Harrington hefði líklega hætt í golfi ef hann hefði ekki unnið Opna breska Írinn Padraig Harrington sigraði 136. Opna breska meistaramótið um helgina þegar hann vann Sergio Garcia í fjögurra holu umspili eftir einna mest spennandi lokaholur síðustu ára. „Ef ég hefði tapað eftir það sem gerðist á átjándu þá veit ég ekki hvort að ég hefði áhuga á því að spila golf aftur,” sagði Harrington. Golf 24. júlí 2007 15:14
Harrington sigraði á opna breska Predraig Harrington vann í dag sigur á opna breska meistaramótinu í golfi eftir æsispennandi bráðabana við Spánverjann Sergio Garcia. Þetta var fyrsti sigur Harrington á stórmóti á ferlinum og var hann jafnframt fyrsti Írinn til að vinna sigur á mótinu í 60 ár. Golf 22. júlí 2007 18:42
Garcia í vænlegri stöðu á opna breska Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. Golf 21. júlí 2007 19:45
Tiger sló í höfuðið á konu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods varð fyrir því óláni að slá bolta sínum í höfuðið á sextugri konu á sjöttu brautinni á opna breska í dag. Ekki var skotið þó með öllu mislukkað því boltinn hrökk af höfði konunnar og inn á brautina á ný. Woods baðst að sjálfssögðu afsökunar og gaf konunni áritaðan hanska í miskabætur. Sauma þurfti tvö spor í höfuð hennar. Golf 21. júlí 2007 17:04
Garcia með tvö högg í forskot Golf Spánverjinn Sergio Garcia lék annan hringinn á opna breska meistaramótinu á pari og hefur tveggja högga forskot á hinn sjóðheita K.J. Choi þegar tveir hringir eru eftir. Golf 21. júlí 2007 04:00
Sergio Garcia í forystu á opna breska Spænski kylfingurinn Sergio Garcia hefur tveggja högga forystu í fyrsta sætinu á opna breska meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hringinn, en hann lék frábært golf í dag og lauk keppni á 65 höggum - sex höggum undir pari. Írski kylfingurinn Paul McGinley er í öðru sæti tveimur höggum á eftir og höggi þar á eftir koma fimm aðrir kylfingar. Tiger Woods spilaði fyrsta hringinn á tveimur undir pari - 69 höggum - en hann stefnir á að vinna mótið þriðja árið í röð. Golf 19. júlí 2007 20:01
Kylfingar fagna símabanni á opna breska Algjört farsímabann hefur verið sett á Carnoustie á meðan Opna breska Meistaramótið fer fram. Leitað verður á öllum áhorfendum áður en þeir fara inn á svæðið og þeir sem gleyma að skilja símana sína eftir heima getið geymt þá í geymslum við völlinn. Golf 18. júlí 2007 20:30
Fjöldi kylfinga notar ólögleg lyf Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. Golf 18. júlí 2007 17:28
Rögnvaldur Magnússon jafnaði vallarmetið á Syðridalsvellinum í Bolungarvík Rögnvaldur Magnússon, kylfingur úr GBO, jafnaði 3 ára gamalt vallarmet Syðridalsvallar í Bolungarvík á föstudaginn, er hann fór þriðja hringinn á 70 höggum (-1) á meistaramóti GBO. Rögnvaldur átti metið sjálfur ásamt Chatchai Phothiya sem einnig kemur úr GBO. Golf 16. júlí 2007 10:28
Havret sigraði á Opna skoska Franski kylfingurinn Gregory Havret sigraði í dag Opna skoska meistaramótinu eftir að bráðaban þurfti til að fá sigurvegara. Havret fór hringina fjóra fór á 14 höggum undir pari, líkt og Phil Mickelson. Golf 15. júlí 2007 17:40
Montgomerie komst ekki áfram á Opna skoska Colin Montgomerie komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á Opna skoska mótinu í gær og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist. Hann lék hringinn í gær á 74 höggum og var samtals á einu höggi yfir pari og hafnaði í 71.-88. sæti og var einu höggi frá því að komast áfram. Monty sigraði á Evrópumótaröðinni um síðustu helgi og var það fyrsti sigur hans í 19 mánuði. Golf 14. júlí 2007 15:45
Appelby efstur á PGA mótinu - Tiger vinnur enn á Ástralinn Stuart Appleby er í forystu á AT&T PGA mótinu sem fram fer í Marylandfylki í Bandaríkjunum eftir þrjá hringi. Hann er með tveggja högga forskot á Kóreumanninn KJ Choi eftir að hann lék á 68 höggum í gær, Choi var á 70 höggum. Golf 8. júlí 2007 12:28
Heiðar á höggi yfir pari Þeir Sigurpáll Geir Sveinsson og Heiðar Davíð Bragason hefja leik á opna Skánarmótinu ekki sem best, en Sigurpáll er 2 höggum yfir pari eftir fyrsta hring á Landskrona vellinum. Heiðar Davíð hefur leikið 12 holur og er á einu yfir pari. Heiðar er í 45.-65. sæti, en Sigurpáll er í 66.-91. sæti af 155 keppendum. Golf 7. júlí 2007 16:55
Tiger Woods keppir á AT&T mótinu Tiger Woods er meðal keppenda á At&T National PGA-mótinu sem hefst í dag á Congressional Country vellinum í Washington, en þar hefur Opna bandaríska Meistaramótið m.a. verið haldið tvisvar sinnum. Golf 5. júlí 2007 15:11
40 hafa náð draumahögginu í ár Það sem af er golfvertíð 2007 eru komnar 40 tilkynningar til skrifstofu GSÍ um holu í höggi. Einhverjir fleiri en þeir sem eru á listanum hér fyrir neðan hafa eflaust náð draumahögginu í ár en ekki tilkynnt það á réttu eyðublaði og sent til GSÍ. Á meðan að svo er ekki er afrekið ekki viðurkennt af Einherjaklúbbnum og því ekki skráð. Golf 4. júlí 2007 13:36
Elding eyðilagði hús Tiger Woods Tiger Woods missti á föstudaginn hús sem hann átti í Florida. Elding fór í húsið og gjöreyðilagði það. Tiger keypti 12 hektara jörð í Jupiter Island í Flórída í janúar í fyrra, en þar eru fyrir nokkur hús og kostaði jörðin um 38 milljónir bandaríkjadala. Golf 3. júlí 2007 15:05
Birgir Leifur kemst ekki inn á Opna breska Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, komst ekki inn í forkeppnina fyrir Opna breska Meistaramótið. Hann skráði sig í forkeppnina en var fimmti á biðlista inn í mótið, en þar leika margir af sterkustu kylfingum Evrópu. Golf 2. júlí 2007 15:06
Storm vann Opna franska Enski kylfingurinn Graeme Storm sigraði á Opna franska meistaramótinu sem lauk í París í dag og var þetta jafnframt fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 66 höggum og lauk 72 holum á samtals sjö höggum undir pari. Golf 1. júlí 2007 16:18
Perry skaust í efsta sæti á Buick mótinu Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry lék annan hringinn á Buick Open í Michigan í gær á 63 höggum og deilir nú efsta sæti með Jim Furyk og Brett Ougley. Þeir eru allir á samtals 10 höggum undir pari, en þrír kylfingar eru einu höggi á eftir. Golf 30. júní 2007 20:22
Hansen leiðir Opna franska Þegar þremur hringjum er lokið á Opna franska mótinu í golfi er Søren Hansen með bestan árangur. Hansen hefur farið hringina á sjö undir pari. Simon Khan kemur næstur með sex undir pari. Golf 30. júní 2007 16:31
Kylfingur í krókódílskjafti Bandarískur kylfingur, Bruce Burger að nafni, var hætt kominn á Lake Venice-vellinum í Flórida á mánudaginn þegar krókódíll réðist á hann við 6. braut vallarins. Krókódíllinn var rúmlega þriggja metra langur og beit í handlegginn á Burger og reyndi að draga hann út í vatnið. Golf 28. júní 2007 16:42
1350 þúsund söfnuðust í Stjörnugolfi Sýnar Stjörnugolf Sýnar var haldið í fjórða sinn 20. júní sl. og fór mótið fram á Korpúlfsstaðavelli. Metþátttaka var í mótinu og söfnuðust 1.350 þúsund krónur, sem renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Þetta er einnig hæsta upphæð sem hefur safnast í Stjörnugolfi frá upphafi. Golf 27. júní 2007 16:05
Þrír fóru holu í höggi á fjórum tímum Sá einstæði atburður átti sér stað á Urriðavelli í gær að þrír kylfingar fóru holu í höggi á 15. brautinni á aðeins fjórum klukkutímum. Þetta voru þau Hrefna Sigurðardóttir, Bríet Þorsteinsdóttir og Hlynur Þór Haraldsson úr golfklúbbnum Oddi. Allir kylfingarnir voru þarna að slá draumahöggið sitt í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta kom fram á kylfingur.is í dag. Golf 26. júní 2007 22:20
Ragnhildur sigraði í Leirunni Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Kaupþingsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Hún lék lokahringinn á 83 höggum og var einu höggi á undan Nínu Björk Geirsdóttur úr GKj, sem lék lokahringinn á 78 höggum. Tinna Jóhannsdóttir úr GK lék besta hringinn í dag, var á 76 höggum og hafnaði í þriðja sæti. Golf 24. júní 2007 16:50
Heiðar notaði 10 högg á 17. holunni Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, fór illa að ráði sínu á næst síðustu holunni á Bornholm Masters mótinu sem lauk í Danmörku í dag. Þegar hann kom að 17. holu var hann á sléttu pari og í 3. sæti í mótinu. Hann lék hins vegar 17. holuna á 10 höggum og féll við það ofan í 11. sæti. Golf 23. júní 2007 15:06
Tiger Woods orðinn pabbi Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er nú orðinn pabbi í fyrsta sinn eftir að kona hans Elin fæddi litla stúlku í nótt. Woods náði fæðingunni skömmu eftir að hann lauk keppni í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu og hefur lýst því yfir að fæðingin kunni að hafa áhrif á þáttöku sína í næstu mótum. Hann á næst að keppa á Buick Open í Michigan þann 28. júní. Golf 19. júní 2007 10:45
Cabrera: „Ég trúi þessu ekki.“ Angel Cabrera, nýkrýndur sigurvegari Opna Bandaríska Meistaramótsins í golfi, á erfitt með að átta sig á því að hann hafi virkilega sigrað á mótinu. „Mér líður frábærlega, þetta er frábær stund fyrir mig. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Cabrera. Golf 18. júní 2007 14:18
Endaði á fjórum yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson fær um 450 þúsund krónur í verðlaunafé á Saint-Omer mótinu í Frakklandi sem lauk í gær. Birgir lék hringina fjóra á fjórum höggum yfir pari, þann síðasta í gær einn yfir pari vallarsins. Birgir lauk keppni í 26. sæti á mótinu og vann sig upp um tvö sæti á peningalista mótaraðarinnar. Golf 18. júní 2007 02:30
Cabrera vann á U.S. Open Angel Cabrera sigraði í kvöld Opna Bandaríska Meistaramótið. Cabrera lék síðasta hringinn á 69 höggum, og lék því alla fjóra hringina á 285 höggum, eða fimm yfir pari. Tiger Woods og Jim Furyk enduðu í 2-3 sæti með sex yfir pari. Þetta er í fyrsta sinn sem að Cabrera sigrar stórmót. Golf 17. júní 2007 23:34
Angel Cabrera með yfirhöndina á US Open Angel Cabrera er nú með bestan árangur á Opna Bandaríska Meistaramótinu en hann er búinn með 15 holur og er á þremur undir pari. Hann var með bestan árangur eftir tvo hringi en missteig sig í gær og fór hringinn á sex yfir pari. Golf 17. júní 2007 22:05