Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Handbolti 29. desember 2022 20:41
Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Handbolti 29. desember 2022 20:36
Kóreumenn stóðu í Pólverjum í æfingaleik fyrir HM Suður-Kórea mátti þola fjögurra marka tap er liðið mætti Pólverjum í æfingaleik fyrir HM í handbolta, 31-27. Kóreumenn verða með okkur Íslendingum í D-riðli þegar HM hefst eftir tæpar tvær vikur. Handbolti 29. desember 2022 19:00
Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í úrslit á Sparkassen Cup. Handbolti 29. desember 2022 13:56
„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma“ Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“ Handbolti 29. desember 2022 07:00
„Niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum“ Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir HM í handbolta sem fram fer í janúar. Hvort menn hafi prjónað yfir sig í nýjasta þætti hlaðvarpsins verður að koma í ljós en þar var fullyrt að útilína Íslands, skytturnar tvær ásamt miðjumanni, væru besta útilína heims um þessar mundir. Handbolti 28. desember 2022 18:46
Sara Odden aftur á Ásvelli Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabilsins í Olís deild kvenna í handbolta. Sara Odden hefur samið við liðið á nýjan leik og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils hið minnsta. Handbolti 28. desember 2022 14:01
Lærdómsríkt að breyta til og komast í annað umhverfi Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV í Olís deild karla í handbolta, sem óvænt var lánaður til Alpla Hard í Austurríki tímabundið í vetur segir það hafa verið lærdómsríkt að breyta til og komast í annað umhverfi. Handbolti 28. desember 2022 07:30
Farsælir í faraldri, lánlaust landslið og verðlaunaóðir Valsmenn Íþróttaárið 2022 hófst í miðjum heimsfaraldri sem setti stórt strik í reikninginn hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem keppti á EM í upphafi árs. Þrátt fyrir það vann liðið einn sinn stærsta sigur í sögunni. Sport 28. desember 2022 07:01
Sjö íslensk mörk í sigri Gummersbach | Arnór skoraði tvö í naumum sigri Það var nóg um að vera hjá Íslendingum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Alls fóru fimm leikir fram á sama tíma og voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Handbolti 27. desember 2022 19:49
„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“ Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið. Handbolti 27. desember 2022 13:30
Díana Dögg skoraði fimm mörk í jafntefli | Melsungen vann Lemgo með minnsta mun Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason léku sinn síðasta leik í þýsku úrvalsdeildinni áður en þeir fara á HM í janúar. Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Zwickau, skoraði fimm mörk í jafntefli gegn Oldenburg. Sport 26. desember 2022 18:30
Íslenska tvíeykið að venju allt í öllu í sigri Magdeburg Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög góðan leik í fjögurra marka sigri Magdeburg á Göppingen, lokatölur 33-29. Handbolti 26. desember 2022 15:16
„Eigum allir sameiginlegan draum að vilja sjá okkur með medalíuna um hálsinn“ Janus Daði Smárason verður hluti af íslenska landsliðinu þegar flautað verður til leiks á HM í handbolta þann 11. janúar næstkomandi. Janus hefur verið hluti af íslenska landsliðinu frá árinu 2017 og hann gerir sér grein fyrir þeim væntingum sem hvíla á liðinu á þessu móti. Handbolti 26. desember 2022 09:00
„Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum“ Þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason hringdu til Danmerkur í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastinu. Þar ræddu þeir við Rasmus Boysen, einn helsta handboltasérfræðing heims um heimkomu Arons Pálmarssonar. Handbolti 25. desember 2022 23:00
„Um leið og fer að ganga illa sér maður úr hverju klúbburinn er gerður“ Janus Daði Smárason hóf sinn atvinnumannaferil í handbolta hjá danska stórliðinu Álaborg árið 2017. Hann varð danskur meistari í þrígang með liðinu áður en hann færði sig yfir til Göppingen í Þýskalandi, en í dag leikur hann með verðandi ofurliðinu Kolstad í Noregi. Handbolti 25. desember 2022 20:00
Ómar, Gísli og Bjarki tilnefndir sem bestu handboltamenn heims Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru allir tilnefndir sem bestu handboltamenn heims á heimasíðu Handball-Planet. Handbolti 25. desember 2022 12:01
Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“ Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum. Handbolti 25. desember 2022 11:01
„Spurningin er ekki hvort heldur hvenær hann muni taka þessa deild yfir“ Heimkoma Arons Pálmarssonar, eins besta handbolta- og íþróttamanns Íslands, undnafarinn áratug hefur eðlilega vakið mikla athygli. Hvaða áhrif mun heimkoman hafa á Olís deild karla í handbolta og FH? Handbolti 24. desember 2022 11:02
Hefur ekki áhyggjur af Aroni hjá FH: „Mun bara halda sér í toppstandi eins og alltaf“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ekki áhyggjur af því að ákvörðun Arons Pálmarssonar um að snúa aftur til FH úr atvinnumennsku muni hafa áhrif á gæðin sem leikmaðurinn hefur upp á að bjóða. Handbolti 23. desember 2022 22:32
Lærði af reynslu síðasta móts og tók Óðinn með Guðmundur Guðmundsson segir að það reynst erfitt að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Eftir reynslu síðasta móts ákvað hann að velja tvo hægri hornamenn. Handbolti 23. desember 2022 12:42
Svona var HM-hópurinn tilkynntur Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn sem fer á HM í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði. Handbolti 23. desember 2022 12:20
Hákon og Óðinn fara á HM en hvorki Stiven Tobar né Teitur Teitur Örn Einarsson og Stiven Tobar Valencia eru hvorugir í HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar sem var tilkynntur í dag. Handbolti 23. desember 2022 11:15
Algjört met í miðasölu fyrir HM í handbolta og síminn stoppar ekki Handknattleiksamband Íslands hefur aldrei kynnst annarri eins sölu, annars vegar á miðum á leiki á heimsmeistaramótið í janúar og hins vegar á nýja landsliðsbúningnum. Gaupi ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands. Handbolti 23. desember 2022 09:30
Var sendur frá Peking með engum fyrirvara og horfði á Póllandsleikinn á flugvelli Bjarni Fritzson var sendur burt af Ólympíuleikunum í Peking 2008 með nánast engum fyrirvara. Hann fylgdist með einum fræknasta sigri íslenska handboltalandsliðsins á flugvelli í Þýskalandi. Handbolti 23. desember 2022 09:00
„Ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deild karla, segist upphaflega ekki hafa haft mikla trú á því að Aron Pálmarsson væri á leið til liðsins. Hann hafi þó farið að trúa því þegar líða fór á og vonast til þess að þessi frábæri leikmaður geti hjálpað FH að taka næsta skref. Handbolti 23. desember 2022 07:10
„Tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London“ Óhætt er að segja að eftirvænting íslensku þjóðarinnar fyrir HM í handbolta sé orðin mikil. Logi Gerisson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, er líklega einn spenntasti maður landsins þessa dagana og hann var á línunni í seinasta þætti af Handkastinu. Handbolti 22. desember 2022 22:39
Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. Handbolti 22. desember 2022 21:37
„Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. Handbolti 22. desember 2022 21:08
Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. Handbolti 22. desember 2022 20:15
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti