Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 13:00 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er annar stærstu hluthafinn í Íslandsbanka eftir útboð í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti í bankanum en verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjögur prósentum lægra en markaðsgengi. Í morgun var verðið níu prósentum hærra. Greinendur á markaði sem fréttastofa ræddi við í síðustu viku gagnrýndu verðið í útboðinu vegna umfram eftirspurnarinnar þar sem ekki hafi verið farið eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar sem gjarnan er sagt ríkja á hlutabréfamörkuðum. Fjármálaráðherra sagði á móti að mjög gott verð hefði fengist fyrir bankann og minni afsláttur hefði verið gefinn en í sambærilegum útboðum erlendis. Fram hefur komið að þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda hafi keypt hluti í útboðinu. Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna. Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Fram hefur komið að aðeins hæfir fjárfestar hafi fengið að kaupa í útboðinu en Fjármálaeftirlitið heldur utan viðmið um hverjir séu hæfir fjárfestar. Nokkur breyting varð á stærstu hluthöfum bankans eftir útboðið. Nú er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annar stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Gildi lífeyrissjóður sá þriðji og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group í fjórða sæti en var annar stærsti fyrir útboðið. Allir eru með yfir fimm prósenta hlut í bankanum en voru áður með um og yfir þrjú prósent. Fram hefur komið að Bankasýsla ríkisins muni síðar í dag birta uppgjör eftir útboðið en engar upplýsingar fengust þaðan í morgun. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti í bankanum en verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjögur prósentum lægra en markaðsgengi. Í morgun var verðið níu prósentum hærra. Greinendur á markaði sem fréttastofa ræddi við í síðustu viku gagnrýndu verðið í útboðinu vegna umfram eftirspurnarinnar þar sem ekki hafi verið farið eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar sem gjarnan er sagt ríkja á hlutabréfamörkuðum. Fjármálaráðherra sagði á móti að mjög gott verð hefði fengist fyrir bankann og minni afsláttur hefði verið gefinn en í sambærilegum útboðum erlendis. Fram hefur komið að þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda hafi keypt hluti í útboðinu. Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna. Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Fram hefur komið að aðeins hæfir fjárfestar hafi fengið að kaupa í útboðinu en Fjármálaeftirlitið heldur utan viðmið um hverjir séu hæfir fjárfestar. Nokkur breyting varð á stærstu hluthöfum bankans eftir útboðið. Nú er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annar stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Gildi lífeyrissjóður sá þriðji og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group í fjórða sæti en var annar stærsti fyrir útboðið. Allir eru með yfir fimm prósenta hlut í bankanum en voru áður með um og yfir þrjú prósent. Fram hefur komið að Bankasýsla ríkisins muni síðar í dag birta uppgjör eftir útboðið en engar upplýsingar fengust þaðan í morgun.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02