Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Georgía og Tékk­land með sínu fyrstu sigra á EM

Georgía og Tékkland unnu í dag sína fyrstu leiki á Evrópumótinu í handbolta. Georgía lagði Bosníu & Hersegóvínu á meðan Tékkland lagði Grikkland. Sigrarnir skipta þó litlu þar sem engin af liðunum gátu komist áfram í 8-liða úrslit.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég er ekki búinn að sjá planið hjá Snorra“

Íslenska handboltalandsliðið er að taka sín fyrstu skref undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Liðið hefur náð í þrjú stig af fjórum mögulegum í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Þýskalandi en liðið hefur ekki verið sannfærandi í þessum leikjum og í raun heppið að vera með þessi stig.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land komið á­fram áður en leikur hefst?

Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra?

Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30.

Handbolti
Fréttamynd

Ung­verja­land marði Serbíu

Dramatíkin í C-riðli EM karla í handbolta heldur áfram en Ungverjaland skreið á topp riðilsins með eins marks sigri á Serbíu. Fyrr í dag hafði Ísland unnið hádramatískan sigur á Svartfjallalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Samfélagsmiðlar: Vit­laus skipting bjargaði Ís­landi

Ísland ætlar ekki að spila neina rólega leiki á Evrópmóti karla í handbolta sem nú fer fram í Þýskalandi. Annan leikinn í röð var boðið upp á háspennuleik en að þessu sinni hafði Ísland betur, með minnsta mun. Lokatölur í Munchen 31-30 Íslandi í vil.

Handbolti
Fréttamynd

„And­lega sterkt að vinna leikinn“

„Tvö stig í pokann en aftur, eins og í fyrsta leik, var þetta ekki alveg nægilega gott. Erfitt að setja puttann á hvað það er svona strax eftir leik,“ sagði hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM í handbolta sem fram fer í Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

„Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi“

„Var í max púls, fullt af mjólkursýru og hefði komið illa út úr þrekprófi,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir hádramatískan sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM karla í handbolta sem fram fer í Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

„Kom ekkert annað til greina en sigur“

„Fannst við sundurspila þá bróðurpartinn af leiknum. Klikkuðum hins vegar á of mikið af dauðafærum,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir hádramatískan eins marks sigur á Svartfjallalandi á EM í handbolta.

Handbolti