Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Varða Capital tapaði 450 milljónum

Fjárfestingarfélagið Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, tapaði um 450 milljónum króna á síðasta ári. Tapið jókst á milli ára en það nam 267 milljónum á árinu 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ORF hefur metnað til að margfaldast

Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni, segir fá íslensk neytendavörumerki komin jafnlangt á erlendum mörkuðum og Bioeffect. Söluverðmætið er á bilinu 7 til 8 milljarðar króna á alþjóðavísu. Fær fjölda fyrirspurna frá erlendum sj

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á 10 prósent í Loftleiðum Cabo Verde

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, á 10 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde sem keyptu í febrúar 51 prósents hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búa sig undir glundroða í Bretlandi

Innflytjendur eru að birgja sig upp og útflytjendur eru að færa sig frá Bretlandi. Samskip hafa fært flutn­inga sína til Rotterdam og Icelandair Cargo undirbýr breytingar á leiðakerfi sínu um mánaðamótin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu

Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð.

Viðskipti innlent