg sem vakti mikla athygli þegar hún ferðaðist yfir Atlantshafið með skútu til þess að mæta á lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Fleiri hafa ákveðið að taka Gretu sér til fyrirmyndar og hafa tæplega 23 þúsund manns skrifað undir áskorun um að fljúga ekkert árið 2020. Sérfræðingar hjá fjárfestingabankanum Citigroup sagði áhrif aukinnar umræðu um loftslagsmál og breyttar neysluvenjur vera áþreifanleg í Svíþjóð. Þá gæti slíkt haft veruleg áhrif á framtíðarhorfur flugiðnaðarins. Þrátt fyrir fækkun flugfarþega í Svíþjóð virðist þróunin vera önnur í öðrum Evrópuríkjum. Ferðamönnum fjölgaði um hundrað milljónir innan Evrópusambandsins milli áranna 2017 og 2018 og um átta milljónir í Bretlandi á sama tímabili.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira