Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Haukar munu mæta Fram í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir afar sannfærandi sigur Haukaliðsins gegn Gróttu í leik liðanna í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Handbolti 27. febrúar 2025 21:33
Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Íslensku landsliðsmennirnir lögðu sitt á vogarskálarnar þegar Veszprém hélt góðu gengi sínu í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta áfram með góðum útisigri á París Saint-Germain. Handbolti 27. febrúar 2025 21:22
Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona. Handbolti 27. febrúar 2025 21:01
„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn. Handbolti 27. febrúar 2025 20:30
Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Gummersbach og Leipzig unnu sína leiki í efstu deild karla í þýska handboltanum. Handbolti 27. febrúar 2025 20:14
Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði Val með tveimur mörkum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en Framarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og sigruðu 22-20. Handbolti 27. febrúar 2025 17:16
Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, var kjörinn formaður handknattleiksdeildar FH á aðalfundi hennar í gær. Handbolti 27. febrúar 2025 16:01
Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Simon Pytlick fór mikinn með danska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta en heppnin var ekki með honum í Evrópudeildarleik í vikunni. Handbolti 27. febrúar 2025 14:33
„Litla höggið í sjálfstraustið“ „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld. Handbolti 27. febrúar 2025 14:02
Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar, hefur frá mörgu að segja og 1. mars heldur þessi frábæri þjálfari tvo áhugaverða fyrirlestra hér á Íslandi. Handbolti 27. febrúar 2025 12:33
Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga 29. maí 2022 urðu Framkonur Íslandsmeistarar í handbolta kvenna eftir sigur í fjórða leik á móti Val. Þær unnu titilinn á heimavelli Vals og lyftu Íslandsbikarnum fyrir framan Valskonur. Nú eru næstum því 33 mánuðir liðnir og Fram hefur enn ekki unnið Valsliðið aftur. Handbolti 27. febrúar 2025 12:01
Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir sigur í svakalegum undanúrslitaleik á móti Aftureldingu á Ásvöllum í gær. Handbolti 27. febrúar 2025 10:30
Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33. Leikurinn fór alla leið í framlengingu þar sem Framarar höfðu betur og mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Handbolti 26. febrúar 2025 23:30
Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sporting vann þriggja marka sigur á Fredericia, 32-29, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Orri Freyr Þorkelsson lék vel fyrir portúgalska liðið. Handbolti 26. febrúar 2025 22:28
„Veit ekki hvar on-takkinn er“ Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Handbolti 26. febrúar 2025 20:22
„Þetta bara svíngekk“ Pétur Árni Hauksson lék stórt hlutverk í liði Stjörnunnar er Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með fimm marka sigri gegn ÍBV í kvöld, 34-29. Handbolti 26. febrúar 2025 19:58
Sjötta tap Hauks og félaga í röð Wisla Plock hafði betur gegn Dinamo Búkarest, 26-27, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Haukur Þrastarson leikur með Dinamo Búkarest sem er í frjálsu falli í Meistaradeildinni. Handbolti 26. febrúar 2025 19:35
Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með nokkuð öruggum fimm marka sigri gegn ÍBV, 34-29. Handbolti 26. febrúar 2025 17:17
Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Undanúrslit Poweradebikars karla í handbolta fara fram á Ásvöllum í kvöld en þar berjast fjögur lið um sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Eitt af þeim er lið ÍBV en Eyjamenn eru erfiðir við að eiga þegar sjálfur bikarúrslitaleikurinn er í augsýn. Handbolti 26. febrúar 2025 14:31
Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár „Það stefna allir á það að vera með í þessari viku og þetta er alltaf jafn gaman og við finnum sannarlega fyrir stemningu í bænum,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar fyrir undanúrslitaleikinn gegn Fram í Powerade bikarnum á Ásvöllum klukkan 20:15 í kvöld. Handbolti 26. febrúar 2025 14:00
Sveinn spilar í fimmta landinu Línu- og landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson mun spila með Chambéry í Frakklandi frá og með næstu leiktíð. Það verður fimmta landið sem þessi 25 ára handboltamaður iðkar sína íþrótt í. Handbolti 26. febrúar 2025 13:31
Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Róbert Gunnarsson, betur þekktur sem Robbi Gunn, hættir sem þjálfari Gróttu að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handbolta. Davíð Örn Hlöðversson, aðstoðarþjálfari Róberts, tekur við liðinu. Handbolti 25. febrúar 2025 23:30
Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Dagur Gautason skoraði þrjú mörk þegar Montpellir vann tveggja marka sigur á GOG í Evrópudeild karla í handbolta. Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto máttu þola tap gegn Kiel. Handbolti 25. febrúar 2025 21:30
Elliði Snær frábær í góðum sigri Gummersbach vann góðan sigur í Evrópudeild karla í handbolta. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson fór mikinn í sigurliðinu. Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica máttu þola tap í Svíþjóð. Handbolti 25. febrúar 2025 19:33
Karabatic-ballið alveg búið Síðustu tuttugu ár hefur Karabatic-nafnið verið áberandi í franska landsliðinu í handbolta en nú er þeim tíma lokið. Handbolti 25. febrúar 2025 15:31
Haukar fara til Bosníu Dregið var í átta liða úrslit EHF-bikars karla í handbolta í dag. Haukar mæta liði frá Bosníu. Handbolti 25. febrúar 2025 10:57
Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Íslendingaliðið Bergischer vann níu marka stórsigur, 26-35, gegn Bayer Dormagen í næstefstu deild þýska handboltans. Handbolti 24. febrúar 2025 20:17
Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er sagður á leið til Rhein-Neckar Löwen í sumar og mun þá spila með sterku liði í bestu landsdeild heims. Handbolti 24. febrúar 2025 16:36
Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Lið Fredericia í danska handboltanum situr í þriðja sæti dönsku deildarinnar eftir góðan útisigur á liði Nordsjælland í dag. Handbolti 23. febrúar 2025 20:56
Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Íslendingaliðið Kolstad vann öruggan sigur þegar liðið mætti Follo í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Íslendingar voru í stóru hlutverki hjá Kolstad í dag. Handbolti 23. febrúar 2025 19:00