Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Woods í algjörum sérflokki

Besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, er í algjörum sérflokki á heimsmótinu í golfi sem fram fer á Englandi og hefur nú fimm högga forystu á þrjá næstu menn á mótinu eftir að leiknir hafa verið tveir hringir.

Golf
Fréttamynd

Frábær hringur hjá Heiðari

Heiðar Davíð Bragason fór á kostum á öðrum hringnum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem haldið er á Ítalíu. Heiðar spilaði á 7 höggum undir pari á lokadeginum í dag, samtals 65 höggum. Heiðar er á meðal efstu manna á mótinu og fær því tækifæri til að spila á öðru stigi úrtökumótsins.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur úr leik í Kasakstan

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er úr leik á áskorendamótinu í golfi sem fram fer í Kasakstan eftir að hann lauk keppni á öðrum hringnum á samtals tveimur höggum yfir pari í dag. Birgir lék reyndar á pari í dag, en það nægði honum ekki til að komast í gegn um niðurskurðinn eftir slaka spilamennsku í gær.

Golf
Fréttamynd

Woods í stuði á heimsmótinu

Bandaríski stjörnukylfingurinn Tiger Woods hristi heldur betur af sér vonbrigðin í Ryder keppninni í kvöld þegar hann lék fyrsta hringinn á heimsmótinu sem fram fer á Englandi á 63 höggum eða 8 undir pari. Woods hefur eins höggs forystu á Ian Poulter og Padraig Harrington. Woods hefur fjórum sinnum unnið sigur á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Bandaríska liðið spilaði ömurlega

Bandaríski kylfingurinn Jim Furyk hefur vísað þeim kenningum á bug að lið Bandaríkjanna hafi tapað í Ryder-bikarnum vegna þess að það skorti hungur. Furyk segir liðið einfaldlega hafa tapað fyrir því evrópska af því það hafi spilað ömurlegt golf alla keppnina.

Golf
Fréttamynd

Evrópuliðið vann þriðja árið í röð

Lið Bandaríkjanna átti aldrei möguleika gegn því evrópska í Ryder-keppninni í golfi sem lauk á Írlandi í gær. Úrslitin urðu á sama veg og í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, Evrópa hlaut átján og hálfan vinning en Bandaríkin níu og hálfan.

Golf
Fréttamynd

Evrópumenn sigra Ryder bikarinn

Staðan í Ryder bikarnum er 15-8 fyrir Evrópu gegn Bandaríkjunum. Það þýðir að Evrópumenn hafa unnið. Paul Casey, sem hefur verið í fantaformi og farið holu í höggi í mótinu, lagði Jim Furyk að velli í dag. Það var hinsvegar Henrik Stenson sem setti niður gott pútt til að tryggja sigurinn.

Golf
Fréttamynd

Evrópa hefur góða forystu

Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley.

Golf
Fréttamynd

Tiger og Furyk rétta úr kútnum fyrir USA

Tiger Woods og Jim Furyk sigruðu Padraig Harrington og Paul McGinley í síðasta leiknum á K-vellinum í dag. Með sigrinum löguðu þeir stöðu Bandaríkjamanna í baráttunni um Ryder bikarinn. Staðan fyrir lokadaginn á morgun er 10-6 fyrir Evrópumennina en þeir þurfa 14 sigra til að halda bikarnum. Draumahögg Paul Casey bar þó hæst á vellinum í dag.

Golf
Fréttamynd

Evrópumenn leiða 7.5 - 4.5

Evrópumenn leiða með þriggja vinninga mun gegn Bandaríkjamönnum í Ryder bikarnum í golfi. Staðan er Evrópa sjö og hálfur en Bandaríkin fjórir og hálfur. Það var lagleg vippa frá Darren Clarke sem tryggði honum og Lee Westwood sigur gegn Tiger Woods og Jim Furyk í morgun.

Golf
Fréttamynd

Evrópumenn í forystu

Lið Evrópu hefur nauma forystu gegn liði Bandaríkjanna eftir fyrstu umferð í Ryder bikarnum sem fram fer á Írlandi. Evrópa hefur eins vinnings forskot eftir fjórleikinn og hefur 2,5 vinninga gegn 1,5 hjá Bandaríkjamönnum. Mótið vekur jafnan gríðarlega athygli og á meðal stuðningsmanna bandaríska liðsins á Írlandi eru George Bush eldri og körfuboltastjarnan Michael Jordan.

Golf
Fréttamynd

Ragnhildur úr leik

Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en leikið var í Palm Springs í Kaliforníu.

Golf
Fréttamynd

Falsaðar nektarmyndir af konu Woods í umferð

Ameríski kylfingurinn Tiger Woods á nú í erfiðleikum með að einbeita sér að keppni á Ryder Cup mótinu, eftir að bresk og írsk blöð birtu í dag falsaðar nektarmyndir af konu hans sem höfðu verið í umferð á netinu.

Golf
Fréttamynd

Högglengsti kylfingur Íslands

Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs mun um næstu helgi standa fyrir keppninni Högglengsti kylfingur Íslands á Vífilstaðavelli, en keppt verður í karla- og kvennaflokki og allir nota sömu tegund af bolta.

Golf
Fréttamynd

Góður sigur hjá Paul Casey

Enski kylfingurinn Paul Casey vann í dag glæsilegan sigur á heimsmótinu í holukeppni sem fram fór á Wentworth vellinum í Lundúnum. Casey sigraði Bandaríkjamanninn Shaun Micheel 10-8 í úrslitum mótsins, en Casey er fyrsti nýliðinn sem vinnur mótið síðan Ernie Els afrekaði það árið 1994.

Golf
Fréttamynd

Woods úr leik á heimsmótinu í höggleik

Stigahæsti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, féll óvænt úr leik í fyrstu umferð á heimsmótinu í höggleik sem nú stendur yfir á Englandi. Woods tapaði fyrir landa sínum Shaun Micheel 4-3 og er því úr leik líkt og Jim Furyk og Ernie Els, svo segja má að mikið sé um óvænt úrslit í fyrstu umferð mótsins.

Golf
Fréttamynd

Heiðar endaði í 9. - 12. sæti

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili, hafnaði í 9.-12. sæti á Thermia mótinu í gær en það er hluti af sænsku mótaröðinni. Heiðar lék á höggi undir pari fyrsta keppnisdaginn en lék síðan illa á öðrum degi eða á fimm höggum yfir pari vallarsins. Hann náði hinsvegar að laga stöðu sína umtalsvert í gær þegar hann lék á tveimur höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods kylfingur ársins hjá PGA

Sigur Tiger Woods á Deutsche Bank mótinu um helgina tryggði það að hann vann sér nafnbótina kylfingur ársins á PGA enn eitt árið, en titilinn hlýtur sá kylfingur sem rakað hefur inn flestum stigum á mótum ársins. Þetta er í áttunda skipti á tíu árum Woods á mótaröðinni sem hann vinnur stigatitilinn, en aðeins þeir Mark O'Meara árið 1998 og Vijay Singh árið 2004 hafa náð að skáka snillingnum á þeim tíma.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods með fimmta sigurinn í röð

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á golfvellinum, en í kvöld landaði hann sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni eftir ótrúlegan endasprett.

Golf
Fréttamynd

Ólafur og Ragnhildur stigameistarar

Ólafur Már Sigurðsson og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR tryggðu sér um helgina stigameistaratitil Golfsambands Íslands í karla- og kvennaflokki að loknu 6. mótinu á KB-banka mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Birgir og Davíð úr leik

Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Heiðar Davíð Bragason eru báðir úr leik eftir annan hringinn á áskorendamótinu í Vaxholm sem fram fer í Svíþjóð. Birgir Leifur lauk keppni í dag á höggi undir pari samtals, en komst ekki í gegn um niðurskurðinn frekar en Heiðar Davíð, sem lauk keppni á fjórum höggum yfir pari.

Golf
Fréttamynd

Bein útsending hafin frá PGA á Sýn

Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina.

Golf
Fréttamynd

Adam Scott með forystu

Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum

Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Glæsilegur sigur hjá Tiger Woods

Tiger Woods sýndi fádæma öryggi í dag þegar hann sigraði með yfirburðum á PGA risamótinu á Medinah vellinum í Illinois. Woods lék lokahringinn í dag á 68 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari eða fimm höggum á undan Shaun Micheel sem hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Þetta er 12. risatitill Woods á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri í sögunni.

Golf
Fréttamynd

Woods í forystu

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur forystu á PGA risamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Medinah-vellinum í Illinois-fylki. Woods hefur náð þriggja högga forystu eftir fyrstu sex holurnar á lokahringnum, en næstur honum kemur David Weir. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu.

Golf
Fréttamynd

Luke Donald í forystu

Luke Donald er sem stendur í efsta sæti á PGA mótinu í golfi sem stendur yfir í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, en þetta er síðasta risamót sumarsins. Donald er á 12 höggum undir pari í þriðju umferð mótsins en þeir Shaun Micheel og Mike Weir koma fast á hæla hans á 11 undir pari. Tiger Woods er í góðri aðstöðu til að hefja atlögu að efstu mönnum eins og hans er von og vísa, en hann er tveimur höggum á eftir þeim á Medinah-vellinum. Sýn er með beinar útsendingar í gangi frá mótinu.

Golf
Fréttamynd

Heiðar náði sér ekki á strik á lokahringnum

Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á lokadeginum á sænsku mótaröðinni í dag þegar hann lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lauk því keppni á fimm höggum yfir pari og hafnaði í 53. sæti á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Stenson tekur forystu

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins höggs forystu eftir tvær umferðir á USPGA mótinu sem nú stendur yfir á Medinah vellinum í Chicago. Stenson lék annan hringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari og er því einu höggi á undan Davis Lowe III sem vann sigur á mótinu árið 1997. Bein útsending verður frá mótinu á Sýn í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Heiðar á pari í Svíþjóð

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason er á pari eftir tvo fyrstu hringina á sænsku mótaröðinni í golfi sem fram fer á Haverdal vellinum. Heiðar lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari, en hann var á höggi yfir pari í gær. Heiðar er þó nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu.

Golf