Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta

Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld

Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Stjarnan - Keflavík 4-0 | Stjarnan tryggði Evrópusætið og Jasmín tryggði gullskóinn

Stjarnan tryggði sér annað sæti Bestu-deildar kvenna og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar í dag. Katrína Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu fyrir heimakonur og Jasmín Erla Ingadóttir tryggði sér gullskó Bestu-deildarinnar þegar hún gulltryggði sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Rokk og ról á laugardaginn“

Þrátt fyrir langan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, hefur Eiður Smári Guðjohnsen ekki tekið þátt í bikarúrslitleik hér á landi. En það breytist á morgun þegar hann stýrir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn Víkingi.

Íslenski boltinn